„Erum ægilega stoltir og auðmjúkir“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 11:48 Ragnar Eiríksson, yfirkokkur á DILL. mynd/Karl Petersson „Þetta er náttúrulega mikil viðurkenning og við erum ægilega stoltir og auðmjúkir yfir þessu,“ segir Ragnar Eiríksson, yfirkokkur á veitingastaðnum DILL, sem er við Hverfisgötu 12 í Reykjavík. Staðurinn fékk í dag Michelin-stjörnu sem er sú viðurkenning sem veitingastaðir um allan heim keppast um að fá. Enginn annar staður á Íslandi er með Michelin-stjörnu. Ragnar er vonum ánægður með viðurkenninguna.mynd/benedikt „Þetta er alveg frábært og gerir rosalega mikið fyrir bransann í Reykjavík og á Íslandi og veitir okkur skemmtilega athygli – öllum kokkum í bransanum,“ segir Ragnar, en hann tók sjálfur við verðlaununum í Stokkhólmi í morgun. DILL hefur hlotið margs konar viðurkenningar og nokkrum sinnum verið valinn besti veitingastaður Íslands á listum á borð við White Guide Nordic, Nordic Prize og víðar. Ragnar tók við stöðu yfirkokks í árslok 2015 þegar annar stofnenda staðarins, Gunnar Karl Gíslason, flutti af landi brott til að standsetja veitingastaðinn Agern á Grand Central Terminal í New York, í samstarfi við Claus Meyer. Ragnar segir þetta mikinn heiður fyrir íslenska matarmenningu, enda stærsta viðurkenning sem veitingastaðir geta fengið. „En við höldum okkar striki. Höldum áfram að bjóða upp á góðan mat og veita góða upplifun.“ Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Veitingastaðurinn DILL fær Michelin stjörnu Fékk eina stjörnu. 22. febrúar 2017 10:15 Færeyingar fagna einnig sinni fyrstu Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks á hlaut í morgun Michelin-stjörnu. 22. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
„Þetta er náttúrulega mikil viðurkenning og við erum ægilega stoltir og auðmjúkir yfir þessu,“ segir Ragnar Eiríksson, yfirkokkur á veitingastaðnum DILL, sem er við Hverfisgötu 12 í Reykjavík. Staðurinn fékk í dag Michelin-stjörnu sem er sú viðurkenning sem veitingastaðir um allan heim keppast um að fá. Enginn annar staður á Íslandi er með Michelin-stjörnu. Ragnar er vonum ánægður með viðurkenninguna.mynd/benedikt „Þetta er alveg frábært og gerir rosalega mikið fyrir bransann í Reykjavík og á Íslandi og veitir okkur skemmtilega athygli – öllum kokkum í bransanum,“ segir Ragnar, en hann tók sjálfur við verðlaununum í Stokkhólmi í morgun. DILL hefur hlotið margs konar viðurkenningar og nokkrum sinnum verið valinn besti veitingastaður Íslands á listum á borð við White Guide Nordic, Nordic Prize og víðar. Ragnar tók við stöðu yfirkokks í árslok 2015 þegar annar stofnenda staðarins, Gunnar Karl Gíslason, flutti af landi brott til að standsetja veitingastaðinn Agern á Grand Central Terminal í New York, í samstarfi við Claus Meyer. Ragnar segir þetta mikinn heiður fyrir íslenska matarmenningu, enda stærsta viðurkenning sem veitingastaðir geta fengið. „En við höldum okkar striki. Höldum áfram að bjóða upp á góðan mat og veita góða upplifun.“
Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Veitingastaðurinn DILL fær Michelin stjörnu Fékk eina stjörnu. 22. febrúar 2017 10:15 Færeyingar fagna einnig sinni fyrstu Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks á hlaut í morgun Michelin-stjörnu. 22. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Færeyingar fagna einnig sinni fyrstu Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks á hlaut í morgun Michelin-stjörnu. 22. febrúar 2017 11:03