Star Wars voru frábær kaup Björn Berg Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2017 14:00 George Lucas fékk hátt í 500 milljarða króna í vasann þegar hann seldi Lucasfilm til Disney. Ríflega fjórum árum síðar er komin ágætis reynsla á yfirtökuna og virðist Disney hafa gert afar góð kaup.Marvel og Pixar settu tóninn Star Wars smellpassar í viðskiptalíkan Disney. Þar á bæ er leitað að vörumerkjum sem hægt er að nýta í hinum fjölmörgu dreifileiðum fyrirtækisins, svo sem í kvikmyndahúsum, skemmtigörðum, sjónvarpsstöðvunum ABC og Disney Channel, leikfanga- og fataverslunum og tölvuleikjum. Þar liggja tækifærin og reynslan af slíkum viðskiptum er góð. Myndasöguframleiðandinn Marvel er endalaus uppspretta efnis sem og Pixar, sem var einmitt upphaflega stofnað af Lucas. Disney getur gert meira úr Star Wars en Lucas gat gert sjálfur, nóg er að bera saman umfang kynningar Star Wars Episode I, II og III í kringum aldamótin og tveggja síðustu mynda. En þetta er bara rétt að byrja. Talað er um að ný kvikmynd verði gefin út árlega og brátt munum við geta lifað okkur enn betur inn í hugarheim Lucas því tveir Star Wars Land skemmtigarðar verða opnaðir við garða Disney í Kaliforníu og Flórída eftir tvö ár.Hluthafarnir kætast Þegar George Lucas tók við 500 milljörðunum sínum árið 2012 virtist hann hafa dottið í lukkupottinn en segja má að hluthafar Disney svamli þar með honum þar sem hlutabréfaverðið hefur frá þeim tíma ríflega tvöfaldast. Fimm söluhæstu kvikmyndir síðasta árs voru allar í nafni Disney og þar sem Rogue One: A Star Wars Story skilaði framleiðslukostnaði fimmfalt til baka í bíóhúsum lítur út fyrir að nýjar kynslóðir fái að kynnast Han Solo og Boba Fett um ókomna tíð og reyndar bláa fílnum og Jar Jar Binks líka.Greinin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
George Lucas fékk hátt í 500 milljarða króna í vasann þegar hann seldi Lucasfilm til Disney. Ríflega fjórum árum síðar er komin ágætis reynsla á yfirtökuna og virðist Disney hafa gert afar góð kaup.Marvel og Pixar settu tóninn Star Wars smellpassar í viðskiptalíkan Disney. Þar á bæ er leitað að vörumerkjum sem hægt er að nýta í hinum fjölmörgu dreifileiðum fyrirtækisins, svo sem í kvikmyndahúsum, skemmtigörðum, sjónvarpsstöðvunum ABC og Disney Channel, leikfanga- og fataverslunum og tölvuleikjum. Þar liggja tækifærin og reynslan af slíkum viðskiptum er góð. Myndasöguframleiðandinn Marvel er endalaus uppspretta efnis sem og Pixar, sem var einmitt upphaflega stofnað af Lucas. Disney getur gert meira úr Star Wars en Lucas gat gert sjálfur, nóg er að bera saman umfang kynningar Star Wars Episode I, II og III í kringum aldamótin og tveggja síðustu mynda. En þetta er bara rétt að byrja. Talað er um að ný kvikmynd verði gefin út árlega og brátt munum við geta lifað okkur enn betur inn í hugarheim Lucas því tveir Star Wars Land skemmtigarðar verða opnaðir við garða Disney í Kaliforníu og Flórída eftir tvö ár.Hluthafarnir kætast Þegar George Lucas tók við 500 milljörðunum sínum árið 2012 virtist hann hafa dottið í lukkupottinn en segja má að hluthafar Disney svamli þar með honum þar sem hlutabréfaverðið hefur frá þeim tíma ríflega tvöfaldast. Fimm söluhæstu kvikmyndir síðasta árs voru allar í nafni Disney og þar sem Rogue One: A Star Wars Story skilaði framleiðslukostnaði fimmfalt til baka í bíóhúsum lítur út fyrir að nýjar kynslóðir fái að kynnast Han Solo og Boba Fett um ókomna tíð og reyndar bláa fílnum og Jar Jar Binks líka.Greinin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun