Ábyrgðin ekki útgerðarinnar, heldur Seðlabanka og fyrri ríkisstjórnar Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Í leiðara Þorbjörns Þórðarsonar í blaðinu 9. febrúar, sem ber fyrirsögnina „ Ábyrgðin er útgerðarinnar“, lýsir hann þeirri skoðun sinni, að útgerðin beri meginábyrgð á þeim hnút, sem sjómannadeilan var þá komin í, og, að hún hafi þess vegna átt að fórna sínum hagsmunum og láta undan kröfum sjómanna í almannaþágu. Margt, sem Þorbjörn segir í þessum leiðara, er skýrlegt og skynsamlegt, og er ég honum um margt sammála. Þetta gildir þó ekki um skilgreininguna á rót vandans, sem útvegsmenn og sjómenn stóðu og standa frammi fyrir – reyndar flestir eða allir landsmenn – heldur ekki um orsakir og ábyrgð á hnútnum. Á árinu 2015 var útflutningsverðmæti sjávarafurða okkar Íslendinga um 260 milljarðar. Þá fengust að meðaltali 148 krónur fyrir 1 evru. Nú, 12-18 mánuðum síðar, fær útgerðin um 120 krónur fyrir evruna. Miðað við sama útflutningsmagn og sama markaðsverð, fær útgerðin í ár um 210 milljarða í stað 260 milljarða 2015. Vegna styrkingar krónunnar er útgerðin að tapa 50 milljörðum króna í ár, miðað við afkomuna 2015. Hvernig geta menn komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé hennar mál og ábyrgð að axla frekari sameiginlega byrðir landsmanna? Afkoman kann að hafa verið góð eða mjög góð 2015, en nú er hún greinilega að komast í járn. Hverjum er um að kenna? Eins og ég hef fjallað um í ýmsum greinum, hér og í Morgunblaðinu, liggur orsökin í „handónýtri krónu“, sem byggir á allt of litlu hagkerfi og hoppar og skoppar upp og niður, eins og stjórnlítil smákæna, á úthafi efnahags- og gengismála. Meginábyrgðin liggur því í mínum huga hjá Seðlabankanum og fyrri ríkisstjórn, en þessir aðilar horfðu upp á það og létu það gerast og viðgangast, án mikilla aðgerða, að krónan styrktist um tæplega 20% á 12-15 mánuðum. Og nú, þrátt fyrir það, að krónan hafi síðustu 6-12 mánuði sennilega verið sterkasti gjaldmiðill álfunnar, var Seðlabankinn að framlengja 5% óbreytta stýrivexti. Á sama tíma eru stýrivextir Seðlabanka Evrópu 0,0%, en evran er samt, ásamt Bandaríkjadal, öflugasti stórgjaldmiðill heims og stýrivextir í t.a.m. Svíþjóð og Sviss eru í mínus!Yfirkeyrðir vextir Þessir yfirkeyrðu vextir Seðlabankans ásamt áframhaldandi gjaldeyrishöftum halda gengi krónunnar langt yfir raunvirði hennar, en raunvirði hlýtur að jafnaði að vera það gengi, sem heldur meginatvinnuvegunum gangandi á viðunandi rekstursgrundvelli. Það virðist vera, að „rétt gengi“ nú væri um 140 til 145 krónur í evru. Við slíkt gengi hefði verið vandræðalaust fyrir útgerðina að ljúka sanngjörnum samningum við sjómenn, án þeirra langvarandi og kostnaðarsömu verkfalla, sem menn urðu að ganga í gegnum. Í mínum huga myndi skipuleg en hröð lækkun stýrivaxta niður í 1-2%, ásamt frekari afnámi gjaldeyrishafta og heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta að vild erlendis,á nokkrum vikum/mánuðum leiða til ofangreindrar leiðréttingar á genginu, en þessu má auðvitað stýra með skref fyrir skref aðgerðum. Mér er óskiljanlegt, hvað Seðlabankinn er að hugsa og fara með 5% stýrivöxtum; þetta nálgast þó skipulega sjálfseyðileggingu – efnahagslegt harakiri – í mínum huga, á sama tíma og ESB-stýrivextir eru sem sagt 0,0%, stýrivextir í Bretlandi eru aðeins 0,25%, þrátt fyrir veikt pund, stýrivextir í Noregi eru 0,50% og stýrivextir í Svíþjóð og Sviss eru í MÍNUS; - 0,35% í Svíþjóð og niður í -1,25% í Sviss!! Stýrivextir fyrir okkar sterku krónu eru 20 sinnum hærri, en fyrir veikburða pundið, og 10 sinnum hærri en fyrir óstöðuga norska krónu, en verðbólgan í þessum tveimur löndum er og verður svipuð 2017 og hér! Hvað gengur mönnunum eiginlega til? Þeir virðast vera fastir í einhverri gamalli aðferðafræði! Þessi okurvaxtastefna bitnar auðvitað ekki aðeins á útgerðinni, heldur líka og ekki síður á stærsta atvinnuvegi þjóðarinnar; ferðamannaiðnaðinum. Hann fær nú líka inn allar sínar erlendu tekjur með um 20-25% skerðingu, miðað við 2015. Við bætist, að þessi óskiljanlega stefna Seðlabanka viðheldur stórfelldri eignatilfærslu milli þeirra, sem skulda, til þeirra, sem eiga; þeir fátæku verða fátækari og þeir ríku ríkari, fyrir tilstuðlan Seðlabanka. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Þorbjörns Þórðarsonar í blaðinu 9. febrúar, sem ber fyrirsögnina „ Ábyrgðin er útgerðarinnar“, lýsir hann þeirri skoðun sinni, að útgerðin beri meginábyrgð á þeim hnút, sem sjómannadeilan var þá komin í, og, að hún hafi þess vegna átt að fórna sínum hagsmunum og láta undan kröfum sjómanna í almannaþágu. Margt, sem Þorbjörn segir í þessum leiðara, er skýrlegt og skynsamlegt, og er ég honum um margt sammála. Þetta gildir þó ekki um skilgreininguna á rót vandans, sem útvegsmenn og sjómenn stóðu og standa frammi fyrir – reyndar flestir eða allir landsmenn – heldur ekki um orsakir og ábyrgð á hnútnum. Á árinu 2015 var útflutningsverðmæti sjávarafurða okkar Íslendinga um 260 milljarðar. Þá fengust að meðaltali 148 krónur fyrir 1 evru. Nú, 12-18 mánuðum síðar, fær útgerðin um 120 krónur fyrir evruna. Miðað við sama útflutningsmagn og sama markaðsverð, fær útgerðin í ár um 210 milljarða í stað 260 milljarða 2015. Vegna styrkingar krónunnar er útgerðin að tapa 50 milljörðum króna í ár, miðað við afkomuna 2015. Hvernig geta menn komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé hennar mál og ábyrgð að axla frekari sameiginlega byrðir landsmanna? Afkoman kann að hafa verið góð eða mjög góð 2015, en nú er hún greinilega að komast í járn. Hverjum er um að kenna? Eins og ég hef fjallað um í ýmsum greinum, hér og í Morgunblaðinu, liggur orsökin í „handónýtri krónu“, sem byggir á allt of litlu hagkerfi og hoppar og skoppar upp og niður, eins og stjórnlítil smákæna, á úthafi efnahags- og gengismála. Meginábyrgðin liggur því í mínum huga hjá Seðlabankanum og fyrri ríkisstjórn, en þessir aðilar horfðu upp á það og létu það gerast og viðgangast, án mikilla aðgerða, að krónan styrktist um tæplega 20% á 12-15 mánuðum. Og nú, þrátt fyrir það, að krónan hafi síðustu 6-12 mánuði sennilega verið sterkasti gjaldmiðill álfunnar, var Seðlabankinn að framlengja 5% óbreytta stýrivexti. Á sama tíma eru stýrivextir Seðlabanka Evrópu 0,0%, en evran er samt, ásamt Bandaríkjadal, öflugasti stórgjaldmiðill heims og stýrivextir í t.a.m. Svíþjóð og Sviss eru í mínus!Yfirkeyrðir vextir Þessir yfirkeyrðu vextir Seðlabankans ásamt áframhaldandi gjaldeyrishöftum halda gengi krónunnar langt yfir raunvirði hennar, en raunvirði hlýtur að jafnaði að vera það gengi, sem heldur meginatvinnuvegunum gangandi á viðunandi rekstursgrundvelli. Það virðist vera, að „rétt gengi“ nú væri um 140 til 145 krónur í evru. Við slíkt gengi hefði verið vandræðalaust fyrir útgerðina að ljúka sanngjörnum samningum við sjómenn, án þeirra langvarandi og kostnaðarsömu verkfalla, sem menn urðu að ganga í gegnum. Í mínum huga myndi skipuleg en hröð lækkun stýrivaxta niður í 1-2%, ásamt frekari afnámi gjaldeyrishafta og heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta að vild erlendis,á nokkrum vikum/mánuðum leiða til ofangreindrar leiðréttingar á genginu, en þessu má auðvitað stýra með skref fyrir skref aðgerðum. Mér er óskiljanlegt, hvað Seðlabankinn er að hugsa og fara með 5% stýrivöxtum; þetta nálgast þó skipulega sjálfseyðileggingu – efnahagslegt harakiri – í mínum huga, á sama tíma og ESB-stýrivextir eru sem sagt 0,0%, stýrivextir í Bretlandi eru aðeins 0,25%, þrátt fyrir veikt pund, stýrivextir í Noregi eru 0,50% og stýrivextir í Svíþjóð og Sviss eru í MÍNUS; - 0,35% í Svíþjóð og niður í -1,25% í Sviss!! Stýrivextir fyrir okkar sterku krónu eru 20 sinnum hærri, en fyrir veikburða pundið, og 10 sinnum hærri en fyrir óstöðuga norska krónu, en verðbólgan í þessum tveimur löndum er og verður svipuð 2017 og hér! Hvað gengur mönnunum eiginlega til? Þeir virðast vera fastir í einhverri gamalli aðferðafræði! Þessi okurvaxtastefna bitnar auðvitað ekki aðeins á útgerðinni, heldur líka og ekki síður á stærsta atvinnuvegi þjóðarinnar; ferðamannaiðnaðinum. Hann fær nú líka inn allar sínar erlendu tekjur með um 20-25% skerðingu, miðað við 2015. Við bætist, að þessi óskiljanlega stefna Seðlabanka viðheldur stórfelldri eignatilfærslu milli þeirra, sem skulda, til þeirra, sem eiga; þeir fátæku verða fátækari og þeir ríku ríkari, fyrir tilstuðlan Seðlabanka. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun