Almenn skynsemi Ívar Halldórsson skrifar 15. febrúar 2017 12:00 Margir sögðu Galileo vera skrýtinn og sjónaukaáráttu hans vera fjarstæðukennda vitleysu og algjöra tímaeyðslu. Fólk hló að John L. Baird þegar hann sýndi bresku vísindamönnunum fyrstu sjónvarpsmyndavélina og kölluðu þeir hann meira að segja svindlara. R. Goddard var afskrifaður sem veruleikafirrt viðundur þegar hann trúði að unnt væri að búa til eldflaugarknúið farartæki sem flogið gæti út í geiminn í anda ofurhetjunnar Flash Gordon eða skáldsagnahöfundarins Jules Verne. Ég held að árangur okkar í vísindum, stjórnmálum, læknisfræði, byggingafræði, siðfræði o.s.frv. megi rekja til atvika þar sem fólk var á öndverðum meiði. Ef allir hefðu alltaf verið sammála um allar aðgerðir í gegnum tíðina, væri ég líklega að skrifa þessa grein með krítarmola á einhverja steinhellu. Auðvitað vilja allir alltaf hafa rétt fyrir sér – svona alla vega upp á egóið að gera. En miðað við það sem sagan hefur kennt okkur eru góðar líkur á því að það sem einhver vill meina að sé rétt skoðun, sé ekki endilega nægilega skotheld skoðun til að geta útilokað önnur sjónarhorn. Ef Einstein hefði hlustað á alla þá sem voru sammála um að honum myndi aldrei takast að kveikja á perunni, væri enginn að spyrja mig í dag hvort ég færi reglulega í ljós. Umdeildar vangaveltur vísindamannsins opnuðu dyr ómöguleikans og allir veraldarbúar skiptu um skoðun. Við verðum öll að fá svigrúm til að fylgja sannfæringu okkar og viðra skoðanir okkar frjálslega, ef við ætlum að ekki að fara á mis við góðar framfarir og skynsamlegar ákvarðanir. Við þurfum að sama skapi að hlusta meira á hvort annað. Við þurfum að íhuga hið “ómögulega” og hið óvinsæla. Við þurfum að setja okkur oftar í fótspor annara og forðast að týnast í eigin sjálfhverfu. Það er því ekki skynsamlegt að ráðast í krafti meirihlutans, á þær skoðanir sem virðast furðulegar eða óvinsælar, því að það gæti þá komið á daginn að maður þyrfti að kyngja munnfylli af stórum orðum og viðurkenna að hin ólíklega skoðun; skoðun minnihlutans, reyndist rétt. Sömuleiðis, ef einhver hefur skoðun sem hann telur að eigi rétt á sér þrátt fyrir lítinn eða engan hljómgrunn hjá öðrum, er ekki gott leyfa öðrum að kæfa hana með þröngsýni og ósveigjanleika. Það sem virðist fáránlegt í dag kann að verða almenn skynsemi á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Margir sögðu Galileo vera skrýtinn og sjónaukaáráttu hans vera fjarstæðukennda vitleysu og algjöra tímaeyðslu. Fólk hló að John L. Baird þegar hann sýndi bresku vísindamönnunum fyrstu sjónvarpsmyndavélina og kölluðu þeir hann meira að segja svindlara. R. Goddard var afskrifaður sem veruleikafirrt viðundur þegar hann trúði að unnt væri að búa til eldflaugarknúið farartæki sem flogið gæti út í geiminn í anda ofurhetjunnar Flash Gordon eða skáldsagnahöfundarins Jules Verne. Ég held að árangur okkar í vísindum, stjórnmálum, læknisfræði, byggingafræði, siðfræði o.s.frv. megi rekja til atvika þar sem fólk var á öndverðum meiði. Ef allir hefðu alltaf verið sammála um allar aðgerðir í gegnum tíðina, væri ég líklega að skrifa þessa grein með krítarmola á einhverja steinhellu. Auðvitað vilja allir alltaf hafa rétt fyrir sér – svona alla vega upp á egóið að gera. En miðað við það sem sagan hefur kennt okkur eru góðar líkur á því að það sem einhver vill meina að sé rétt skoðun, sé ekki endilega nægilega skotheld skoðun til að geta útilokað önnur sjónarhorn. Ef Einstein hefði hlustað á alla þá sem voru sammála um að honum myndi aldrei takast að kveikja á perunni, væri enginn að spyrja mig í dag hvort ég færi reglulega í ljós. Umdeildar vangaveltur vísindamannsins opnuðu dyr ómöguleikans og allir veraldarbúar skiptu um skoðun. Við verðum öll að fá svigrúm til að fylgja sannfæringu okkar og viðra skoðanir okkar frjálslega, ef við ætlum að ekki að fara á mis við góðar framfarir og skynsamlegar ákvarðanir. Við þurfum að sama skapi að hlusta meira á hvort annað. Við þurfum að íhuga hið “ómögulega” og hið óvinsæla. Við þurfum að setja okkur oftar í fótspor annara og forðast að týnast í eigin sjálfhverfu. Það er því ekki skynsamlegt að ráðast í krafti meirihlutans, á þær skoðanir sem virðast furðulegar eða óvinsælar, því að það gæti þá komið á daginn að maður þyrfti að kyngja munnfylli af stórum orðum og viðurkenna að hin ólíklega skoðun; skoðun minnihlutans, reyndist rétt. Sömuleiðis, ef einhver hefur skoðun sem hann telur að eigi rétt á sér þrátt fyrir lítinn eða engan hljómgrunn hjá öðrum, er ekki gott leyfa öðrum að kæfa hana með þröngsýni og ósveigjanleika. Það sem virðist fáránlegt í dag kann að verða almenn skynsemi á morgun.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun