ATH. Þétting er víst lausnin Björn Teitsson skrifar 16. febrúar 2017 14:45 Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði í Bítinu að morgni 16. febrúar að áherslur Reykjavíkurborgar á þéttingu byggðar í borginni á kostnað jaðarsvæða séu ekki til þess fallnar að auðvelda ungu fólki að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfi að axla sameiginlega ábyrgð á því að tryggja að nægt lóðaframboð sé hverju sinni. Þetta er mikil skammsýni og einfaldlega rangt. Þróunin, eins og hún er, er jákvæð. Hún gengur hægt en jákvæð engu að síður. Í jafn gisinni borg og Reykjavík er þétting byggðar lífsnauðsynleg. Til að stytta vegalengdir, til að auka lífsgæði, til að létta álagi á umferðaræðar, til að stuðla að sjálfbærum samgöngumátum. Þegar hugsað er um kostnað þarf nefnilega að taka fleiri atriði með í reikninginn en lóðaverð. Lóðir gætu verið ódýrari í útjaðri borgarinnar en þar tekur við annar kostnaður. Fólk er þar með knúið til að kaupa og reka bíl, sem lækkar ráðstöfunartekjur um 50-100 þúsund krónur á mánuði. Ný hverfi kalla á nýjar götur (dýrt), viðhald gatna (dýrt), nýja skóla (dýrt) og byggir múra milli fólks með þungum umferðaræðum. Svo ekki sé minnst á tímann. Og mengunina og kostnaðinn sem felst í auknu byggingarmagni glænýrra hverfa. Jeminn eini. Sé ekki nóg að minnast á að tími eru peningar (sem er glatað en ok) þá eru líka töpuð lífsgæði sem felast í tíma sem er eytt, ekki varið, heldur eytt, í umferð á hverjum degi. Fólk á til að gleyma þegar það skammast út í „lattélepjandi“ miðbæjarfólk, að helstu atvinnuveitendur borgarinnar (og landsins) eru í póstnúmerum 101, 104 og 105. Þar á meðal eru Landspítalinn, Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Landsbankinn, Eimskip... uppskipunarhafnir og öll útgerðin. Bara til að nefna brotabrot. Þar eru einnig helstu menntastofnanir; Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík þar sem rúmlega 20 þúsund manns stunda framhaldsnám. Það þjónar hagsmunum fólksins, íbúana, borgarinnar, landsins alls og þjóðarinnar allrar, að fólk eigi kost á að búa í námunda við þau svæði þar sem það stundar nám eða starfar. Þétting er lausnin. Að búa nálægt vinnu/skóla er lausnin. Að stytta vegalengdir er lausnin. Að létta álag á miðbænum með nýjum miðpunktum hverfa þar sem lífvænleg starfsemi í menningu, mat og drykk fær að þrífast, er lausnin. Að auka lífsgæði, draga úr mengun og hættu bílaumferðar, er lausnin. Það liggur í augum uppi. Það er reynsla allra borga sem teljast eftirsóttar til að búa í beggja vegna Atlantshafsins. Lærum af reynslunni í guðanna bænum og hættum að hneigja okkur eftir þörfum hagsmunaaðila sem er drullusama um lífsgæði ykkar; fólksins sem byggir þessa borg og gestanna sem sækja hana heim. (Þessi grein er byggð á stöðuuppfærslu af facebook frá október 2016. Það er virkilega sorglegt að geta endurtekið næstum hvert einasta orð, óbreytt). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði í Bítinu að morgni 16. febrúar að áherslur Reykjavíkurborgar á þéttingu byggðar í borginni á kostnað jaðarsvæða séu ekki til þess fallnar að auðvelda ungu fólki að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfi að axla sameiginlega ábyrgð á því að tryggja að nægt lóðaframboð sé hverju sinni. Þetta er mikil skammsýni og einfaldlega rangt. Þróunin, eins og hún er, er jákvæð. Hún gengur hægt en jákvæð engu að síður. Í jafn gisinni borg og Reykjavík er þétting byggðar lífsnauðsynleg. Til að stytta vegalengdir, til að auka lífsgæði, til að létta álagi á umferðaræðar, til að stuðla að sjálfbærum samgöngumátum. Þegar hugsað er um kostnað þarf nefnilega að taka fleiri atriði með í reikninginn en lóðaverð. Lóðir gætu verið ódýrari í útjaðri borgarinnar en þar tekur við annar kostnaður. Fólk er þar með knúið til að kaupa og reka bíl, sem lækkar ráðstöfunartekjur um 50-100 þúsund krónur á mánuði. Ný hverfi kalla á nýjar götur (dýrt), viðhald gatna (dýrt), nýja skóla (dýrt) og byggir múra milli fólks með þungum umferðaræðum. Svo ekki sé minnst á tímann. Og mengunina og kostnaðinn sem felst í auknu byggingarmagni glænýrra hverfa. Jeminn eini. Sé ekki nóg að minnast á að tími eru peningar (sem er glatað en ok) þá eru líka töpuð lífsgæði sem felast í tíma sem er eytt, ekki varið, heldur eytt, í umferð á hverjum degi. Fólk á til að gleyma þegar það skammast út í „lattélepjandi“ miðbæjarfólk, að helstu atvinnuveitendur borgarinnar (og landsins) eru í póstnúmerum 101, 104 og 105. Þar á meðal eru Landspítalinn, Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Landsbankinn, Eimskip... uppskipunarhafnir og öll útgerðin. Bara til að nefna brotabrot. Þar eru einnig helstu menntastofnanir; Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík þar sem rúmlega 20 þúsund manns stunda framhaldsnám. Það þjónar hagsmunum fólksins, íbúana, borgarinnar, landsins alls og þjóðarinnar allrar, að fólk eigi kost á að búa í námunda við þau svæði þar sem það stundar nám eða starfar. Þétting er lausnin. Að búa nálægt vinnu/skóla er lausnin. Að stytta vegalengdir er lausnin. Að létta álag á miðbænum með nýjum miðpunktum hverfa þar sem lífvænleg starfsemi í menningu, mat og drykk fær að þrífast, er lausnin. Að auka lífsgæði, draga úr mengun og hættu bílaumferðar, er lausnin. Það liggur í augum uppi. Það er reynsla allra borga sem teljast eftirsóttar til að búa í beggja vegna Atlantshafsins. Lærum af reynslunni í guðanna bænum og hættum að hneigja okkur eftir þörfum hagsmunaaðila sem er drullusama um lífsgæði ykkar; fólksins sem byggir þessa borg og gestanna sem sækja hana heim. (Þessi grein er byggð á stöðuuppfærslu af facebook frá október 2016. Það er virkilega sorglegt að geta endurtekið næstum hvert einasta orð, óbreytt).
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun