Af hverju þarf Íslendingur að borga íbúðina sína 3,5 sinnum? Ole Anton Bieltvedt skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Í nýlegri grein í Morgunblaðinu, gerði ég grein fyrir því, hvernig vaxtaokrið á Íslandi hrjáir og þjáir þjóðina alla. Vaxtaokrið á Íslandi kostar þjóðarbúið heila 300 milljarða á ári, í aukavöxtum, samanborið við það, sem væri, ef við tækjum upp evruna og nytum þeirra lágvaxtakjara, sem evran býður upp á.Hvað eru 300 milljarðar króna? Heildarfjárlög Íslands eru 750 milljarðar króna fyrir árið 2017. 300 milljarðar í vaxtasparnaði nema því 40% af íslenzkum fjárlögum! Fyrir 300 milljarða mætti byggja 4 nýja Landspítala á ári eða 10.000 nýjar íbúðir, líka á ári! Ennfremur má í þessu samhengi nefna nokkra helztu liði fjárlaga 2017: Sjúkrahúsþjónusta 77 milljarðar, málefni aldraðra 55 milljarðar, málefni fatlaðra 47 milljarðar, háskólar 39 milljarðar, samgöngur 30 milljarðar, framhaldsskólar 29 milljarðar, landbúnaðarmál 16 milljarðar, umhverfismál 15 milljarðar. Geta menn ímyndað sér, hvílík risaskref mætti taka til aukinnar velferðar og velsældar Íslendinga, ef þjóðarbúið gæti, með upptöku evrunnar, á einhverjum tíma, komizt í 300 milljarða vaxtasparnað á ári! Var einhver að tala um, að rekstrarmál Landhelgisgæzlunnar væru að komast í óefni út af 0,3 milljörðum á ári!Hver er ástæða vaxtaokursins? Íslenzka krónan er eins og lítill fiskibátur, sem hoppar og skoppar um úthöf efnahags- og gengismála og flýtur í bezta falli, en skapar engan grundvöll fyrir traust og varanleg efnahags- og gengismál, sem eru skilyrði fyrir lágum vöxtum. Ég tók það dæmi í ofangreindri Morgunblaðsgrein, að íslenzka hagkerfið væri eins og 30 tonna fiskibátur, meðan ESB-hagkerfið samsvarar 50.000 tonna hafskipi. Í því liggur munurinn. Ef ESB-búi tekur 20 milljónir króna að láni, til 20 ára, til íbúðarkaupa, greiðir hann lánið til baka með 30 milljónum (vextir í ESB eru 1,5-2,0%). Ef Íslendingur tekur 20 milljónir að láni til 20 ára, greiðir hann til baka 70 milljónir (vextir hér eru 6-7%). Hvernig geta menn sætt sig við þetta? Við erum Evrópubúar, og við höfum fullan aðgang að evrópskum lausnum; ESB aðild, með fullum forréttindum, eða hugsanlega að evrunni, án fullrar aðildar, en það eru mörg dæmi þess, að önnur smáríki hafi gert það. Ég nefni Kosovo, Svartfjallaland, Mónakó, Andorrra, San Marino og Vatíkanið.Erum þegar 80-90% aðildarríki Hér vil ég minna á, að við Íslendingar erum nú þegar 80-90% aðilar að ESB, en það helzta, sem vantar til að ljúka þeim samningum, er frágangur samninga um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Í báðum þessum efnum erum við með sterk spil á hendi, vegna norðlægrar legu og hefðbundinna yfirráða, stjórnunar og nýtingar okkar fiskimiða. Möltu voru veitt full yfirráð yfir sínum fiskimiðum á þessum forsendum. Frá 1950 hefur gengisfall krónunnar dunið yfir á 5-10 ára fresti; Vilja menn framhald á þessum ósköpum? Vill hér einhver nýtt hrun með þeim hörmungum og mannskemmdum, sem urðu 2008? Varla. Fyrri gengisfellingar, með þeim ósköpum, sem þeim fylgdu – tapi, skuldaraukningu, afkomuhruni, óvissu og angist – eru flestum enn í fersku minni. Það er mál til komið, að slíku linni.Fyrsta og helzta hagsmunamálið Ný ríkisstjórn verður umsvifalaust að taka á þessu stærsta og mesta hagsmunamáli þjóðarinnar. Það er hennar ótvíræða skylda. Hún hefur 2 kosti, sem vinda má sér í strax:1. Semja um upptöku evrunnar við Seðlabanka ESB, án fullrar ESB-aðildar, eins og 6 fyrrnefnd ríki hafa gert, en þetta ferli gæti orðið tiltölulega stutt.2. Taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið í aðildarsamningunum við ESB, sem gæti, ef vel tækist til, leitt til fullrar aðildar, fullra áhrifa í ESB og fullrar og formlegrar þátttöku í myntbandalaginu á eitthvað lengri tíma. Í raun má rekja bæði málin samtímis, því að tæknilega er við tvo aðskilda aðila að ræða. Þessi skref væru bæði vankanta-, vandræða- og áhættulaus með öllu, því að þau væru án endanlegrar skuldbindingar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein í Morgunblaðinu, gerði ég grein fyrir því, hvernig vaxtaokrið á Íslandi hrjáir og þjáir þjóðina alla. Vaxtaokrið á Íslandi kostar þjóðarbúið heila 300 milljarða á ári, í aukavöxtum, samanborið við það, sem væri, ef við tækjum upp evruna og nytum þeirra lágvaxtakjara, sem evran býður upp á.Hvað eru 300 milljarðar króna? Heildarfjárlög Íslands eru 750 milljarðar króna fyrir árið 2017. 300 milljarðar í vaxtasparnaði nema því 40% af íslenzkum fjárlögum! Fyrir 300 milljarða mætti byggja 4 nýja Landspítala á ári eða 10.000 nýjar íbúðir, líka á ári! Ennfremur má í þessu samhengi nefna nokkra helztu liði fjárlaga 2017: Sjúkrahúsþjónusta 77 milljarðar, málefni aldraðra 55 milljarðar, málefni fatlaðra 47 milljarðar, háskólar 39 milljarðar, samgöngur 30 milljarðar, framhaldsskólar 29 milljarðar, landbúnaðarmál 16 milljarðar, umhverfismál 15 milljarðar. Geta menn ímyndað sér, hvílík risaskref mætti taka til aukinnar velferðar og velsældar Íslendinga, ef þjóðarbúið gæti, með upptöku evrunnar, á einhverjum tíma, komizt í 300 milljarða vaxtasparnað á ári! Var einhver að tala um, að rekstrarmál Landhelgisgæzlunnar væru að komast í óefni út af 0,3 milljörðum á ári!Hver er ástæða vaxtaokursins? Íslenzka krónan er eins og lítill fiskibátur, sem hoppar og skoppar um úthöf efnahags- og gengismála og flýtur í bezta falli, en skapar engan grundvöll fyrir traust og varanleg efnahags- og gengismál, sem eru skilyrði fyrir lágum vöxtum. Ég tók það dæmi í ofangreindri Morgunblaðsgrein, að íslenzka hagkerfið væri eins og 30 tonna fiskibátur, meðan ESB-hagkerfið samsvarar 50.000 tonna hafskipi. Í því liggur munurinn. Ef ESB-búi tekur 20 milljónir króna að láni, til 20 ára, til íbúðarkaupa, greiðir hann lánið til baka með 30 milljónum (vextir í ESB eru 1,5-2,0%). Ef Íslendingur tekur 20 milljónir að láni til 20 ára, greiðir hann til baka 70 milljónir (vextir hér eru 6-7%). Hvernig geta menn sætt sig við þetta? Við erum Evrópubúar, og við höfum fullan aðgang að evrópskum lausnum; ESB aðild, með fullum forréttindum, eða hugsanlega að evrunni, án fullrar aðildar, en það eru mörg dæmi þess, að önnur smáríki hafi gert það. Ég nefni Kosovo, Svartfjallaland, Mónakó, Andorrra, San Marino og Vatíkanið.Erum þegar 80-90% aðildarríki Hér vil ég minna á, að við Íslendingar erum nú þegar 80-90% aðilar að ESB, en það helzta, sem vantar til að ljúka þeim samningum, er frágangur samninga um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Í báðum þessum efnum erum við með sterk spil á hendi, vegna norðlægrar legu og hefðbundinna yfirráða, stjórnunar og nýtingar okkar fiskimiða. Möltu voru veitt full yfirráð yfir sínum fiskimiðum á þessum forsendum. Frá 1950 hefur gengisfall krónunnar dunið yfir á 5-10 ára fresti; Vilja menn framhald á þessum ósköpum? Vill hér einhver nýtt hrun með þeim hörmungum og mannskemmdum, sem urðu 2008? Varla. Fyrri gengisfellingar, með þeim ósköpum, sem þeim fylgdu – tapi, skuldaraukningu, afkomuhruni, óvissu og angist – eru flestum enn í fersku minni. Það er mál til komið, að slíku linni.Fyrsta og helzta hagsmunamálið Ný ríkisstjórn verður umsvifalaust að taka á þessu stærsta og mesta hagsmunamáli þjóðarinnar. Það er hennar ótvíræða skylda. Hún hefur 2 kosti, sem vinda má sér í strax:1. Semja um upptöku evrunnar við Seðlabanka ESB, án fullrar ESB-aðildar, eins og 6 fyrrnefnd ríki hafa gert, en þetta ferli gæti orðið tiltölulega stutt.2. Taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið í aðildarsamningunum við ESB, sem gæti, ef vel tækist til, leitt til fullrar aðildar, fullra áhrifa í ESB og fullrar og formlegrar þátttöku í myntbandalaginu á eitthvað lengri tíma. Í raun má rekja bæði málin samtímis, því að tæknilega er við tvo aðskilda aðila að ræða. Þessi skref væru bæði vankanta-, vandræða- og áhættulaus með öllu, því að þau væru án endanlegrar skuldbindingar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun