Horfðu á 27 milljarða gufa upp Haraldur Guðmundsson og Hörður Ægisson skrifa 2. febrúar 2017 07:00 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði í gær að fyrirtækið sé að skoða ýmsar leiðir til hagræðingar. „Þetta kom öllum í opna skjöldu. Það er ljóst að samkeppnin hefur haft meiri áhrif á félagið en menn gerðu ráð fyrir og sem dæmi munu hátt í 30 flugfélög fljúga hingað til lands næsta sumar,“ segir Guðlaugur Steinarr Gíslason, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance, um afkomuviðvörunina sem Icelandair Group sendi Kauphöll Íslands fyrir opnun markaða í gær. Skeyti fyrirtækisins varð til þess að hlutabréf Icelandair Group féllu um 24 prósent í verði og 27 milljarðar af markaðsvirði félagsins þurrkuðust út. Gengi hlutabréfa þess nam við lokun markaða 16,8 krónum á hlut og hefur því fallið um 57 prósent á aðeins níu mánuðum. Markaðsvirði félagsins hefur á þeim tíma lækkað um rúmlega 110 milljarða en þegar það stóð hvað hæst voru bréf Icelandair metin á um 195 milljarða.Guðlaugur Steinarr Gíslason, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance.Samkvæmt afkomuviðvöruninni spáir Icelandair Group að EBIDTA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, á árinu 2017 lækki um 30 prósent miðað við væntingar félagsins um rekstur þess í fyrra. Það er lækkun upp á 60 til 70 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúma átta milljarða. „Það er samkeppnin, ekki síst frá lággjaldaflugfélögum, sem er að herja á Icelandair og hafa áhrif á rekstur félagsins og mögulega meira en menn töldu. Bókanir eru minni sem þýðir auðvitað að menn eru að sækja sér flug hjá öðrum fyrirtækjum í meira mæli en áður. Icelandair hefur verið lykilflugfélag og verður það mögulega áfram en það er ljóst að menn eru að láta finna vel fyrir sér í samkeppninni,“ segir Guðlaugur.Stefán Broddi Guðjónsson, yfirmaður greiningardeildar Arion banka.„Skilaboðin í afkomuviðvöruninni eru önnur en við höfum verið að lesa út úr til dæmis flutningatölum síðasta árs. Það er þokkaleg afkoma sem félagið býst við á síðasta fjórðungi 2016 og því kom þetta mjög á óvart eins og sást á markaðnum,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, yfirmaður greiningardeildar Arion banka. Stærstu hluthafar Icelandair eru lífeyrissjóðir en þeir eiga samanlagt meira en helmingshlut. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti einstaki hluthafinn með 14,7 prósenta hlut og því hefur þessi hlutabréfalækkun rýrt verulega verðmæti eignarhlutar sjóðsins í félaginu. Þegar gengi bréfa Icelandair var í hæstu hæðum nam virði þess hlutar sem sjóðurinn átti um 29 milljörðum en við lokun markaða í gær var markaðsverðmæti hans komið niður í rúmlega tólf milljarða króna. Líkt og Icelandair gerði í afkomuviðvöruninni benda Guðlaugur og Stefán Broddi á að staða flugfélagsins sé enn sterk. „Flugstarfsemi er mjög sveiflukennd og er svo alþjóðleg að það eru margir þættir sem hafa áhrif á hana sem félögin geta ekki stýrt nema að litlu leyti. Félagið hefur boðað að það sé að bregðast við og það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Stefán Broddi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira
„Þetta kom öllum í opna skjöldu. Það er ljóst að samkeppnin hefur haft meiri áhrif á félagið en menn gerðu ráð fyrir og sem dæmi munu hátt í 30 flugfélög fljúga hingað til lands næsta sumar,“ segir Guðlaugur Steinarr Gíslason, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance, um afkomuviðvörunina sem Icelandair Group sendi Kauphöll Íslands fyrir opnun markaða í gær. Skeyti fyrirtækisins varð til þess að hlutabréf Icelandair Group féllu um 24 prósent í verði og 27 milljarðar af markaðsvirði félagsins þurrkuðust út. Gengi hlutabréfa þess nam við lokun markaða 16,8 krónum á hlut og hefur því fallið um 57 prósent á aðeins níu mánuðum. Markaðsvirði félagsins hefur á þeim tíma lækkað um rúmlega 110 milljarða en þegar það stóð hvað hæst voru bréf Icelandair metin á um 195 milljarða.Guðlaugur Steinarr Gíslason, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance.Samkvæmt afkomuviðvöruninni spáir Icelandair Group að EBIDTA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, á árinu 2017 lækki um 30 prósent miðað við væntingar félagsins um rekstur þess í fyrra. Það er lækkun upp á 60 til 70 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúma átta milljarða. „Það er samkeppnin, ekki síst frá lággjaldaflugfélögum, sem er að herja á Icelandair og hafa áhrif á rekstur félagsins og mögulega meira en menn töldu. Bókanir eru minni sem þýðir auðvitað að menn eru að sækja sér flug hjá öðrum fyrirtækjum í meira mæli en áður. Icelandair hefur verið lykilflugfélag og verður það mögulega áfram en það er ljóst að menn eru að láta finna vel fyrir sér í samkeppninni,“ segir Guðlaugur.Stefán Broddi Guðjónsson, yfirmaður greiningardeildar Arion banka.„Skilaboðin í afkomuviðvöruninni eru önnur en við höfum verið að lesa út úr til dæmis flutningatölum síðasta árs. Það er þokkaleg afkoma sem félagið býst við á síðasta fjórðungi 2016 og því kom þetta mjög á óvart eins og sást á markaðnum,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, yfirmaður greiningardeildar Arion banka. Stærstu hluthafar Icelandair eru lífeyrissjóðir en þeir eiga samanlagt meira en helmingshlut. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti einstaki hluthafinn með 14,7 prósenta hlut og því hefur þessi hlutabréfalækkun rýrt verulega verðmæti eignarhlutar sjóðsins í félaginu. Þegar gengi bréfa Icelandair var í hæstu hæðum nam virði þess hlutar sem sjóðurinn átti um 29 milljörðum en við lokun markaða í gær var markaðsverðmæti hans komið niður í rúmlega tólf milljarða króna. Líkt og Icelandair gerði í afkomuviðvöruninni benda Guðlaugur og Stefán Broddi á að staða flugfélagsins sé enn sterk. „Flugstarfsemi er mjög sveiflukennd og er svo alþjóðleg að það eru margir þættir sem hafa áhrif á hana sem félögin geta ekki stýrt nema að litlu leyti. Félagið hefur boðað að það sé að bregðast við og það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Stefán Broddi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira