
Ryðgaðir lyklar
Kannski ert þú sem ert að lesa þennan pistil miklu hæfari til þess verks að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl. Kannski væru skattar lægri, skuldirnar minni, aldraðir ánægðari og veturinn styttri ef þú fengir að ráða. Kannski þarf að hrókera allhressilega til að hinir týndu snillingar alþýðunnar komist í kastljósið og geti hafist handa við að bjarga Íslandi frá glötun.
En á meðan við bíðum eftir því að þeir sem vita betur stígi fram í dagsljósið og leiðrétti alla þessa endemis vitleysu sem við erum endalaust að glíma við, skulum við öll nýta tímann vel.
Í stað þess að röfla yfir því sem aðrir eru ekki að gera, getum við byrjað að gera það sem við erum ekki að gera.
Fjöldi þeirra sem gagnrýna slæma stöðu ríkissjóðs gefa ekki upp alla sína skatta. Þeir kjósa oft svörtu leiðina eða aðrar vafasamar leiðir til að svindla á skattkerfinu. Þeir leysa eigin vanda á kostnað samlanda sinna sem reiða sig á þá þjónustu sem skattpeningar eiga að greiða fyrir. Því fleiri sem reyna í eigingirni að leysa eigin skort með skattsvikum, því lengra eigum við í land með að finna raunhæfar lausnir.
Svo er það fólkið sem kýs að hanga heima í tölvuleikjum, frekar en að finna sér vinnu. Það gerir kröfur um að geta keyrt á góðu malbiki, vilja hafa aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu og menntun þegar því hentar. Það pásar „Call of Duty“ leikinn á meðan það hringir inn í umræðuþætti; gerir skothríð að þingmönnum og bölsótast yfir aðgerðarleysi þeirra í efnahags- og atvinnumálum í stað þess að fara út og anda að sér tækifærunum og efla stöðu almennings.
Margir þeirra sem gagnrýna hvað harðast veikar stoðir heilbrigðiskerfisins reykja eins og strompar, gúffa í sig alls kyns óhollustu, og leyfa líkama sínum að grotna niður í aðgerðaleysi. Mikið fjármagn fer í að tjasla óábyrgu fólki saman, sem hundsar eigið heilbrigði á kostnað almennings á meðan fjöldi fólks sem glímir við ófyrirséð veikindi, andlega sjúkdóma eða afleiðingar alvarlega slysa fær ekki nauðsynlega þjónustu.
Margir gagnrýna opinberlega of litla löggæslu í umferðinni og harma óheppileg umferðarslys, en keyra svo sjálfir eins og fangar á flótta með einn kaldann á kantinum. Fólk vill að ráðamenn vinni hart að því að auka öryggi í umferðinni, en nennir svo ekki einu sinni sjálft að lyfta litla fingri til að gefa stefnuljós og auka þannig eigiðmöryggi og annara.
Fjöldi fólks tjáir sig opinberlega um hungursneyð í heiminum og gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda. Það tímir þó ekki þúsundkalli til að hjálpa fátækum nágranna sínum án þess að fá loforð, helst þrívottað, um skjóta endurgreiðslu.
Svona mætti lengi halda áfram. Í stað þess að kvarta endalaust yfir aðgerðarleysi yfirvalda og embættismanna ættum við að líta í eigin barm. Við ættum að athuga gaumgæfilega hvort við sjálf séum hluti af þeim vanda sem við viljum að aðrir leysi sem fyrst.
Breyting þarf að eiga sér stað á okkar hugarfari. Það getur þó enginn breytt okkur án okkar samþykkis – hvorki ríkisstjórn, prestur eða pistlahöfundur. Við verðum að breyta okkur sjálf og byrja að ganga sjálf í takt við okkar kröfur til annara.
Við erum öll lykilmanneskjur. Við erum öll með lykla sem opna læstar hurðar víða í okkar samfélagi. Sumar eru litlar og aðrar stórar. Við þurfum hvert fyrir sig að taka ábyrgð á okkar eigin lyklakippum. Á kippunum hanga fjölmargir lyklar; sumir áreiðanlega orðnir vel ryðgaðir vegna lítillar notkunar.
Ef við bíðum með að kenna öllum öðrum um vankanta þjóðfélags okkar, í það minnsta á meðan við finnum út úr því hvernig við sjálf getum lagt okkar á vogarskálarnar, er hugsanlegt að hurðir sem lengi hafa verið læstar í okkar þjóðfélagi, hrökkvi skyndilega úr lás.
Skoðun

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar