Skúli Mogensen sér fyrir sér að ókeypis verði í flug í framtíðinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2017 14:27 Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW Air, sér fyrir sér að í framtíðinni muni flugfargjöld ekki verða helsta tekjulind flugfélaga. Hann telur líklegt að ókeypis eða mjög ódýrt verði í flug með þeim tilgangi að fá viðskiptavini til að versla aðra þjónustu við flugfélögin.Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali Business Insider við Skúla Mogensen en flugfélagið býður nú upp á afar ódýrar flugferðir frá Bandaríkjunum en ætlunin er að stækka viðskiptahóp flugfélagsins í Bandaríkjunum. Í viðtalinu segir Skúli að flugferðirnar sjálfar geti verið svokallaðar aðdráttarvörur þar sem vara er seld á lágu verði eða jafnvel undir kostnaðarverði til þess að lokka að viðskiptavini. Skúli segir að flugfélög stefni óðum í þá átt. Þess í stað geti aðaltekjur flugfélaga komið frá sölu á hótelgistingu og leigu á bílum ásamt öðru sem í dag telst vera aukaþjónusta.WOW air hefur verið í örum vexti.Vísir/vilhelmÞráðlaust net ekki væntanlegt um borð í vélum Wow Air Í viðtalinu kemur einnig fram að Skúli geri ekki ráð fyrir því að þráðlaust net verði sett upp um borð í flugvélar WOW Air líkt og mörg flugfélög hafa gert á undanförnum árum. Skúli segir að búnaðurinn sé þungur og dýr auk þess sem að þráðlaust net sé lítið notað um borð í flugvélum. Flugfélagið hafi því ákveðið að sleppa því að setja upp þráðlaust net svo spara mætti eldsneytiskostnað sem skilaði sér í ódýrari fargjöldum. Skúli segir að markmið WOW Air sé að viðskiptavinir flugfélagsins séu meðvitaðir um það að ákveðin þægindi sem önnur flugfélög bjóða upp á séu ekki í boði um borð í flugvélum WOW Air enda sé markmiðið að halda flugfargjöldum sem lægstum. „Maður þarf að vera hreinskilinn við viðskiptavini sína því þá stýrir maður væntingum þeirra. Þeir vita fyrirfram að við bjóðum ekki upp á ókeypis mat, vatn eða þráðlaust net. Þess vegna segjum við þeim að koma með sinn eigin mat, eigið vatn og vera með bíómynd tilbúna í spjaldtölvunni eða fartölvunni,“ segir Skúli. Skúli leggur þó áherslu á að WOW Air veiti engan afslátt af öryggi eða þjónustulund starfsmanna sinna enda sé ókeypis að brosa.Líkt og Vísir hefur greint frá stefnir WOW Air á mikinn vöxt í framtíðinni. Á þessu ári er gert ráð fyrir að flugfélagið muni bæta við sig fimm nýjum flugvélum og þá sé áætlað að fjölga farþegum úr 1,6 milljónum í þrjár milljónir. Jafnframt má búast við því að starfsmannafjöldinn fari yfir 1000 manns. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegum WOW air fjölgaði um 207% Flugfélagið WOW air flutti 173.371 farþega til og frá landinu í desember eða um 207% fleiri farþega en í desember árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir einnig að sætanýting þess í desember hafi verið 86% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 85%. 9. janúar 2017 11:43 Starfsmenn WOW air fá þrettánda mánuðinn greiddan Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að árangurinn hefði ekki náðst nema að því að starfsfólkið hafi allt staðið sig frábærlega. 13. desember 2016 19:15 Skúli valinn viðskiptamaður ársins: Íhugar starfsstöð utan Íslands Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, er viðskiptamaður ársins 2016. Fyrirtæki hans hefur vaxið gríðarlega undanfarið. Á árinu hafa farþegar félagsins verið 1,6 milljónir, þoturnar 12 og áfangastaðirnir yfir 30. 28. desember 2016 10:30 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW Air, sér fyrir sér að í framtíðinni muni flugfargjöld ekki verða helsta tekjulind flugfélaga. Hann telur líklegt að ókeypis eða mjög ódýrt verði í flug með þeim tilgangi að fá viðskiptavini til að versla aðra þjónustu við flugfélögin.Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali Business Insider við Skúla Mogensen en flugfélagið býður nú upp á afar ódýrar flugferðir frá Bandaríkjunum en ætlunin er að stækka viðskiptahóp flugfélagsins í Bandaríkjunum. Í viðtalinu segir Skúli að flugferðirnar sjálfar geti verið svokallaðar aðdráttarvörur þar sem vara er seld á lágu verði eða jafnvel undir kostnaðarverði til þess að lokka að viðskiptavini. Skúli segir að flugfélög stefni óðum í þá átt. Þess í stað geti aðaltekjur flugfélaga komið frá sölu á hótelgistingu og leigu á bílum ásamt öðru sem í dag telst vera aukaþjónusta.WOW air hefur verið í örum vexti.Vísir/vilhelmÞráðlaust net ekki væntanlegt um borð í vélum Wow Air Í viðtalinu kemur einnig fram að Skúli geri ekki ráð fyrir því að þráðlaust net verði sett upp um borð í flugvélar WOW Air líkt og mörg flugfélög hafa gert á undanförnum árum. Skúli segir að búnaðurinn sé þungur og dýr auk þess sem að þráðlaust net sé lítið notað um borð í flugvélum. Flugfélagið hafi því ákveðið að sleppa því að setja upp þráðlaust net svo spara mætti eldsneytiskostnað sem skilaði sér í ódýrari fargjöldum. Skúli segir að markmið WOW Air sé að viðskiptavinir flugfélagsins séu meðvitaðir um það að ákveðin þægindi sem önnur flugfélög bjóða upp á séu ekki í boði um borð í flugvélum WOW Air enda sé markmiðið að halda flugfargjöldum sem lægstum. „Maður þarf að vera hreinskilinn við viðskiptavini sína því þá stýrir maður væntingum þeirra. Þeir vita fyrirfram að við bjóðum ekki upp á ókeypis mat, vatn eða þráðlaust net. Þess vegna segjum við þeim að koma með sinn eigin mat, eigið vatn og vera með bíómynd tilbúna í spjaldtölvunni eða fartölvunni,“ segir Skúli. Skúli leggur þó áherslu á að WOW Air veiti engan afslátt af öryggi eða þjónustulund starfsmanna sinna enda sé ókeypis að brosa.Líkt og Vísir hefur greint frá stefnir WOW Air á mikinn vöxt í framtíðinni. Á þessu ári er gert ráð fyrir að flugfélagið muni bæta við sig fimm nýjum flugvélum og þá sé áætlað að fjölga farþegum úr 1,6 milljónum í þrjár milljónir. Jafnframt má búast við því að starfsmannafjöldinn fari yfir 1000 manns.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegum WOW air fjölgaði um 207% Flugfélagið WOW air flutti 173.371 farþega til og frá landinu í desember eða um 207% fleiri farþega en í desember árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir einnig að sætanýting þess í desember hafi verið 86% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 85%. 9. janúar 2017 11:43 Starfsmenn WOW air fá þrettánda mánuðinn greiddan Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að árangurinn hefði ekki náðst nema að því að starfsfólkið hafi allt staðið sig frábærlega. 13. desember 2016 19:15 Skúli valinn viðskiptamaður ársins: Íhugar starfsstöð utan Íslands Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, er viðskiptamaður ársins 2016. Fyrirtæki hans hefur vaxið gríðarlega undanfarið. Á árinu hafa farþegar félagsins verið 1,6 milljónir, þoturnar 12 og áfangastaðirnir yfir 30. 28. desember 2016 10:30 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Farþegum WOW air fjölgaði um 207% Flugfélagið WOW air flutti 173.371 farþega til og frá landinu í desember eða um 207% fleiri farþega en í desember árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir einnig að sætanýting þess í desember hafi verið 86% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 85%. 9. janúar 2017 11:43
Starfsmenn WOW air fá þrettánda mánuðinn greiddan Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að árangurinn hefði ekki náðst nema að því að starfsfólkið hafi allt staðið sig frábærlega. 13. desember 2016 19:15
Skúli valinn viðskiptamaður ársins: Íhugar starfsstöð utan Íslands Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, er viðskiptamaður ársins 2016. Fyrirtæki hans hefur vaxið gríðarlega undanfarið. Á árinu hafa farþegar félagsins verið 1,6 milljónir, þoturnar 12 og áfangastaðirnir yfir 30. 28. desember 2016 10:30