Starfsmenn WOW air fá þrettánda mánuðinn greiddan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2016 19:15 Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air. vísir/vilhelm Flugfélagið WOW air mun greiða öllum starfsmönnum sínum 13. mánuðinn aukalega um næstu mánaðamót vegna góðs árangurs fyrirtækisins á árinu sem er að líða. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að árangurinn hefði ekki náðst nema að því að starfsfólkið hafi allt staðið sig frábærlega. Starfsmenn sem hafa verið við störf allt árið fá fullan mánuð greiddan, starfsmenn sem hafa lokið sínum reynslutíma hjá fyrirtækinu samkvæmt kjarasamningi og eru með samfelldan ráðningarsamning fá greitt hlutfallslega 13. mánuðinn miðað við starfstíma á árinu. Þeir starfsmenn sem enn eru á reynslutíma og falla því ekki undir skilyrði um greiðslu á 13. mánuðinum fá bókanlega flugmiða fyrir tvo (sig og einn ferðafélaga) í gjöf frá fyrirtækinu. Um 700 manns starfa hjá WOW air og tilkynnti Skúli um þennan bónus til starfsmanna á fjölmennum fundi þeirra í dag. „Það var mikill fögnuður og ánægja með þetta og ég verð nú bara að játa að það er frábær tilfinning að vera kominn í þessa aðstöðu eftir þennan skamma tíma að geta deilt út svona bónus fyrir góðan árangur og jákvæða afkomu, ekki síst vegna þess að það voru nú fáir sem höfðu trú á þessu litla ævintýri okkar,“ segir Skúli í samtali við Vísi en WOW air var stofnað í nóvember 2011.Bæta við sig fimm flugvélum á næsta ári og fjölga starfsmönnum Skúli segir að WOW air sé rétt að byrja. Strax á næsta ári muni flugfélagið bæta við sig fimm nýjum flugvélum og þá sé áætlað að fjölga farþegum úr 1,6 milljónum í þrjár milljónir. Jafnframt má búast við því að starfsmannafjöldinn fari yfir 1000 manns. Nokkuð hefur verið rætt um það undanfarið að styrking krónunnar ógni ferðaþjónustunni sem er orðin stærsta atvinnugrein landsins. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af þessu segir Skúli: „Jú, vissulega. Það er náttúrulega klárt mál að ef að Ísland er orðið dýrasta land í heimi þá mun það setja strik í reikninginn og það mun hafa einhver áhrif og við þurfum að bregðast við því. Ég held hins vegar að við höfum alla burði og getu til þess að stýra þessu í réttan farveg og búa hér til heilbrigðan ferðamannaiðnað sem á að geta haldið áfram að dafna til langs frama.“ Segir sérkennilegt að ekki séu innheimt grunngjöld af stóriðjunni Eitt af því sem Skúli nefnir að kæmi ferðaþjónustunni til góða væri að leyfa að aðgangsgjöld á ákveðnum stöðum en tekjurnar gætu þá nýst í frekari uppbyggingu og að búa til heilbrigðara umhverfi sem myndi koma öllum til góða. „Svo eru það auðvitað innviðirnir allir, umgjörðin og aðkoman í kringum Keflavík er klárlega ábótavant og síðan verð ég að nefna að mér finnst alveg galið að við séum að veita milljarða, ef ekki tug milljarða, ívilnanir, skattaafslætti, niðurfellingu á tryggingagjöldum og öðru, til stóriðjunnar á sama tíma og verið er að tala um hvernig eigi að skattleggja ferðaþjónustuna enn frekar. Hvernig væri að byrja á innheimta allavega grunngjöldin á aðrar atvinnugreinar og þá sér í lagi stóriðjuna? Þetta finnst mér mjög sérkennilegt og hefur einhvern ekki fengið neina umfjöllun.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hagnaður WOW air margfaldast Heildartekjur WOW á fyrstu 9 mánuðum ársins voru 27 milljarðar króna og jukust um 105 prósent á milli ára. 22. nóvember 2016 09:36 350 starfsmenn IKEA fá þrettánda mánuðinn greiddan Bónusinn kostar fyrirtækið níutíu milljónir. 27. nóvember 2016 19:45 WOW air flýgur til Brussel WOW air hóf í dag sölu á flugsætum til Brussel en þann 2. júní næstkomandi mun flugfélagið hefja áætlunarflug til borgarinnar. 2. nóvember 2016 09:13 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Flugfélagið WOW air mun greiða öllum starfsmönnum sínum 13. mánuðinn aukalega um næstu mánaðamót vegna góðs árangurs fyrirtækisins á árinu sem er að líða. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að árangurinn hefði ekki náðst nema að því að starfsfólkið hafi allt staðið sig frábærlega. Starfsmenn sem hafa verið við störf allt árið fá fullan mánuð greiddan, starfsmenn sem hafa lokið sínum reynslutíma hjá fyrirtækinu samkvæmt kjarasamningi og eru með samfelldan ráðningarsamning fá greitt hlutfallslega 13. mánuðinn miðað við starfstíma á árinu. Þeir starfsmenn sem enn eru á reynslutíma og falla því ekki undir skilyrði um greiðslu á 13. mánuðinum fá bókanlega flugmiða fyrir tvo (sig og einn ferðafélaga) í gjöf frá fyrirtækinu. Um 700 manns starfa hjá WOW air og tilkynnti Skúli um þennan bónus til starfsmanna á fjölmennum fundi þeirra í dag. „Það var mikill fögnuður og ánægja með þetta og ég verð nú bara að játa að það er frábær tilfinning að vera kominn í þessa aðstöðu eftir þennan skamma tíma að geta deilt út svona bónus fyrir góðan árangur og jákvæða afkomu, ekki síst vegna þess að það voru nú fáir sem höfðu trú á þessu litla ævintýri okkar,“ segir Skúli í samtali við Vísi en WOW air var stofnað í nóvember 2011.Bæta við sig fimm flugvélum á næsta ári og fjölga starfsmönnum Skúli segir að WOW air sé rétt að byrja. Strax á næsta ári muni flugfélagið bæta við sig fimm nýjum flugvélum og þá sé áætlað að fjölga farþegum úr 1,6 milljónum í þrjár milljónir. Jafnframt má búast við því að starfsmannafjöldinn fari yfir 1000 manns. Nokkuð hefur verið rætt um það undanfarið að styrking krónunnar ógni ferðaþjónustunni sem er orðin stærsta atvinnugrein landsins. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af þessu segir Skúli: „Jú, vissulega. Það er náttúrulega klárt mál að ef að Ísland er orðið dýrasta land í heimi þá mun það setja strik í reikninginn og það mun hafa einhver áhrif og við þurfum að bregðast við því. Ég held hins vegar að við höfum alla burði og getu til þess að stýra þessu í réttan farveg og búa hér til heilbrigðan ferðamannaiðnað sem á að geta haldið áfram að dafna til langs frama.“ Segir sérkennilegt að ekki séu innheimt grunngjöld af stóriðjunni Eitt af því sem Skúli nefnir að kæmi ferðaþjónustunni til góða væri að leyfa að aðgangsgjöld á ákveðnum stöðum en tekjurnar gætu þá nýst í frekari uppbyggingu og að búa til heilbrigðara umhverfi sem myndi koma öllum til góða. „Svo eru það auðvitað innviðirnir allir, umgjörðin og aðkoman í kringum Keflavík er klárlega ábótavant og síðan verð ég að nefna að mér finnst alveg galið að við séum að veita milljarða, ef ekki tug milljarða, ívilnanir, skattaafslætti, niðurfellingu á tryggingagjöldum og öðru, til stóriðjunnar á sama tíma og verið er að tala um hvernig eigi að skattleggja ferðaþjónustuna enn frekar. Hvernig væri að byrja á innheimta allavega grunngjöldin á aðrar atvinnugreinar og þá sér í lagi stóriðjuna? Þetta finnst mér mjög sérkennilegt og hefur einhvern ekki fengið neina umfjöllun.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hagnaður WOW air margfaldast Heildartekjur WOW á fyrstu 9 mánuðum ársins voru 27 milljarðar króna og jukust um 105 prósent á milli ára. 22. nóvember 2016 09:36 350 starfsmenn IKEA fá þrettánda mánuðinn greiddan Bónusinn kostar fyrirtækið níutíu milljónir. 27. nóvember 2016 19:45 WOW air flýgur til Brussel WOW air hóf í dag sölu á flugsætum til Brussel en þann 2. júní næstkomandi mun flugfélagið hefja áætlunarflug til borgarinnar. 2. nóvember 2016 09:13 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Hagnaður WOW air margfaldast Heildartekjur WOW á fyrstu 9 mánuðum ársins voru 27 milljarðar króna og jukust um 105 prósent á milli ára. 22. nóvember 2016 09:36
350 starfsmenn IKEA fá þrettánda mánuðinn greiddan Bónusinn kostar fyrirtækið níutíu milljónir. 27. nóvember 2016 19:45
WOW air flýgur til Brussel WOW air hóf í dag sölu á flugsætum til Brussel en þann 2. júní næstkomandi mun flugfélagið hefja áætlunarflug til borgarinnar. 2. nóvember 2016 09:13