Eru þetta endalok „Trump-batans“? Lars Christensen skrifar 18. janúar 2017 12:15 Ég held yfirleitt ekki að ég geti haft betur en markaðurinn en nú er hins vega nokkuð sem veldur mér áhyggjum: „Trump-batinn“ á bandaríska verðbréfamarkaðnum gæti verið við það að taka enda. Mér virðist að fjárfestar á bandaríska verðbréfamarkaðnum séu að einbeita sér að hugsanlegu afnámi regluverks og skattalækkunum (og fjárfestingum í innviðum). Og auðvitað gæti sú orðið raunin og afnám regluverks og skattalækkanir ættu vissulega að vera fagnaðarefni fyrir bandaríska hagkerfið og bandaríska verðbréfamarkaðinn. En ef það verða gerðar kerfisbreytingar þá verður það vegna þess að meirihluti Repúblíkana í báðum deildum þingsins vill það – ekki vegna Trumps. Trump heldur áfram að fylgja þessum hugmyndum í orði kveðnu en hann hefur sannarlega ekki verið samkvæmur sjálfum sér. Það er ekkert í fortíð Trumps sem segir okkur að hann sé „maður hins frjálsa markaðar“. En hann hefur verið stefnufastur – jafnvel mjög stefnufastur – í boðskap sínum um verndarstefnu og óhróðri um Kínverja. Núna hunsa markaðirnir þetta, og það er kannski ekki rangt að gera það, en ég verð að segja að tal Trumps um 35% tolla hræðir mig verulega og sömuleiðis stöðugar tilraunir hans til að „snapa fæting“ við Kína.Virðingarleysi við leikreglur Annar þáttur sem gæti markað endalok „Trump-batans“ er að ekki aðeins mun Seðlabanki Bandaríkjanna hækka stýrivexti í næstu viku heldur gæti seðlabankinn einnig sent herskárri merki en markaðurinn gerir nú ráð fyrir. Hvað þetta varðar myndi ég sérstaklega fylgjast með verðbólguvæntingum sem hafa í raun hætt að hækka síðan verðbólguvæntingar markaðarins fóru upp fyrir 2% fyrir jól. Í millitíðinni hafa viðskipti á bandarískum verðbréfamörkuðum almennt haldið áfram á (hóflega) hærra verði. Þarna virðist mér vera nokkurt sambandsleysi. Þar að auki er ljóst að Trump ber ekki mikla virðingu fyrir almennum leikreglum. Hann vill kúga bandarísk fyrirtæki til að framleiða í Bandaríkjunum og vill skattleggja hvert það fyrirtæki sem vill framleiða í Kína eða Mexíkó og flytja vörurnar aftur til Bandaríkjanna.Daður við verndarstefnu Með öðrum orðum má segja að Trump styðji viðskipti (að minnsta kosti viðskipti vina sinna) en það er mun síður ljóst hvort hann er markaðssinni eða fylgjandi samkeppni. Þótt afnám hamlandi reglna verði gott fyrir bandaríska hagkerfið er daður hans við verndartollastefnu og hörð afstaða gegn innflytjendum mun neikvæðari. Raunar gætu þessi stefnumál dregið verulega úr langtímahagvexti í bandaríska hagkerfinu. Svo þótt sumt í stefnu Trumps séu góðar fréttir fyrir verðbréfamarkaðina er sannarlega stór hluti stefnunnar sem gæti verið mjög neikvæður fyrir verðbréfamarkaðinn og ef verndarstefnan og stefnan gegn innflytjendum (og sívaxandi fjárlagahalli) verður yfirsterkari en skattalækkanir og afnám regluverks þá gæti „Trump-batinn“ brátt verið fyrir bí. Spurningin er hvort það verði fyrir eða eftir að hann sver eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á föstudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Lars Christensen Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held yfirleitt ekki að ég geti haft betur en markaðurinn en nú er hins vega nokkuð sem veldur mér áhyggjum: „Trump-batinn“ á bandaríska verðbréfamarkaðnum gæti verið við það að taka enda. Mér virðist að fjárfestar á bandaríska verðbréfamarkaðnum séu að einbeita sér að hugsanlegu afnámi regluverks og skattalækkunum (og fjárfestingum í innviðum). Og auðvitað gæti sú orðið raunin og afnám regluverks og skattalækkanir ættu vissulega að vera fagnaðarefni fyrir bandaríska hagkerfið og bandaríska verðbréfamarkaðinn. En ef það verða gerðar kerfisbreytingar þá verður það vegna þess að meirihluti Repúblíkana í báðum deildum þingsins vill það – ekki vegna Trumps. Trump heldur áfram að fylgja þessum hugmyndum í orði kveðnu en hann hefur sannarlega ekki verið samkvæmur sjálfum sér. Það er ekkert í fortíð Trumps sem segir okkur að hann sé „maður hins frjálsa markaðar“. En hann hefur verið stefnufastur – jafnvel mjög stefnufastur – í boðskap sínum um verndarstefnu og óhróðri um Kínverja. Núna hunsa markaðirnir þetta, og það er kannski ekki rangt að gera það, en ég verð að segja að tal Trumps um 35% tolla hræðir mig verulega og sömuleiðis stöðugar tilraunir hans til að „snapa fæting“ við Kína.Virðingarleysi við leikreglur Annar þáttur sem gæti markað endalok „Trump-batans“ er að ekki aðeins mun Seðlabanki Bandaríkjanna hækka stýrivexti í næstu viku heldur gæti seðlabankinn einnig sent herskárri merki en markaðurinn gerir nú ráð fyrir. Hvað þetta varðar myndi ég sérstaklega fylgjast með verðbólguvæntingum sem hafa í raun hætt að hækka síðan verðbólguvæntingar markaðarins fóru upp fyrir 2% fyrir jól. Í millitíðinni hafa viðskipti á bandarískum verðbréfamörkuðum almennt haldið áfram á (hóflega) hærra verði. Þarna virðist mér vera nokkurt sambandsleysi. Þar að auki er ljóst að Trump ber ekki mikla virðingu fyrir almennum leikreglum. Hann vill kúga bandarísk fyrirtæki til að framleiða í Bandaríkjunum og vill skattleggja hvert það fyrirtæki sem vill framleiða í Kína eða Mexíkó og flytja vörurnar aftur til Bandaríkjanna.Daður við verndarstefnu Með öðrum orðum má segja að Trump styðji viðskipti (að minnsta kosti viðskipti vina sinna) en það er mun síður ljóst hvort hann er markaðssinni eða fylgjandi samkeppni. Þótt afnám hamlandi reglna verði gott fyrir bandaríska hagkerfið er daður hans við verndartollastefnu og hörð afstaða gegn innflytjendum mun neikvæðari. Raunar gætu þessi stefnumál dregið verulega úr langtímahagvexti í bandaríska hagkerfinu. Svo þótt sumt í stefnu Trumps séu góðar fréttir fyrir verðbréfamarkaðina er sannarlega stór hluti stefnunnar sem gæti verið mjög neikvæður fyrir verðbréfamarkaðinn og ef verndarstefnan og stefnan gegn innflytjendum (og sívaxandi fjárlagahalli) verður yfirsterkari en skattalækkanir og afnám regluverks þá gæti „Trump-batinn“ brátt verið fyrir bí. Spurningin er hvort það verði fyrir eða eftir að hann sver eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á föstudaginn.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun