Afstaða Íslands hafði áhrif – Stórmerkur dómur Evrópudómstólsins Stefán Pálsson skrifar 27. desember 2016 07:00 Þann 21. desember sl. felldi Evrópudómstóllinn veigamikinn dóm varðandi viðskiptasamning Marokkó og Evrópusambandsins. Dómurinn er á þá leið að samningurinn nái ekki til varnings sem framleiddur er í hinu hernumda landi Vestur-Sahara. Þetta er stórsigur fyrir Saharawi-þjóðina, sem berst gegn hernámi lands síns en að sama skapi mikið áfall fyrir stjórnvöld í Marokkó. Vestur-Sahara hefur verið kallað síðasta nýlendan í Afríku, en Marokkó lagði landið undir sig með hervaldi eftir að spænskum yfirráðum lauk þar árið 1975. Frá þeim tíma hefur gegndarlaus rányrkja á auðlindum Vestur-Sahara átt sér stað, auk þess sem Marokkóstjórn hefur reynt að fá alþjóðasamfélagið til að viðurkenna landvinninga sína. Hernámið er skýlaust brot á alþjóðalögum og fer fram í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, en hernaðarlegir og efnahagslegir hagsmunir stórþjóðanna, einkum Frakka, hefur orðið til þess að Marokkó hefur fengið að fara sínu fram. Saharawi-fólkið, hinir réttmætu eigendur landsins, hefur lagt mikla áherslu á að fríverslunarsamningar Marokkó við önnur ríki geti ekki náð til hernuminna svæða og um það var tekist í dómsmáli þessu. Fyrir okkur Íslendinga er áhugavert og um leið gleðilegt að vita að meðal þeirra gagna sem lágu til grundvallar í málflutningnum var yfirlýsing utanríkisráðherra Íslands í umræðum á Alþingi fyrr á þessu ári. Þar staðfesti Lilja Dögg Alfreðsdóttir þann skilning Íslands að viðskiptasamningar við Marokkó tækju ekki til hernumins lands. Gott er að sjá svo áþreifanlegt dæmi um að afstaða Íslands geti haft bein áhrif til góðs fyrir baráttu valdalausrar smáþjóðar. Alþingi hefur falið utanríkisráðherra að beita sér í málefnum Vestur-Sahara og tryggja að sjálfsákvörðunarréttur íbúanna verði tryggður. Vonandi verður haldið áfram á þeirri braut. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Mest lesið Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 21. desember sl. felldi Evrópudómstóllinn veigamikinn dóm varðandi viðskiptasamning Marokkó og Evrópusambandsins. Dómurinn er á þá leið að samningurinn nái ekki til varnings sem framleiddur er í hinu hernumda landi Vestur-Sahara. Þetta er stórsigur fyrir Saharawi-þjóðina, sem berst gegn hernámi lands síns en að sama skapi mikið áfall fyrir stjórnvöld í Marokkó. Vestur-Sahara hefur verið kallað síðasta nýlendan í Afríku, en Marokkó lagði landið undir sig með hervaldi eftir að spænskum yfirráðum lauk þar árið 1975. Frá þeim tíma hefur gegndarlaus rányrkja á auðlindum Vestur-Sahara átt sér stað, auk þess sem Marokkóstjórn hefur reynt að fá alþjóðasamfélagið til að viðurkenna landvinninga sína. Hernámið er skýlaust brot á alþjóðalögum og fer fram í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, en hernaðarlegir og efnahagslegir hagsmunir stórþjóðanna, einkum Frakka, hefur orðið til þess að Marokkó hefur fengið að fara sínu fram. Saharawi-fólkið, hinir réttmætu eigendur landsins, hefur lagt mikla áherslu á að fríverslunarsamningar Marokkó við önnur ríki geti ekki náð til hernuminna svæða og um það var tekist í dómsmáli þessu. Fyrir okkur Íslendinga er áhugavert og um leið gleðilegt að vita að meðal þeirra gagna sem lágu til grundvallar í málflutningnum var yfirlýsing utanríkisráðherra Íslands í umræðum á Alþingi fyrr á þessu ári. Þar staðfesti Lilja Dögg Alfreðsdóttir þann skilning Íslands að viðskiptasamningar við Marokkó tækju ekki til hernumins lands. Gott er að sjá svo áþreifanlegt dæmi um að afstaða Íslands geti haft bein áhrif til góðs fyrir baráttu valdalausrar smáþjóðar. Alþingi hefur falið utanríkisráðherra að beita sér í málefnum Vestur-Sahara og tryggja að sjálfsákvörðunarréttur íbúanna verði tryggður. Vonandi verður haldið áfram á þeirri braut. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun