Liv maður ársins hjá Frjálsri verslun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2016 13:44 Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2016 hjá Frjálsri verslun. Afar fróðlegt og yfirgripsmikið viðtal er við hana í áramótablaði Frjálsrar verslunar. Frjáls Verslun Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2016, að mati dómnefndar Frjálsrar verslunar. Liv hefur á tíu árum byggt Nova úr engu í að verða um 16 milljarða króna virði. Verðlaunin verða afhent formlega í dag í veislu sem Frjáls verslun heldur Liv til heiðurs. Svo segir í tilkynningu frá Frjálsri verslun. Árni Oddur Þórðarsson, forstjóri Marel, hlaut verðlaunin í fyrra og athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson á Siglufirði árið áður. Í mati dómnefndar kemur fram að Liv hljóti þennan heiður fyrir stórhug, uppbyggingu á stórfyrirtæki frá grunni, útsjónarsemi, áræði við að brjóta upp fákeppni og framúrskarandi hæfileika í stjórnun sem kristallast í liðsheild, gleði og samhug starfsmanna og hafa gert Nova að verðmætu og eftirsóknarverðu fyrirtæki meðal fjárfesta. Að neðan má sjá tilkynninguna frá Frjálsri verslun Það var mikil viðurkenning fyrir Liv og starfsmenn Nova þegar bandaríska eignastýringarfyrirtækið Pt Capital Advisors keypti hlut Novator í Nova í október fyrir um 16 milljarða króna. Það skal áréttað að salan er ekki að fullu gengin í gegn. Tekjur Nova verða um 8,4 milljarðar króna á árinu og hafa næstum sjöfaldast frá 2008. Hagnaður þessa árs er á annan milljarð – en félagið hefur notið samfellds hagnaðar sex ár í röð.Nova hefur 15% markaðshlutdeild á fjarskiptamarkaði en um 35% hlut á farsímamarkaði. Viðskiptavinir Nova eru yfir 150 þúsund. Nova hefur til þessa aðeins starfað á farsímamarkaði en tekur núna skrefið inn á netmarkaðinn með ljósleiðaraþjónustu. Félagið tók þátt í snjallvæðingu farsímans á Íslandi með því að leiða uppbyggingu 3G- og 4G-þjónustu. Núna er stefnan sett á að snjallvæða heimilin en sífellt fleiri tæki á heimilum verða nettengd í framtíðinni. Þetta er í 29. sinn sem Frjáls verslun stendur að þessari útnefningu og eru þetta elstu verðlaun í viðskiptalífinu á Íslandi. Á Liv hafa hlaðist verðlaun á undanförnum árum. Hún hefur verið valin markaðsmaður ársins, fengið FKA-viðurkenninguna, viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og núna bætist stóra rósin í hnappagatið; maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi hjá Frjálsri verslun. Að auki hefur Nova mælst með ánægðustu viðskiptavinina á farsímamarkaði sjö ár í röð, samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni, og Nova hefur tvisvar verið valið markaðsfyrirtæki ársins. Gleðin er kjarninn í Nova og er henni beitt sem samkeppnisvopni. Lagt er upp úr því að bæði starfsmenn og viðskiptavinir séu ánægðir. Liv hefur tekist einstaklega vel að byggja upp liðsheild og samhug starfsmanna. Alls 137 stöðugildi eru hjá Nova, þar af um 70 í sölu og þjónustu við viðskiptavini. Liv er í yfirgripsmiklu viðtali í áramótablaði Frjálsrar verslunar og þar kemur fram að hún þakkar það samstarfsfólki sínu að vera valin maður ársins í atvinnulífinu hjá Frjálsri verslun. Hún segir að þetta sé fyrst og fremst viðurkenning fyrir starfsmenn Nova. Einn nánasti samstarfsmaður hennar við uppbyggingu Nova – og sá sem hóf reksturinn með henni í upphafi árið 2006; Jóakim Reynisson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Nova, lýsir Liv þannig að hún sé einstaklega fær í að sjá stóru myndina. Beðinn að lýsa Liv í sex orðum segir hann: „Skemmtileg, hugmyndarík, kappsfull, lausnamiðuð, vinnusöm og mjög félagslynd.“ Eiginmaður Liv er Sverrir Viðar Hauksson, framkvæmdastjóri hjá Lýsingu, og eru börn þeirra fjögur. Fyrir átti Sverrir tvö og Liv eitt. Saman eiga þau Sverri Konráð, tólf ára. Verðlaunin verða afhent formlega í dag, 29. desember, kl. 16:00 á Radisson Blu Sögu, í veislu sem Frjáls verslun heldur Liv til heiðurs. Fréttir ársins 2016 Íslenska ánægjuvogin Tengdar fréttir Grímur maður ársins hjá Frjálsri verslun Grímur Sæmundsson forstjóri Bláa Lónsins hefur verið valinn maður ársins af dómnefn Frjálsrar verslunnar. 30. desember 2013 16:23 Frjáls verslun: Árni Oddur maður ársins í atvinnulífinu Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2015, að mati Frjálsrar verslunar. 29. desember 2015 11:31 Róbert maður ársins hjá Frjálsri verslun Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2014. 29. desember 2014 10:48 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2016, að mati dómnefndar Frjálsrar verslunar. Liv hefur á tíu árum byggt Nova úr engu í að verða um 16 milljarða króna virði. Verðlaunin verða afhent formlega í dag í veislu sem Frjáls verslun heldur Liv til heiðurs. Svo segir í tilkynningu frá Frjálsri verslun. Árni Oddur Þórðarsson, forstjóri Marel, hlaut verðlaunin í fyrra og athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson á Siglufirði árið áður. Í mati dómnefndar kemur fram að Liv hljóti þennan heiður fyrir stórhug, uppbyggingu á stórfyrirtæki frá grunni, útsjónarsemi, áræði við að brjóta upp fákeppni og framúrskarandi hæfileika í stjórnun sem kristallast í liðsheild, gleði og samhug starfsmanna og hafa gert Nova að verðmætu og eftirsóknarverðu fyrirtæki meðal fjárfesta. Að neðan má sjá tilkynninguna frá Frjálsri verslun Það var mikil viðurkenning fyrir Liv og starfsmenn Nova þegar bandaríska eignastýringarfyrirtækið Pt Capital Advisors keypti hlut Novator í Nova í október fyrir um 16 milljarða króna. Það skal áréttað að salan er ekki að fullu gengin í gegn. Tekjur Nova verða um 8,4 milljarðar króna á árinu og hafa næstum sjöfaldast frá 2008. Hagnaður þessa árs er á annan milljarð – en félagið hefur notið samfellds hagnaðar sex ár í röð.Nova hefur 15% markaðshlutdeild á fjarskiptamarkaði en um 35% hlut á farsímamarkaði. Viðskiptavinir Nova eru yfir 150 þúsund. Nova hefur til þessa aðeins starfað á farsímamarkaði en tekur núna skrefið inn á netmarkaðinn með ljósleiðaraþjónustu. Félagið tók þátt í snjallvæðingu farsímans á Íslandi með því að leiða uppbyggingu 3G- og 4G-þjónustu. Núna er stefnan sett á að snjallvæða heimilin en sífellt fleiri tæki á heimilum verða nettengd í framtíðinni. Þetta er í 29. sinn sem Frjáls verslun stendur að þessari útnefningu og eru þetta elstu verðlaun í viðskiptalífinu á Íslandi. Á Liv hafa hlaðist verðlaun á undanförnum árum. Hún hefur verið valin markaðsmaður ársins, fengið FKA-viðurkenninguna, viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og núna bætist stóra rósin í hnappagatið; maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi hjá Frjálsri verslun. Að auki hefur Nova mælst með ánægðustu viðskiptavinina á farsímamarkaði sjö ár í röð, samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni, og Nova hefur tvisvar verið valið markaðsfyrirtæki ársins. Gleðin er kjarninn í Nova og er henni beitt sem samkeppnisvopni. Lagt er upp úr því að bæði starfsmenn og viðskiptavinir séu ánægðir. Liv hefur tekist einstaklega vel að byggja upp liðsheild og samhug starfsmanna. Alls 137 stöðugildi eru hjá Nova, þar af um 70 í sölu og þjónustu við viðskiptavini. Liv er í yfirgripsmiklu viðtali í áramótablaði Frjálsrar verslunar og þar kemur fram að hún þakkar það samstarfsfólki sínu að vera valin maður ársins í atvinnulífinu hjá Frjálsri verslun. Hún segir að þetta sé fyrst og fremst viðurkenning fyrir starfsmenn Nova. Einn nánasti samstarfsmaður hennar við uppbyggingu Nova – og sá sem hóf reksturinn með henni í upphafi árið 2006; Jóakim Reynisson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Nova, lýsir Liv þannig að hún sé einstaklega fær í að sjá stóru myndina. Beðinn að lýsa Liv í sex orðum segir hann: „Skemmtileg, hugmyndarík, kappsfull, lausnamiðuð, vinnusöm og mjög félagslynd.“ Eiginmaður Liv er Sverrir Viðar Hauksson, framkvæmdastjóri hjá Lýsingu, og eru börn þeirra fjögur. Fyrir átti Sverrir tvö og Liv eitt. Saman eiga þau Sverri Konráð, tólf ára. Verðlaunin verða afhent formlega í dag, 29. desember, kl. 16:00 á Radisson Blu Sögu, í veislu sem Frjáls verslun heldur Liv til heiðurs.
Fréttir ársins 2016 Íslenska ánægjuvogin Tengdar fréttir Grímur maður ársins hjá Frjálsri verslun Grímur Sæmundsson forstjóri Bláa Lónsins hefur verið valinn maður ársins af dómnefn Frjálsrar verslunnar. 30. desember 2013 16:23 Frjáls verslun: Árni Oddur maður ársins í atvinnulífinu Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2015, að mati Frjálsrar verslunar. 29. desember 2015 11:31 Róbert maður ársins hjá Frjálsri verslun Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2014. 29. desember 2014 10:48 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Grímur maður ársins hjá Frjálsri verslun Grímur Sæmundsson forstjóri Bláa Lónsins hefur verið valinn maður ársins af dómnefn Frjálsrar verslunnar. 30. desember 2013 16:23
Frjáls verslun: Árni Oddur maður ársins í atvinnulífinu Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2015, að mati Frjálsrar verslunar. 29. desember 2015 11:31
Róbert maður ársins hjá Frjálsri verslun Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2014. 29. desember 2014 10:48
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent