Egyptar fleyta pundinu Lars Christensen skrifar 14. desember 2016 09:00 Egyptar tóku djarfa en rétta ákvörðun í síðasta mánuði með því að taka upp fljótandi gengi pundsins. Þessi aðgerð gat ekki annað en orðið óvinsæl því gjaldmiðillinn féll þegar í stað um 48 prósent gagnvart bandaríska dollarnum og missti þannig helming verðgildis síns. Afleiðingin var skyndileg verðhækkun á almennum neysluvörum sem lækkaði kaupmátt margra Egypta, jafnt fátækra sem miðstéttarfólks. Þetta er vissulega sorglegt en við verðum að huga að hinum kostinum. Að halda þeirri stefnu áfram að reyna að festa egypska pundið við allt of hátt gengi jafngilti sífellt hertari peningamálastefnu. Það þrýsti á heildareftirspurnina á sama tíma og hagkerfið þurfti að takast á við neikvæðan framboðsskell vegna mikillar pólitískrar óvissu og skorts á grundvallarumbótum. Í raun hafði egypska hagkerfið undanfarin ár lent í kreppuverðbólgu – ástandi þar sem verðbólga hefur aukist vegna neikvæðs framboðsskells og sífellt hertari peningamálastefna veldur því að hagvöxtur minnkar. Með því að fleyta pundinu hafa Egyptar að minnsta kosti numið úr gildi peningahömlur á heildareftirspurnina. Það var áfall fyrir flesta Egypta þegar pundið var sett á flot og þeir sáu helming verðgildis þess gufa upp á nokkrum mínútum. En það er þess virði að hafa í huga að fyrir land með veikar pólitískar stofnanir og veikt hagkerfi er algerlega nauðsynlegt að hafa veikan gjaldmiðil líka. Fall pundsins orsakaðist í raun ekki af þeirri ákvörðun egypska seðlabankans að taka upp fljótandi gengi. Þetta var ekki gengisfelling – það var markaðurinn sem ákvarðaði hvert grunnvirði gjaldmiðilsins væri, byggt á ástandi egypska hagkerfisins og gæðum (eða öllu heldur gæðaskorti) egypskra stofnana. Þess vegna ættu egypsk stjórnvöld alls ekki að reyna að styðja pundið með því að taka aftur upp inngrip á gjaldeyrismörkuðunum. Þess í stað ættu þau að reyna að gera gjaldmiðilinn stöðugan með efnahagslegum og pólitískum umbótum. Og lærdómurinn fyrir Ísland? Lærið að meta hina fljótandi krónu. Og ef þið viljið að hún sé sterk gætið þess þá að draga úr pólitískri óvissu og koma á kerfisumbótum. Það ætti að vera auðveldara en í Egyptalandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Egyptar tóku djarfa en rétta ákvörðun í síðasta mánuði með því að taka upp fljótandi gengi pundsins. Þessi aðgerð gat ekki annað en orðið óvinsæl því gjaldmiðillinn féll þegar í stað um 48 prósent gagnvart bandaríska dollarnum og missti þannig helming verðgildis síns. Afleiðingin var skyndileg verðhækkun á almennum neysluvörum sem lækkaði kaupmátt margra Egypta, jafnt fátækra sem miðstéttarfólks. Þetta er vissulega sorglegt en við verðum að huga að hinum kostinum. Að halda þeirri stefnu áfram að reyna að festa egypska pundið við allt of hátt gengi jafngilti sífellt hertari peningamálastefnu. Það þrýsti á heildareftirspurnina á sama tíma og hagkerfið þurfti að takast á við neikvæðan framboðsskell vegna mikillar pólitískrar óvissu og skorts á grundvallarumbótum. Í raun hafði egypska hagkerfið undanfarin ár lent í kreppuverðbólgu – ástandi þar sem verðbólga hefur aukist vegna neikvæðs framboðsskells og sífellt hertari peningamálastefna veldur því að hagvöxtur minnkar. Með því að fleyta pundinu hafa Egyptar að minnsta kosti numið úr gildi peningahömlur á heildareftirspurnina. Það var áfall fyrir flesta Egypta þegar pundið var sett á flot og þeir sáu helming verðgildis þess gufa upp á nokkrum mínútum. En það er þess virði að hafa í huga að fyrir land með veikar pólitískar stofnanir og veikt hagkerfi er algerlega nauðsynlegt að hafa veikan gjaldmiðil líka. Fall pundsins orsakaðist í raun ekki af þeirri ákvörðun egypska seðlabankans að taka upp fljótandi gengi. Þetta var ekki gengisfelling – það var markaðurinn sem ákvarðaði hvert grunnvirði gjaldmiðilsins væri, byggt á ástandi egypska hagkerfisins og gæðum (eða öllu heldur gæðaskorti) egypskra stofnana. Þess vegna ættu egypsk stjórnvöld alls ekki að reyna að styðja pundið með því að taka aftur upp inngrip á gjaldeyrismörkuðunum. Þess í stað ættu þau að reyna að gera gjaldmiðilinn stöðugan með efnahagslegum og pólitískum umbótum. Og lærdómurinn fyrir Ísland? Lærið að meta hina fljótandi krónu. Og ef þið viljið að hún sé sterk gætið þess þá að draga úr pólitískri óvissu og koma á kerfisumbótum. Það ætti að vera auðveldara en í Egyptalandi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun