Ferðamennska: Ofnýtt auðlind Þórólfur Matthíasson skrifar 15. desember 2016 07:00 Sambúð Íslendinga við landið, fiskinn, krónuna og hvers við annan hefur verið afar skrykkjótt. Upp úr 1960 urðu miklar framfarir í veiðum og vinnslu síldar. Í kjölfarið hófst gríðarleg sókn í norsku sumargotssíldina, síldin fór spriklandi í söltun, mjöl og lýsi. Gjaldeyrir streymdi inn til landsins, gengi krónunnar styrktist. Góðæri ríkti. En síldarstofninn stóð ekki af sér ofsókn Íslendinga, Norðmanna og Rússa og hrundi árið 1968. Íslensk stjórnvöld brugðust við með tveimur 50 prósenta gengisfellingum og stórfelldum millifærslum og niðurskurði. Raungengi og lífskjör hröpuðu. Í kjölfar útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 og 200 sjómílur fylgdi mikil fjárfesting í skuttogurum og hafnarmannvirkjum. Afli Íslendinga jókst og gjaldeyrir streymdi til landsins. Gengi krónunnar styrktist og góðæri ríkti. En að því kom að þorskstofninn þoldi ekki ofsóknina og var að hruni kominn upp úr 1982-3. Eftir raungengisris komu timburmennirnir með tilheyrandi lífskjaraskerðingu og atvinnuleysi. Upp úr 2000 hófst útrás fjármálavíkinganna með stuðningi forsetaembættis og annarra stjórnvalda. Það ferðalag einkenndist af ofrisi krónunnar og harkalegu falli og óþarfi að rekja þá sögu frekar. Hagfelld ytri áhrif (lágt gengi krónunnar fyrst eftir hrun, órói á hefðbundnum ferðamannastöðum við sunnanvert Miðjarðarhaf, lágt eldsneytisverð) og markviss markaðssetning stjórnvalda (m.a. með niðurgreiðslu á gerð Hollywood-kvikmynda!) og stórra ferðaþjónustuaðila eru grundvöllur mikillar fjölgunar ferðamanna á Íslandi. Gjaldeyririnn streymir inn og gengið styrkist. Seðlabankinn reynir að halda aftur af gengisstyrkingu krónunnar með ærnum kostnaði (líklega um 25-50 milljarðar á ári vegna kostnaðar við gjaldeyrisvarasjóðinn). Þeir sem muna ófarir fyrri ára eru þegar farnir að tala um að nýtt hrun sé í uppsiglingu. Að flugfélögin munu ofnýta ferðamannaauðlindina með sama hætti og útgerðin ofnýtti síldina og þorskinn og fjármálavíkingarnir trúgirni erlendra sparifjáreigenda. Að gengi krónunnar muni hækka uns ferðamenn finna sér aðra afþreyingu en að láta okra á sér á Íslandi. Að gengi krónunnar muni hækka uns hátæknifyrirtæki og tölvuleikjaframleiðendur flytja starfsemi úr landi. Að gengi krónunnar muni þrengja að útflutningsstarfsemi. Að gengi krónunnar verði svo hátt að útflutningsfyrirtækin pakki saman og hverfi til annarra landa eða leggi upp laupana. Sagan frá 1968 og 1982 og 2008 segir okkur að þessi dapra sviðsmynd getur orðið að raunveruleika, en hún þarf þess ekki. Ef það á að koma í veg fyrir ofris og fall krónunnar verður að hækka kostnað þeirra fyrirtækja sem stunda ferðamannarányrkju án þess að hækka um leið kostnað allra annarra fyrirtækja. Það er hægt, en ekki með því að láta gengið hækka og hækka. Einfaldasta og nærtækasta aðferðin er að hækka komugjöld til landsins og hækka gistináttagjald og setja virðisaukaskatt á gistiþjónustu og veitingaþjónustu í hærra þrep þess skatts. Séu þessar aðgerðir útfærðar með réttum hætti ætti að vera möguleiki að reka sjálfbæra ferðaþjónustu og fjölbreytta útflutningsvöruframleiðslu hér á landi án þess að ferðaþjónustan eyðileggi rekstrargrundvöll annarra útflutningsgreina. Sé ekkert að gert er hætt við nýrri sveiflu raungengis og lífskjara.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórólfur Matthíasson Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Sjá meira
Sambúð Íslendinga við landið, fiskinn, krónuna og hvers við annan hefur verið afar skrykkjótt. Upp úr 1960 urðu miklar framfarir í veiðum og vinnslu síldar. Í kjölfarið hófst gríðarleg sókn í norsku sumargotssíldina, síldin fór spriklandi í söltun, mjöl og lýsi. Gjaldeyrir streymdi inn til landsins, gengi krónunnar styrktist. Góðæri ríkti. En síldarstofninn stóð ekki af sér ofsókn Íslendinga, Norðmanna og Rússa og hrundi árið 1968. Íslensk stjórnvöld brugðust við með tveimur 50 prósenta gengisfellingum og stórfelldum millifærslum og niðurskurði. Raungengi og lífskjör hröpuðu. Í kjölfar útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 og 200 sjómílur fylgdi mikil fjárfesting í skuttogurum og hafnarmannvirkjum. Afli Íslendinga jókst og gjaldeyrir streymdi til landsins. Gengi krónunnar styrktist og góðæri ríkti. En að því kom að þorskstofninn þoldi ekki ofsóknina og var að hruni kominn upp úr 1982-3. Eftir raungengisris komu timburmennirnir með tilheyrandi lífskjaraskerðingu og atvinnuleysi. Upp úr 2000 hófst útrás fjármálavíkinganna með stuðningi forsetaembættis og annarra stjórnvalda. Það ferðalag einkenndist af ofrisi krónunnar og harkalegu falli og óþarfi að rekja þá sögu frekar. Hagfelld ytri áhrif (lágt gengi krónunnar fyrst eftir hrun, órói á hefðbundnum ferðamannastöðum við sunnanvert Miðjarðarhaf, lágt eldsneytisverð) og markviss markaðssetning stjórnvalda (m.a. með niðurgreiðslu á gerð Hollywood-kvikmynda!) og stórra ferðaþjónustuaðila eru grundvöllur mikillar fjölgunar ferðamanna á Íslandi. Gjaldeyririnn streymir inn og gengið styrkist. Seðlabankinn reynir að halda aftur af gengisstyrkingu krónunnar með ærnum kostnaði (líklega um 25-50 milljarðar á ári vegna kostnaðar við gjaldeyrisvarasjóðinn). Þeir sem muna ófarir fyrri ára eru þegar farnir að tala um að nýtt hrun sé í uppsiglingu. Að flugfélögin munu ofnýta ferðamannaauðlindina með sama hætti og útgerðin ofnýtti síldina og þorskinn og fjármálavíkingarnir trúgirni erlendra sparifjáreigenda. Að gengi krónunnar muni hækka uns ferðamenn finna sér aðra afþreyingu en að láta okra á sér á Íslandi. Að gengi krónunnar muni hækka uns hátæknifyrirtæki og tölvuleikjaframleiðendur flytja starfsemi úr landi. Að gengi krónunnar muni þrengja að útflutningsstarfsemi. Að gengi krónunnar verði svo hátt að útflutningsfyrirtækin pakki saman og hverfi til annarra landa eða leggi upp laupana. Sagan frá 1968 og 1982 og 2008 segir okkur að þessi dapra sviðsmynd getur orðið að raunveruleika, en hún þarf þess ekki. Ef það á að koma í veg fyrir ofris og fall krónunnar verður að hækka kostnað þeirra fyrirtækja sem stunda ferðamannarányrkju án þess að hækka um leið kostnað allra annarra fyrirtækja. Það er hægt, en ekki með því að láta gengið hækka og hækka. Einfaldasta og nærtækasta aðferðin er að hækka komugjöld til landsins og hækka gistináttagjald og setja virðisaukaskatt á gistiþjónustu og veitingaþjónustu í hærra þrep þess skatts. Séu þessar aðgerðir útfærðar með réttum hætti ætti að vera möguleiki að reka sjálfbæra ferðaþjónustu og fjölbreytta útflutningsvöruframleiðslu hér á landi án þess að ferðaþjónustan eyðileggi rekstrargrundvöll annarra útflutningsgreina. Sé ekkert að gert er hætt við nýrri sveiflu raungengis og lífskjara.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun