Körfubolti

Clippers með endurkomusigur | Sjö í röð hjá Warriors

Blake Griffin fór fyrir sínum mönnum í nótt.
Blake Griffin fór fyrir sínum mönnum í nótt. vísir/getty
Los Angeles Clippers náði toppsæti Vesturriðilsins í NBA-deildinni og um leið besta sigurhlutfalli deildarinnar með 102-95 sigri á Chicago Bulls í Staples Center í nótt.

Lærisveinar Doc Rivers hafa farið vel af stað á þessu tímabili en þeir náðu að snúa taflinu við á heimavelli í nótt eftir að hafa lent 19 stigum undir í fyrri hálfleik.

Blake Griffin fór fyrir liði Clippers með 26 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar en Marreese Speights átti stóran þátt í sigrinum með framlagi sínu af bekknum, 16 stig á aðeins 18 mínútum.

Golden State Warriors er byrjað að finna taktinn með Kevin Durant innanborðs en liðið vann í nótt sjöunda leik sinn í röð þrátt fyrir að hafa glutrað niður góðu forskoti í fjórða leikhluta.

Milwaukee Bucks fékk færi á lokasókn þegar tíu sekúndur voru eftir þegar munurinn var aðeins tvö stig en góð varnarvinna Draymond Green bjargaði Golden State og tryggði 121-124 sigur.

Helstu tilþrif kvöldsins má sjá hér fyrir neðan.

Úrslit kvöldsins:

Houston Rockets 111-102 Utah Jazz

New Orleans Pelicans 121-116 Charlotte Hornets

Washington Wizards 111-114 Miami Heat

Orlando Magic 95-87 Dallas Mavericks

Detroit Pistons 92-94 Boston Celtics

Philadelphia 76ers 120-105 Phoenix Suns

Memphis Grizzlies 93-71 Minnesota Timberwolves

Milwaukee Bucks 121-124 Golden State Warriors

Los Angeles Clippers 102-95 Chicago Bulls

Bestu tilþrifin: Griffin með svakalega troðslu yfir Lopez: Horford var mikilvægur á báðum endum vallarins undir lokin:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×