Fótbolti

Leicester komið áfram og búið að vinna riðilinn | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leicester-menn hafa verið frábærir í Meistaradeildinni.
Leicester-menn hafa verið frábærir í Meistaradeildinni. vísir/getty
Leicester City er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Club Brugge á King Power vellinum í kvöld.

Leicester er ekki bara komið áfram heldur fer liðið áfram sem sigurvegari í G-riðli.

Leicester byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og Shinji Okazaki kom liðinu yfir strax á 5. mínútu. Eftir hálftíma leik kom Riyad Mahrez Refunum í 2-0 með marki úr vítaspyrnu. Þetta var fjórða mark Alsíringsins í Meistaradeildinni.

José Izquierdo hleypti spennu í leikinn þegar hann minnkaði muninn með frábæru skoti á 52. mínútu en nær komust Belgarnir ekki. Þeir geta þó stærst sig af því að vera fyrsta og eina liðið sem hefur skorað gegn Leicester í Meistaradeildinni.

Leicester mætir Porto á útivelli í lokaumferðinni. Á sama tíma eigast Club Brugge og FC Köbenhavn við. Porto og FCK berjast um 2. sæti riðilsins.

Leicester 1-0 Club Brugge Leicester 2-0 Club Brugge Leicester 2-1 Club Brugge



Fleiri fréttir

Sjá meira


×