Körfubolti

Westbrook með þrefalda tvennu að meðaltali í leik

Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder er að eiga einstakt tímabil í NBA-deildinni.

Í nótt skoraði hann 27 stig, tók 18 fráköst og gaf 14 stoðsendingar í sigri Thunder á NY Knicks.

Þetta eru algjörlega ótrúlegar tölur en með þessari frammistöðu nær Westbrook því að vera með þrefalda tvennu að meðaltali í leik. Það er auðvitað fáheyrt og í raun fáranlegt.

Það hefur enginn náð slíkum tölum svona seint á tímabili síðan Oscar Robertson gerði það leiktíðina 1963-64. Westbrook er með 30,9 stig, 10,3 fráköst og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.

Westbrook er aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær að vera með þrefalda tvennu að meðaltali í leik eftir meira en fimm leiki á tímabilinu. Sjá má þessa frammistöðu hans í nótt hér að ofan en þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem hann er með þrefalda tvennu.

Svo má geta þess að Golden State Warriors vann sinn 12. leik í röð í deildinni í nótt.

Úrslit:

Washington-Sacramento  101-95

Toronto-Philadelphia  122-95

NY Knicks-Oklahoma  103-112

Miami-Boston  104-112

Memphis-Charlotte  85-104

Minnesota-Utah  103-112

Golden State-Atlanta  105-100

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×