Kjararáðsraunir Þórólfur Matthíasson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Nú er rætt um að breyta því hvernig laun þingmanna, ráðherra og forseta lýðveldisins eru ákvörðuð. Þessi umræða kemur í kjölfar úrskurðar kjararáðs frá 29. október síðastliðnum sem fól í sér 30 til 45% hækkun á launum þessara aðila. Í 10. gr. l.nr. 47/2006 er kveðið á um að ákvörðunum kjararáðs verði ekki skotið til annars stjórnvalds. Verði kjararáði á í messunni er það í höndum ráðsins sjálfs að lagfæra mistök eða láta hjá líða að lagfæra mistök. Tilraunir löggjafans til að taka fram fyrir hendur kjararáðs (eða forvera þess kjaranefndar og Kjaradóms) hafa sumar tekist og aðrar ekki. Ákvæði 10. gr. er líklega tilkomið vegna þess að kjararáð úrskurðar um laun dómara. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru laun þingmanna og ráðherra ákvörðuð af launanefndum sem þingið skipar svipað og gert er á Íslandi. Í Noregi er niðurstaðan lögð fyrir Stórþingið. Í Danmörku er það þingið sjálft sem ákvarðar laun þingmanna og ráðherra með lagasetningu. Í Danmörku hefur Folketinget breytt grunnlaunum með margra ára millibili. Þess á milli hefur þingfararkaup fylgt grunnlaunahækkun á opinbera markaðnum. Sú aðferð gafst ekki vel og í ár var tekin upp sú regla að taka einnig tillit til launaskriðs á opinbera markaðnum. Jafnframt var þingfararkaupið hækkað verulega. Sú hækkun byggir á viðamikilli úttekt nefndar sem Folketinget setti niður árið 2014 og skilaði skýrslu í janúar 2016 (Vederlagskommisjonen). Launanefndirnar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fjalla aðeins um laun ráðherra og þingmanna. Þær fjalla ekki um laun hæstaréttardómara svo dæmi sé nefnt. Regluverkið á Íslandi líkist því regluverkinu í Svíþjóð og Finnlandi þar sem launanefndir löggjafans hafa síðasta orðið. Í Noregi og Danmörku hefur þingið aðkomu að launasetningunni, en byggir ákvarðanir sínar á niðurstöðum fastanefndar (Noregur) eða endurskoðunarnefndar (Danmörk). Í öllum löndunum er vandað vel til vals á nefndarmönnum í þeim nefndum sem fjalla um þingfararkaup. Nefndarmenn eru undantekningarlaust skipaðir af þjóðþingunum. Forsenda virðist vera þekking á starfsemi þings og ríkisstjórnar, auk þekkingar á vinnumarkaði og efnahagsmálum. Þá njóta allar nefndirnar aðstoðar hagstofa viðkomandi landa. Eðlilegt er að hliðsjón sé höfð af aðferðum Norðurlandaþjóðanna við ákvörðun þingfararkaups verði ráðist í frekari breytingar á reglum þar að lútandi hér á landi. Reynsla Dana af því að festa grunnlaun í lög og búa til reiknireglu fyrir leiðréttingu virðist ekki vænleg sem fyrirmynd vegna þess hversu sveiflukenndur íslenskur vinnumarkaður er. Þingið kemst því vart hjá nefndarskipun. Spurningin er hvort nefndin skuli bera niðurstöður sínar undir þingið eða þingnefnd (efnahags- og viðskiptanefnd og/eða fjárlaganefnd). Ef kjararáð ber ákvarðanir um þingfararkaup undir þingið þá er eðlilegt að fela öðrum aðila að fjalla um launakjör dómara. Valkostirnir varðandi ákvörðun þingfararkaups eru því tveir: a)óbreytt ástand (e.t.v. með formlegum kröfum um fagþekkingu Kjararáðsmeðlima); og b)að kjararáð þingmanna ákvarði laun þingmanna og beri ákvarðanir undir þingið og kjararáð dómara ákvarði laun dómara og sé sjálfstætt með sama hætti og kjararáð er nú.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er rætt um að breyta því hvernig laun þingmanna, ráðherra og forseta lýðveldisins eru ákvörðuð. Þessi umræða kemur í kjölfar úrskurðar kjararáðs frá 29. október síðastliðnum sem fól í sér 30 til 45% hækkun á launum þessara aðila. Í 10. gr. l.nr. 47/2006 er kveðið á um að ákvörðunum kjararáðs verði ekki skotið til annars stjórnvalds. Verði kjararáði á í messunni er það í höndum ráðsins sjálfs að lagfæra mistök eða láta hjá líða að lagfæra mistök. Tilraunir löggjafans til að taka fram fyrir hendur kjararáðs (eða forvera þess kjaranefndar og Kjaradóms) hafa sumar tekist og aðrar ekki. Ákvæði 10. gr. er líklega tilkomið vegna þess að kjararáð úrskurðar um laun dómara. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru laun þingmanna og ráðherra ákvörðuð af launanefndum sem þingið skipar svipað og gert er á Íslandi. Í Noregi er niðurstaðan lögð fyrir Stórþingið. Í Danmörku er það þingið sjálft sem ákvarðar laun þingmanna og ráðherra með lagasetningu. Í Danmörku hefur Folketinget breytt grunnlaunum með margra ára millibili. Þess á milli hefur þingfararkaup fylgt grunnlaunahækkun á opinbera markaðnum. Sú aðferð gafst ekki vel og í ár var tekin upp sú regla að taka einnig tillit til launaskriðs á opinbera markaðnum. Jafnframt var þingfararkaupið hækkað verulega. Sú hækkun byggir á viðamikilli úttekt nefndar sem Folketinget setti niður árið 2014 og skilaði skýrslu í janúar 2016 (Vederlagskommisjonen). Launanefndirnar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fjalla aðeins um laun ráðherra og þingmanna. Þær fjalla ekki um laun hæstaréttardómara svo dæmi sé nefnt. Regluverkið á Íslandi líkist því regluverkinu í Svíþjóð og Finnlandi þar sem launanefndir löggjafans hafa síðasta orðið. Í Noregi og Danmörku hefur þingið aðkomu að launasetningunni, en byggir ákvarðanir sínar á niðurstöðum fastanefndar (Noregur) eða endurskoðunarnefndar (Danmörk). Í öllum löndunum er vandað vel til vals á nefndarmönnum í þeim nefndum sem fjalla um þingfararkaup. Nefndarmenn eru undantekningarlaust skipaðir af þjóðþingunum. Forsenda virðist vera þekking á starfsemi þings og ríkisstjórnar, auk þekkingar á vinnumarkaði og efnahagsmálum. Þá njóta allar nefndirnar aðstoðar hagstofa viðkomandi landa. Eðlilegt er að hliðsjón sé höfð af aðferðum Norðurlandaþjóðanna við ákvörðun þingfararkaups verði ráðist í frekari breytingar á reglum þar að lútandi hér á landi. Reynsla Dana af því að festa grunnlaun í lög og búa til reiknireglu fyrir leiðréttingu virðist ekki vænleg sem fyrirmynd vegna þess hversu sveiflukenndur íslenskur vinnumarkaður er. Þingið kemst því vart hjá nefndarskipun. Spurningin er hvort nefndin skuli bera niðurstöður sínar undir þingið eða þingnefnd (efnahags- og viðskiptanefnd og/eða fjárlaganefnd). Ef kjararáð ber ákvarðanir um þingfararkaup undir þingið þá er eðlilegt að fela öðrum aðila að fjalla um launakjör dómara. Valkostirnir varðandi ákvörðun þingfararkaups eru því tveir: a)óbreytt ástand (e.t.v. með formlegum kröfum um fagþekkingu Kjararáðsmeðlima); og b)að kjararáð þingmanna ákvarði laun þingmanna og beri ákvarðanir undir þingið og kjararáð dómara ákvarði laun dómara og sé sjálfstætt með sama hætti og kjararáð er nú.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun