Innherjar í pólitík Einar Páll Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Við lifum á spennandi tímum. Forsetakosningar standa yfir í Bandaríkjunum, Bretland er á leið út úr Evrópusambandinu eða kannski ekki og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er að reyna að mynda ríkisstjórn. Allir þessir hlutir koma líklega til með að hafa áhrif á fjármálamarkaði, þó af mismunandi stærðargráðu. Hvort Bretland gangi úr Evrópusambandinu og hvaða forseta Bandaríkjamenn kjósa sér mun óneitanlega hafa meiri áhrif alþjóðlega. Þrátt fyrir það mun framvinda mála í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna hafa meiri áhrif á Ísland. Mikil óvissa er um kvótamál, skattamál, framtíð íslensku krónunnar og útgjöld ríkissjóðs auk þess sem mikil ólga er á vinnumarkaði. Hinn margumtalaði stöðugleiki sem við höfum búið við síðustu ár getur horfið með óhóflegum útgjöldum og veikri fjármálastjórn. Því er óumdeilanlegt að niðurstöður í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna koma til með að hafa mikil áhrif á efnahag Íslands á næstu árum. Ef horft er á þessi mál frá sjónarhorni fjárfesta á íslenska markaðnum er ljóst að ekki er til staðar jafn aðgangur fjárfesta að upplýsingum. Bjarni Benediktsson og menn í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins, auk annarra stjórnmálamanna sem taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum, búa yfir eða koma til með að búa yfir upplýsingum sem geta haft marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninga ef þær væru opinberar. Hvað þessir aðilar kjósa að gera við þessar upplýsingar er svo annað mál. Setjum upp einfalt dæmi:Búa til innherjaupplýsingar Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eru á lokametrunum, einungis á eftir að ganga frá skiptingu ráðherrastóla. Meðal þess sem getið er um í stjórnarsamningum er að kvótinn verður ekki boðinn upp á markaði. Þingmaður Viðreisnar talar við vin sinn Magnús og segir honum frá stöðu mála í trúnaði. Magnús hringir beint í verðbréfamiðlara og kaupir hlut í HB Granda vegna þess að þessar upplýsingar munu líklega koma til með að hækka markaðsverð HB Granda þegar þær verða gerðar opinberar. Ef staðan væri öfug, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt að bjóða upp kvótann þá myndi Magnús selja bréf í HB Granda því að öllum líkindum myndi sú ákvörðun valda lækkun á virði bréfanna. Að eiga viðskipti út frá þessum upplýsingum fellur undir innherjaviðskipti. 120 grein laga um verðbréfaviðskipti segir: „Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagerninga, fjármálagerningana sjálfa eða önnur atriði og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninganna ef opinberar væru…“ Stjórnarmyndunarviðræður búa til innherjaupplýsingar sem geta dreifst víða áður en þær verða opinberar. Þó er engin leið að vita hversu margir hafa aðgang að þessum upplýsingum um framvindu mála í stjórnarmyndunarviðræðum sem almenningur hefur ekki. Það er við vitum ekki hverjir eru „innherjar“ í þessu máli. Þar sem ekki hafa allir fjárfestar jafnan aðgang að upplýsingum má segja að íslenski markaðurinn sé ekki skilvirkur undir þessum kringumstæðum. Þótt stjórnmálamenn vilji gjarnan halda spilunum þétt að sér verða þeir að átta sig á því að upplýsingar sem þeir búa yfir geta verið verðmyndandi á markaði og ábyrgð þeirra er mikil. Réttast væri að greint væri opinberlega frá þeim atriðum sem aðilar stjórnarmyndunarviðræðnanna hafa orðið ásáttir um jafnóðum og slík niðurstaða liggur fyrir. Þannig væri hægt að tryggja betra jafnræði milli markaðsaðila.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á spennandi tímum. Forsetakosningar standa yfir í Bandaríkjunum, Bretland er á leið út úr Evrópusambandinu eða kannski ekki og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er að reyna að mynda ríkisstjórn. Allir þessir hlutir koma líklega til með að hafa áhrif á fjármálamarkaði, þó af mismunandi stærðargráðu. Hvort Bretland gangi úr Evrópusambandinu og hvaða forseta Bandaríkjamenn kjósa sér mun óneitanlega hafa meiri áhrif alþjóðlega. Þrátt fyrir það mun framvinda mála í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna hafa meiri áhrif á Ísland. Mikil óvissa er um kvótamál, skattamál, framtíð íslensku krónunnar og útgjöld ríkissjóðs auk þess sem mikil ólga er á vinnumarkaði. Hinn margumtalaði stöðugleiki sem við höfum búið við síðustu ár getur horfið með óhóflegum útgjöldum og veikri fjármálastjórn. Því er óumdeilanlegt að niðurstöður í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna koma til með að hafa mikil áhrif á efnahag Íslands á næstu árum. Ef horft er á þessi mál frá sjónarhorni fjárfesta á íslenska markaðnum er ljóst að ekki er til staðar jafn aðgangur fjárfesta að upplýsingum. Bjarni Benediktsson og menn í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins, auk annarra stjórnmálamanna sem taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum, búa yfir eða koma til með að búa yfir upplýsingum sem geta haft marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninga ef þær væru opinberar. Hvað þessir aðilar kjósa að gera við þessar upplýsingar er svo annað mál. Setjum upp einfalt dæmi:Búa til innherjaupplýsingar Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eru á lokametrunum, einungis á eftir að ganga frá skiptingu ráðherrastóla. Meðal þess sem getið er um í stjórnarsamningum er að kvótinn verður ekki boðinn upp á markaði. Þingmaður Viðreisnar talar við vin sinn Magnús og segir honum frá stöðu mála í trúnaði. Magnús hringir beint í verðbréfamiðlara og kaupir hlut í HB Granda vegna þess að þessar upplýsingar munu líklega koma til með að hækka markaðsverð HB Granda þegar þær verða gerðar opinberar. Ef staðan væri öfug, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt að bjóða upp kvótann þá myndi Magnús selja bréf í HB Granda því að öllum líkindum myndi sú ákvörðun valda lækkun á virði bréfanna. Að eiga viðskipti út frá þessum upplýsingum fellur undir innherjaviðskipti. 120 grein laga um verðbréfaviðskipti segir: „Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagerninga, fjármálagerningana sjálfa eða önnur atriði og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninganna ef opinberar væru…“ Stjórnarmyndunarviðræður búa til innherjaupplýsingar sem geta dreifst víða áður en þær verða opinberar. Þó er engin leið að vita hversu margir hafa aðgang að þessum upplýsingum um framvindu mála í stjórnarmyndunarviðræðum sem almenningur hefur ekki. Það er við vitum ekki hverjir eru „innherjar“ í þessu máli. Þar sem ekki hafa allir fjárfestar jafnan aðgang að upplýsingum má segja að íslenski markaðurinn sé ekki skilvirkur undir þessum kringumstæðum. Þótt stjórnmálamenn vilji gjarnan halda spilunum þétt að sér verða þeir að átta sig á því að upplýsingar sem þeir búa yfir geta verið verðmyndandi á markaði og ábyrgð þeirra er mikil. Réttast væri að greint væri opinberlega frá þeim atriðum sem aðilar stjórnarmyndunarviðræðnanna hafa orðið ásáttir um jafnóðum og slík niðurstaða liggur fyrir. Þannig væri hægt að tryggja betra jafnræði milli markaðsaðila.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun