Gleymdi hópfjármögnunarvettvangurinn Baldur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2016 00:00 Á síðastliðnum árum hafa svokallaðir hópfjármögnunarvettvangar rutt sér til rúms, hér á landi sem og erlendis, við góðan orðstír. Í krafti fjöldans hafa mörg fyrirtæki, og jafnvel einstaklingar, náð að stíga sín fyrstu skref í framleiðslu eða listrænni sköpun fyrir tilstuðlan slíkra vettvanga og virðist ekkert lát vera á. Þegar kemur að næstu skrefum í þroskaferli fyrirtækja vandast oft málin og verða mörg þeirra hálfgerðir unglingar – of stór fyrir styrki og hefðbundna hópfjármögnun en of lítil og óþroskuð fyrir skuldabréfaútgáfur og bankalán. Á sama tíma eru vísbendingar um að almenningur sé meira en tilbúinn til þess að koma að fjármögnun spennandi verkefna hjá traustum aðilum. Það vakna því eðlilega upp spurningar um það hvers konar hópfjármögnunarvettvangur gæti hentað þörfum slíkra fyrirtækja. Nýsköpunarfyrirtæki búa oft ekki að mörgu öðru en góðum hugmyndum og öflugri framtíðarsýn sem getur tekið langan tíma að hrinda í framkvæmd. Af þeirri ástæðu getur lánsfjármögnun reynst erfið. Á sama tíma kalla aukin umsvif á hærri fjárhæðir og því getur verið æskilegt að búa um hnútana með slíkum hætti að fyrirtækjum beri ekki skylda til þess að greiða þátttakendum til baka nema þegar, og ef, vel gengur. Almennir fjárfestar (lesist: hver sem er) gætu, sem dæmi, gerst meðeigendur og fengið greiddan arð í samræmi við hlutdeild sína. Ef bjóða á almenningi að taka þátt í slíkri fjármögnun þarf að vanda sérstaklega vel til verka og veita skýrar upplýsingar um viðkomandi fyrirtæki, framtíðarsýn, áhættur og áætlanir. Þátttaka í hópfjármögnun getur krafist þolinmæði. Fjárhagslegar aðstæður fólks geta aftur á móti breyst nokkuð skyndilega og í ljósi þess að oft getur verið um töluvert háar fjárhæðir að ræða fyrir einstakling er afar æskilegt að þátttakendur geti með einhverjum hætti innleyst verðmæti eignar sinnar þegar þeim hentar.Eðlileg krafa Fyrri þátttakendur þurfa því að geta selt hlutdeild sína í verkefninu og nýir komið inn. Til þess að liðka fyrir slíkum viðskiptum væri eðlilegt að gera þá kröfu til fyrirtækjanna að upplýsa þátttakendur og aðra áhugasama um starfsemi sína, framgang mála, merkilega áfanga og aðra atburði þegar fram líða stundir. Það þyrfti auk þess að vera tryggt að allir sætu við sama borð og að þeir sem byggju yfir meiri upplýsingum en aðrir mættu ekki notfæra sér þær með því að kaupa, eða selja, á grundvelli slíkra upplýsinga. Þrátt fyrir greiðan aðgang að upplýsingum um fyrirtæki getur reynst flókið að leggja mat á eignarhlut í því. Upplýsingar um viðskipti annarra geta varpað ákveðnu ljósi á framboð og eftirspurn eftir slíkum hlut. Því er æskilegt að aðgangur að upplýsingum um verð, magn og tímasetningu viðskipta sé tryggður og að stuðlað sé að auknum áreiðanleika slíkra upplýsinga með skýrum leikreglum. Með öflugum „eftirmarkaði“ verða einstaklingar viljugri til þess að taka þátt í frekari hópfjármögnunum, vitandi að þeir hafa tök á því að selja hlut sinn í verkefninu ef aðstæður breytast, sem liðkar fyrir enn frekari notkun fyrirtækja á þessari leið. Þetta fyrirkomulag er reyndar til í dag, í formi hlutabréfamarkaða. Má þar sérstaklega nefna First North markað Nasdaq á Íslandi („Kauphallarinnar“), sem er m.a. hugsaður fyrir smærri fyrirtæki. Það á til að gleymast að kauphallir eru hið upprunalega form hópfjármögnunar og að það regluverk og skipulag sem ríkir á slíkum mörkuðum er fyrst og fremst hannað með fjárfestavernd og skilvirkni að leiðarljósi, byggt á margra áratuga reynslu. Því miður hafa hlutabréfamarkaðir ekki mikið verið notaðir í þessum tilgangi á Íslandi að undanförnu, en að sama skapi má benda á að engin nýsköpunarfyrirtæki hafa látið á þessa leið reyna á síðastliðnum árum. Almennur áhugi fólks á þátttöku í hópfjármögnun vegna spennandi verkefna gefur tilefni til ákveðinnar bjartsýni. Umgjörðin er til staðar og nýlega voru gerðar breytingar á reglugerð um undanþágur frá gerð lýsinga sem ættu að draga talsvert úr kostnaði smærri fyrirtækja sem hyggjast fara þessa leið. Það verður því spennandi að fylgjast með framhaldinu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum árum hafa svokallaðir hópfjármögnunarvettvangar rutt sér til rúms, hér á landi sem og erlendis, við góðan orðstír. Í krafti fjöldans hafa mörg fyrirtæki, og jafnvel einstaklingar, náð að stíga sín fyrstu skref í framleiðslu eða listrænni sköpun fyrir tilstuðlan slíkra vettvanga og virðist ekkert lát vera á. Þegar kemur að næstu skrefum í þroskaferli fyrirtækja vandast oft málin og verða mörg þeirra hálfgerðir unglingar – of stór fyrir styrki og hefðbundna hópfjármögnun en of lítil og óþroskuð fyrir skuldabréfaútgáfur og bankalán. Á sama tíma eru vísbendingar um að almenningur sé meira en tilbúinn til þess að koma að fjármögnun spennandi verkefna hjá traustum aðilum. Það vakna því eðlilega upp spurningar um það hvers konar hópfjármögnunarvettvangur gæti hentað þörfum slíkra fyrirtækja. Nýsköpunarfyrirtæki búa oft ekki að mörgu öðru en góðum hugmyndum og öflugri framtíðarsýn sem getur tekið langan tíma að hrinda í framkvæmd. Af þeirri ástæðu getur lánsfjármögnun reynst erfið. Á sama tíma kalla aukin umsvif á hærri fjárhæðir og því getur verið æskilegt að búa um hnútana með slíkum hætti að fyrirtækjum beri ekki skylda til þess að greiða þátttakendum til baka nema þegar, og ef, vel gengur. Almennir fjárfestar (lesist: hver sem er) gætu, sem dæmi, gerst meðeigendur og fengið greiddan arð í samræmi við hlutdeild sína. Ef bjóða á almenningi að taka þátt í slíkri fjármögnun þarf að vanda sérstaklega vel til verka og veita skýrar upplýsingar um viðkomandi fyrirtæki, framtíðarsýn, áhættur og áætlanir. Þátttaka í hópfjármögnun getur krafist þolinmæði. Fjárhagslegar aðstæður fólks geta aftur á móti breyst nokkuð skyndilega og í ljósi þess að oft getur verið um töluvert háar fjárhæðir að ræða fyrir einstakling er afar æskilegt að þátttakendur geti með einhverjum hætti innleyst verðmæti eignar sinnar þegar þeim hentar.Eðlileg krafa Fyrri þátttakendur þurfa því að geta selt hlutdeild sína í verkefninu og nýir komið inn. Til þess að liðka fyrir slíkum viðskiptum væri eðlilegt að gera þá kröfu til fyrirtækjanna að upplýsa þátttakendur og aðra áhugasama um starfsemi sína, framgang mála, merkilega áfanga og aðra atburði þegar fram líða stundir. Það þyrfti auk þess að vera tryggt að allir sætu við sama borð og að þeir sem byggju yfir meiri upplýsingum en aðrir mættu ekki notfæra sér þær með því að kaupa, eða selja, á grundvelli slíkra upplýsinga. Þrátt fyrir greiðan aðgang að upplýsingum um fyrirtæki getur reynst flókið að leggja mat á eignarhlut í því. Upplýsingar um viðskipti annarra geta varpað ákveðnu ljósi á framboð og eftirspurn eftir slíkum hlut. Því er æskilegt að aðgangur að upplýsingum um verð, magn og tímasetningu viðskipta sé tryggður og að stuðlað sé að auknum áreiðanleika slíkra upplýsinga með skýrum leikreglum. Með öflugum „eftirmarkaði“ verða einstaklingar viljugri til þess að taka þátt í frekari hópfjármögnunum, vitandi að þeir hafa tök á því að selja hlut sinn í verkefninu ef aðstæður breytast, sem liðkar fyrir enn frekari notkun fyrirtækja á þessari leið. Þetta fyrirkomulag er reyndar til í dag, í formi hlutabréfamarkaða. Má þar sérstaklega nefna First North markað Nasdaq á Íslandi („Kauphallarinnar“), sem er m.a. hugsaður fyrir smærri fyrirtæki. Það á til að gleymast að kauphallir eru hið upprunalega form hópfjármögnunar og að það regluverk og skipulag sem ríkir á slíkum mörkuðum er fyrst og fremst hannað með fjárfestavernd og skilvirkni að leiðarljósi, byggt á margra áratuga reynslu. Því miður hafa hlutabréfamarkaðir ekki mikið verið notaðir í þessum tilgangi á Íslandi að undanförnu, en að sama skapi má benda á að engin nýsköpunarfyrirtæki hafa látið á þessa leið reyna á síðastliðnum árum. Almennur áhugi fólks á þátttöku í hópfjármögnun vegna spennandi verkefna gefur tilefni til ákveðinnar bjartsýni. Umgjörðin er til staðar og nýlega voru gerðar breytingar á reglugerð um undanþágur frá gerð lýsinga sem ættu að draga talsvert úr kostnaði smærri fyrirtækja sem hyggjast fara þessa leið. Það verður því spennandi að fylgjast með framhaldinu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun