Þegar réttrúnaðurinn hitti ömmu sína Ívar Halldórsson skrifar 15. nóvember 2016 06:15 Það er mjög pirrandi að heyra bara aðra hliðina á mikilvægum málum í fjölmiðlum. Ég vil heyra báðar hliðar, bæði með og á móti, og mynda síðan mína eigin afstöðu í kjölfarið. Þegar kemur að umræðum um bandarísku forsetakosningarnar fær maður yfirleitt aðeins að heyra aðra hlið málsins í fjölmiðlum. Hér þykir sjálfsagður hlutur að vera á móti Trump og öllu því sem hann stendur fyrir. Það er búið að ákveða að hann sé gjörsamlega óhæfur og á óbeinan hátt er öllum skylt að hafa þá skoðun. Þessi pólitíska rétttrúnaðarhugsun er orðin pínu þreytt. Fólk á ekki að þurfa að ganga meðfram veggjum með skoðnir sína á erlendum forsetakosningum. Pólitískur heilaþvottur fjölmiðla áorkar litlu í þessum efnum nema þá að mynda eins kona míkró-múgæsingu og andúð á persónu sem við höfum aldrei hitt persónulega. Enn einu sinni er skoðun margra þögguð niður. Þessu hef ég sjálfur orðið vitni að á kaffistofunni eins og margir aðrir. Þessi skoðanakúgun veit ekki á fagleg vinnubrögð þeirra sem eru ábyrgir fyrir að færa okkur fréttir án þess að menga þær með skoðunum og einhvers konar pólitískum rétttrúnaði. Það getur vel verið að Hillary sé betri kostur en Trump. Ekki ætla ég að fullyrða neitt um það, enda ekki mitt að vita. En hvernig væri að fá pínulítið jafnvægi í umræðuna? Ef tveir eða fleiri eru fengnir til að tjá sig um þessar kosningar í einhverjum fjölmiðlinum, þá eru yfirleitt allir á móti Trump. Enginn ver málsstað Trump, heldur hjálpast allir að við að finna honum flest til foráttu, flaggandi faglegum menntatitlum sínum til að dulbúa ósanngjarna afgreiðsluna. Því miður er staðan orðin sú að fólk þorir ekki að standa með Trump opinberlega hér heima. Ég er viss um að það eru fjölmargir sem segjast styðja Hillary eingöngu vegna þess að það þorir ekki að viðra sínar efasemdir um hana. Þegar maður fylgist með faglegum umræðum erlendis um Hillary og Trump, heyri ég jafnvel hina hörðustu opinberu gagnrýnendur Trump megna að telja upp kosti hans sem gagnast gætu bandarísku þjóðinni. Þennan þroska sé ég ekki í umræðunni hér heima. Umræðurnar hér eru að mínu mati á lægra plani. Staðreyndin er sú að allir þeir tugir milljóna sem kusu Trump hafa séð eitthvað jákvætt við hans framboð og eru sannfærðir um að hann sé betri kostur en Hillary. Rúmur helmingur kjósenda kusu ekki Hillary – og ólíklegt er að það hafi verið í einhverri meðvirkni, þar sem það virðist vera vinsælla að standa með Hillary. Eða er kannski allur þessi fjöldi sem kaus Trump bara samansafn af vitgrönnum kjósendum? Er íslenska þjóðin með allt miklu meira á hreinu en bandaríska þjóðin hvað sé best fyrir bandarískan almenning? Okkar rúmlega 330.000 á móti 62.900.000 manns sem kusu "ómerkinginn"? Ætlum við að fullyrða að tugir milljónir kjósenda hafi rangt fyrir sér eingöngu vegna þess að við hérna örfá á eyju metum svo vera? Mér finnst jákvætt og eðlilegt að lagi fólk standi með Hillary og verðskuldar hún svo sannarlega lof fyrir allt það góða sem hún stendur fyrir. En þetta þarf auðvitað að ganga á báða bóga. Ég er Íslendingur og get ekki kosið sem Bandaríkjamaður. Ég þarf ekki að standa með Trump eða Hillary. Ég þarf einfaldlega ekki að hafa skoðun á þessu. En ég stend með jafnvægi í umræðum. Ég stend með sanngirni í umfjöllun um það sem fréttnæmt þykir. Ég stend með faglegri umræðu, þar sem enginn er niðurlægður eða lagður í umræðueinelti af fjölmiðlafólki. Auðvitað skil ég að það hljóti að hafa komið flatt upp á þá sem töldu sig vera í meirihluta gegn Trump að vakna upp við það að þurfa að sætta sig við að vera í minnihluta með Hillary. Fyrir þá sem voru vanir að fylgja meirihlutanum í hefðbundinni meðvirkni var eflaust skrýtið að þurfa allt í einu að fara að halda með Trump til að vera samkvæmir sjálfum sér. Fyrir mörgum var morguninn eftirminnilegi; þegar úrslit bandarísku kosninganna var ljós, dagurinn þegar rétttrúnaðurinn hitti ömmu sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Það er mjög pirrandi að heyra bara aðra hliðina á mikilvægum málum í fjölmiðlum. Ég vil heyra báðar hliðar, bæði með og á móti, og mynda síðan mína eigin afstöðu í kjölfarið. Þegar kemur að umræðum um bandarísku forsetakosningarnar fær maður yfirleitt aðeins að heyra aðra hlið málsins í fjölmiðlum. Hér þykir sjálfsagður hlutur að vera á móti Trump og öllu því sem hann stendur fyrir. Það er búið að ákveða að hann sé gjörsamlega óhæfur og á óbeinan hátt er öllum skylt að hafa þá skoðun. Þessi pólitíska rétttrúnaðarhugsun er orðin pínu þreytt. Fólk á ekki að þurfa að ganga meðfram veggjum með skoðnir sína á erlendum forsetakosningum. Pólitískur heilaþvottur fjölmiðla áorkar litlu í þessum efnum nema þá að mynda eins kona míkró-múgæsingu og andúð á persónu sem við höfum aldrei hitt persónulega. Enn einu sinni er skoðun margra þögguð niður. Þessu hef ég sjálfur orðið vitni að á kaffistofunni eins og margir aðrir. Þessi skoðanakúgun veit ekki á fagleg vinnubrögð þeirra sem eru ábyrgir fyrir að færa okkur fréttir án þess að menga þær með skoðunum og einhvers konar pólitískum rétttrúnaði. Það getur vel verið að Hillary sé betri kostur en Trump. Ekki ætla ég að fullyrða neitt um það, enda ekki mitt að vita. En hvernig væri að fá pínulítið jafnvægi í umræðuna? Ef tveir eða fleiri eru fengnir til að tjá sig um þessar kosningar í einhverjum fjölmiðlinum, þá eru yfirleitt allir á móti Trump. Enginn ver málsstað Trump, heldur hjálpast allir að við að finna honum flest til foráttu, flaggandi faglegum menntatitlum sínum til að dulbúa ósanngjarna afgreiðsluna. Því miður er staðan orðin sú að fólk þorir ekki að standa með Trump opinberlega hér heima. Ég er viss um að það eru fjölmargir sem segjast styðja Hillary eingöngu vegna þess að það þorir ekki að viðra sínar efasemdir um hana. Þegar maður fylgist með faglegum umræðum erlendis um Hillary og Trump, heyri ég jafnvel hina hörðustu opinberu gagnrýnendur Trump megna að telja upp kosti hans sem gagnast gætu bandarísku þjóðinni. Þennan þroska sé ég ekki í umræðunni hér heima. Umræðurnar hér eru að mínu mati á lægra plani. Staðreyndin er sú að allir þeir tugir milljóna sem kusu Trump hafa séð eitthvað jákvætt við hans framboð og eru sannfærðir um að hann sé betri kostur en Hillary. Rúmur helmingur kjósenda kusu ekki Hillary – og ólíklegt er að það hafi verið í einhverri meðvirkni, þar sem það virðist vera vinsælla að standa með Hillary. Eða er kannski allur þessi fjöldi sem kaus Trump bara samansafn af vitgrönnum kjósendum? Er íslenska þjóðin með allt miklu meira á hreinu en bandaríska þjóðin hvað sé best fyrir bandarískan almenning? Okkar rúmlega 330.000 á móti 62.900.000 manns sem kusu "ómerkinginn"? Ætlum við að fullyrða að tugir milljónir kjósenda hafi rangt fyrir sér eingöngu vegna þess að við hérna örfá á eyju metum svo vera? Mér finnst jákvætt og eðlilegt að lagi fólk standi með Hillary og verðskuldar hún svo sannarlega lof fyrir allt það góða sem hún stendur fyrir. En þetta þarf auðvitað að ganga á báða bóga. Ég er Íslendingur og get ekki kosið sem Bandaríkjamaður. Ég þarf ekki að standa með Trump eða Hillary. Ég þarf einfaldlega ekki að hafa skoðun á þessu. En ég stend með jafnvægi í umræðum. Ég stend með sanngirni í umfjöllun um það sem fréttnæmt þykir. Ég stend með faglegri umræðu, þar sem enginn er niðurlægður eða lagður í umræðueinelti af fjölmiðlafólki. Auðvitað skil ég að það hljóti að hafa komið flatt upp á þá sem töldu sig vera í meirihluta gegn Trump að vakna upp við það að þurfa að sætta sig við að vera í minnihluta með Hillary. Fyrir þá sem voru vanir að fylgja meirihlutanum í hefðbundinni meðvirkni var eflaust skrýtið að þurfa allt í einu að fara að halda með Trump til að vera samkvæmir sjálfum sér. Fyrir mörgum var morguninn eftirminnilegi; þegar úrslit bandarísku kosninganna var ljós, dagurinn þegar rétttrúnaðurinn hitti ömmu sína.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun