Körfubolti

Rússar ekki með Íslandi í riðli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson og strákarnir okkar verða í Helsinki.
Jón Arnór Stefánsson og strákarnir okkar verða í Helsinki. vísir/valli
Tyrkland varð í dag síðasta gestgjafaþjóðin á EM í körfubolta til að velja sér samstarfsaðila á mótinu. Tyrkir völdu sér Rússa og verða því liðin saman í riðli á EM á næsta ári.

Þar með er ljóst að Rússar verða ekki í riðli með Íslandi en Finnar voru áður búnir að velja sér Ísland sem samstarfsþjóð sína á EM.

Allar fjórir gestgjafar keppninnar hafa því valið sér samstarfssþjóðir. Ísrael valdi Litháen og Rúmenía kaus að starfa með Ungverjalandi.

Dregið verður í riðla á EM eftir eina viku og kemur þá í ljós hvaða tvær aðrar þjóðir verða með Íslandi og Finnlandi í riðli í Helsinki.

Ísland (í styrkleikaflokki 6) og Finnland (í styrkleikaflokki 3) geta þá lent í riðli með einni þjóð úr hverjum eftirtöldum styrkleikaflokkum:

Styrkleikaflokkur 1: Spánn, Frakkland eða Serbía

Styrkleikaflokkur 2: Grikkland, Ítalía, Tékkland eða Lettland.

Styrkleikaflokkur 4: Slóvenía eða Georgía.

Styrkleikaflokkur 5: Þýskaland, Belgía, Pólland eða Svartfjallaland.


Tengdar fréttir

Ísland í neðsta styrkleikaflokki

Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×