Meira ruglað Magnús Már Guðmundsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, heldur áfram að þvæla umræðuna um félagslegar leiguíbúðir í Reykjavík. Í stað þess að viðurkenna að hann hafi hlaupið á sig þegar hann sagði borgarstjóra bulla þá ruglar hann umræðuna með því að snúa tölum á hvolf og reynir að afvegaleiða lesendur Fréttablaðsins í grein sem birtist nýlega í blaðinu. Staðreyndin er sú að félagslegum leiguíbúðum hefur ekki fækkað í Reykjavík á undanförnum árum. Þeim hefur fjölgað og þeim hefði gjarnan mátt fjölga hraðar. Halldór horfir fram hjá því að á árunum eftir hrun fóru Félagsbústaðir líkt og önnur í leigufélög í gegnum endurskipulagningu. Að auki tekur Halldór viljandi eða óviljandi ekki tillit til þess að í tengslum við kaup Félagsbústaða á sértækum búsetuúrræðum af ríkinu 2011 þegar málaflokkur fatlaðs fólks færðist til sveitarfélaganna var byrjað að telja þau sérstaklega og flokka í skrám félagsins. Fram að því voru íbúðirnar taldar með almennum íbúðum. Almennum leiguíbúðum fækkaði því ekki árið 2011 heldur var hætt að telja sértæk búsetuúrræði sem almennar leiguíbúðir. Í gögnum frá Félagsbústöðum sem sýnir eignasafn félagsins má meðal annars sjá að árið 2005 voru félagslegu íbúðirnar 1.739 talsins, þar af 1.567 almennar félagslegar leiguíbúðir. Í september nú í ár var 2.351 íbúð í eignasafni Félagsbústaða. Á um áratug fjölgaði úrræðunum þeim um 612, þar af 109 á síðustu tveimur árum og af þeim voru 99 almennar félagslegar leiguíbúðir. Þrátt fyrir góðan vilja þá getur Halldór ekki horft fram hjá þessum staðreyndum. Halldór verður auk þess að sætta sig við það að ef bæjarfélögin í kringum Reykjavík ættu hlutfallslega jafn margar félagslegar íbúðir og Reykjavík væri hægt að mæta allri þörf fyrir félagslegt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Félagslegar íbúðir í Reykjavík eru til dæmis hlutfallslega átta sinnum fleiri í borginni en í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Halldór bendir gjarnan á nágrannasveitarfélög Reykjavíkur þegar það hentar hans málflutningi en kýs að horfa algjörlega fram hjá því þegar kemur að félagslegu húsnæði. Af hverju skyldi það vera?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, heldur áfram að þvæla umræðuna um félagslegar leiguíbúðir í Reykjavík. Í stað þess að viðurkenna að hann hafi hlaupið á sig þegar hann sagði borgarstjóra bulla þá ruglar hann umræðuna með því að snúa tölum á hvolf og reynir að afvegaleiða lesendur Fréttablaðsins í grein sem birtist nýlega í blaðinu. Staðreyndin er sú að félagslegum leiguíbúðum hefur ekki fækkað í Reykjavík á undanförnum árum. Þeim hefur fjölgað og þeim hefði gjarnan mátt fjölga hraðar. Halldór horfir fram hjá því að á árunum eftir hrun fóru Félagsbústaðir líkt og önnur í leigufélög í gegnum endurskipulagningu. Að auki tekur Halldór viljandi eða óviljandi ekki tillit til þess að í tengslum við kaup Félagsbústaða á sértækum búsetuúrræðum af ríkinu 2011 þegar málaflokkur fatlaðs fólks færðist til sveitarfélaganna var byrjað að telja þau sérstaklega og flokka í skrám félagsins. Fram að því voru íbúðirnar taldar með almennum íbúðum. Almennum leiguíbúðum fækkaði því ekki árið 2011 heldur var hætt að telja sértæk búsetuúrræði sem almennar leiguíbúðir. Í gögnum frá Félagsbústöðum sem sýnir eignasafn félagsins má meðal annars sjá að árið 2005 voru félagslegu íbúðirnar 1.739 talsins, þar af 1.567 almennar félagslegar leiguíbúðir. Í september nú í ár var 2.351 íbúð í eignasafni Félagsbústaða. Á um áratug fjölgaði úrræðunum þeim um 612, þar af 109 á síðustu tveimur árum og af þeim voru 99 almennar félagslegar leiguíbúðir. Þrátt fyrir góðan vilja þá getur Halldór ekki horft fram hjá þessum staðreyndum. Halldór verður auk þess að sætta sig við það að ef bæjarfélögin í kringum Reykjavík ættu hlutfallslega jafn margar félagslegar íbúðir og Reykjavík væri hægt að mæta allri þörf fyrir félagslegt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Félagslegar íbúðir í Reykjavík eru til dæmis hlutfallslega átta sinnum fleiri í borginni en í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Halldór bendir gjarnan á nágrannasveitarfélög Reykjavíkur þegar það hentar hans málflutningi en kýs að horfa algjörlega fram hjá því þegar kemur að félagslegu húsnæði. Af hverju skyldi það vera?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun