Körfubolti

Ólíkt gengi Njarðvíkinganna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Már gaf tólf stoðsendingar í leiknum í nótt.
Elvar Már gaf tólf stoðsendingar í leiknum í nótt. vísir/anton
Elvar Már Friðriksson skoraði tíu stig, tók fimm fráköst og gaf tólf stoðsendingar þegar Barry University vann öruggan sigur á Lynn, 94-68, í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Elvar hitti aðeins úr tveimur af sjö skotum sínum utan af velli en var þess í stað duglegur að finna félaga sína. Enginn leikmaður á vellinum gaf fleiri stoðsendingar en Elvar í leiknum í nótt.

Barry hefur unnið báða leiki sína til þessa á tímabilinu.

Það gengur ekki jafn vel hjá Kristni Pálssyni og félögum í Marist en þeir hafa tapað öllum þremur leikjum sínum á tímabilinu.

Í nótt lágu þeir fyrir Vermont á heimavelli, 72-76.

Kristinn hafði hægt um sig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði; skoraði ekki stig en tók eitt frákast og gaf tvær stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×