Kjarabarátta tónlistarskólakennara er barátta okkar allra! Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 10:18 Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í rúmt ár og þó að þeir hafi vísað kjaraviðræðum sínum til sáttasemjara hefur ekkert orðið til að hreyfa við þeim. Svo mánuðum skiptir hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við kjör sambærilegra hópa. Það eina sem samninganefnd sveitarfélaga hefur lagt á borðið á undanförnum mánuðum viðheldur óréttlætanlegum launamun milli tónlistarskólakennara og annarra sambærilegra hópa. Það sem mætir tónlistarskólakennurum við samningaborðið er þöggun og ótrúlegt metnaðarleysi í garð tónlistarskólanna. Það vantar ekkert upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Himinhrópandi tómlæti ríkir í garð tónlistarmenntunar þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Stefna sveitarfélaga er að sambærileg og jafnverðmæt störf eigi að launa með sama hætti. Ekki er hægt að segja að það háttalag sem viðsemjandinn hefur sýnt af sér við samningaborðið svo mánuðum skiptir sé í samræmi við þessa stefnu. Er ekkert að marka þessa stefnu? Er þessi samningapólitík sem rekin er við samningaborðið að vilja stjórnar sambands sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistarskólakennara eigi að meta minna en annarra kennarahópa? Er það þeirra skoðun að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en annarra hópa í kennarasamtökum landsins? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga spurðu kennarasamtökin stjórnmálaframboðin um afstöðu þeirra til mats á menntun og störfum tónlistarskólakennara til launa samanborið við aðra sambærilega kennarahópa. Í svörum flokkanna sem nú eiga sæti á þingi segir þetta um málið: • Björt framtíð: Menntun skili sér í launaumslagið. Tónlistarkennarar eru með áralangt nám að baki sér sem gerir þá að sérfræðingum í sínu fagi. Það ber að virða. • Framsókn: Eðlilegt að launakjör kennara sem kenna á sama skólastigi (aldursbili) séu sambærileg og byggð á sambærilegum grunni. • Píratar: Sambærileg menntun og starf = sömu grunnlaun. Þetta eru augljós réttindi. • Samfylking: Tónlistarkennarar séu metnir að verðleikum varðandi laun og önnur starfskjör. Það er eðlilegt að tónlistarkennarar njóti kjara sem standast jöfnuð við kjör kennarahópa með sambærilega menntun. • Sjálfstæðisflokkur: Eðlilegt að fólk fái greitt sambærileg laun fyrir sambærileg störf. • Viðreisn: Tónlistarkennarar ættu ekki að búa við lakari kjör en sambærilegir kennarahópar. • Vinstri hreyfingin – grænt framboð: Tryggja tónlistarskólakennurum laun í samræmi við menntun og sérhæfingu. Framboðin sem nú eiga sæti á þingi eiga flest fulltrúa í sveitarstjórnum um allt land. Kennarasamtökin gera þá kröfu að þeir beiti sér strax fyrir því að sveitarfélögin í landinu veiti samninganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðlilegar og sanngjarnar launaleiðréttingar. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífsins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum, kennurum og stjórnendum þeirra. Störf þeirra á að meta að verðleikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í rúmt ár og þó að þeir hafi vísað kjaraviðræðum sínum til sáttasemjara hefur ekkert orðið til að hreyfa við þeim. Svo mánuðum skiptir hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við kjör sambærilegra hópa. Það eina sem samninganefnd sveitarfélaga hefur lagt á borðið á undanförnum mánuðum viðheldur óréttlætanlegum launamun milli tónlistarskólakennara og annarra sambærilegra hópa. Það sem mætir tónlistarskólakennurum við samningaborðið er þöggun og ótrúlegt metnaðarleysi í garð tónlistarskólanna. Það vantar ekkert upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Himinhrópandi tómlæti ríkir í garð tónlistarmenntunar þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Stefna sveitarfélaga er að sambærileg og jafnverðmæt störf eigi að launa með sama hætti. Ekki er hægt að segja að það háttalag sem viðsemjandinn hefur sýnt af sér við samningaborðið svo mánuðum skiptir sé í samræmi við þessa stefnu. Er ekkert að marka þessa stefnu? Er þessi samningapólitík sem rekin er við samningaborðið að vilja stjórnar sambands sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistarskólakennara eigi að meta minna en annarra kennarahópa? Er það þeirra skoðun að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en annarra hópa í kennarasamtökum landsins? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga spurðu kennarasamtökin stjórnmálaframboðin um afstöðu þeirra til mats á menntun og störfum tónlistarskólakennara til launa samanborið við aðra sambærilega kennarahópa. Í svörum flokkanna sem nú eiga sæti á þingi segir þetta um málið: • Björt framtíð: Menntun skili sér í launaumslagið. Tónlistarkennarar eru með áralangt nám að baki sér sem gerir þá að sérfræðingum í sínu fagi. Það ber að virða. • Framsókn: Eðlilegt að launakjör kennara sem kenna á sama skólastigi (aldursbili) séu sambærileg og byggð á sambærilegum grunni. • Píratar: Sambærileg menntun og starf = sömu grunnlaun. Þetta eru augljós réttindi. • Samfylking: Tónlistarkennarar séu metnir að verðleikum varðandi laun og önnur starfskjör. Það er eðlilegt að tónlistarkennarar njóti kjara sem standast jöfnuð við kjör kennarahópa með sambærilega menntun. • Sjálfstæðisflokkur: Eðlilegt að fólk fái greitt sambærileg laun fyrir sambærileg störf. • Viðreisn: Tónlistarkennarar ættu ekki að búa við lakari kjör en sambærilegir kennarahópar. • Vinstri hreyfingin – grænt framboð: Tryggja tónlistarskólakennurum laun í samræmi við menntun og sérhæfingu. Framboðin sem nú eiga sæti á þingi eiga flest fulltrúa í sveitarstjórnum um allt land. Kennarasamtökin gera þá kröfu að þeir beiti sér strax fyrir því að sveitarfélögin í landinu veiti samninganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðlilegar og sanngjarnar launaleiðréttingar. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífsins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum, kennurum og stjórnendum þeirra. Störf þeirra á að meta að verðleikum.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun