Fótbolti

Bale fær enga smáupphæð í laun á hverjum degi næstu fimm árin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale.
Gareth Bale. Vísir/Getty
Gareth Bale var að skrifa undir nýjan samning við spænska stórliðið Real Madrid og ætti að geta mætt brosandi í bankann næstu árin.

Gareth Bale er frábær í fótbolta og í hópi einstakra knattspyrnumanna heimsins. Það er því ekkert skrýtið að hann sé með góð laun. Þau eru hinsvegar miklu meira en góð. Bale ætti að ná inn 115 milljónum evra fyrir þessi fimm ár en það gera 14,2 milljarðar íslenskra króna.

Gareth Bale er nú samningsbundinn Real Madrid til ársins 2022 eða þar til að hann verður 32 ára gamall. Bale hefur spilað með Real Madrid frá 2013 þegar spænska félagið keypti hann fyrir metupphæð frá Tottenham.

Gareth Bale hefur skoraði 62 mörk í 134 leikjum með Real Madrid og unnið fimm titla með félaginu þarf af hefur hann unnið Meistaradeildina tvisvar sinnum.

Það er athyglisvert að skipta launum Gareth Bale niður til að átta sig enn frekar á því hversu rosaleg laun leikmaðurinn er að fá fyrir að spila fótbolta næstu fimm árin.

Eftir skatta mun Gareth Bale fá 4700 krónur fyrir mínútuna, 288 þúsund fyrir klukkutímann, 6,9 milljónir fyrir daginn og 48,4 milljónir fyrir vikuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×