Verðhjöðnunargildran er að fjarlægjast hagkerfi heimsins Lars Christensen skrifar 2. nóvember 2016 09:00 Síðan heimskreppan skall á 2008 hefur hnattræna hagkerfið í rauninni verið í verðhjöðnunargildru og í mörgum þróuðum hagkerfum höfum við á síðustu tveimur árum séð afdráttarlausa verðhjöðnun og í flestum löndum hefur verðbólgan stöðugt verið undir opinberum verðbólgumarkmiðum (oft 2%). Ég hef verið mjög gagnrýninn á peningamálastefnuna í flestum þróuðum hagkerfum heimsins síðan 2008 og öfugt við algenga gagnrýni á seðlabanka þá tel ég að þeir hafi ekki gert nóg til að draga úr verðhjöðnunarþrýstingi. Seðlabankar og álitsgjafar telja gjarnan að losað hafi verið mikið um peningastefnuna. En þetta er strangt til tekið ekki rétt. Í fyrsta lagi eru vextir mjög slæmur mælikvarði á stefnuviðhorf í peningamálum. Við ættum frekar að hugsa um stefnuviðhorfin með hliðsjón af peningaframboði miðað við peningaeftirspurn. Þótt til dæmis seðlabanki Bandaríkjanna hafi aukið grunnféð þá hefur eftirspurn eftir fé einnig aukist. Þetta stafar af því að neytendur og fjárfestar óttast verðhjöðnun og halda þess vegna meiri peningum í bönkunum en þeir hefðu gert ef þeir hefðu búist við að seðlabankar stæðu við verðbólgumarkmið sín í stað þess að fara undir þau. Auk þess neyða strangar fjármálareglur nú um stundir banka og lífeyrissjóði til að hafa meira handbært fé og svokallaðar öruggar eignir en fyrir kreppuna. Þetta veldur verðhjöðnun þar sem það veldur tilbúinni peningaeftirspurn. Þegar allt kemur til alls hafa peningamarkaðsskilyrði EKKI verið verðbólguvaldandi í heiminum síðan 2008 og þess vegna höfum við séð verðhjöðnunarþrýsting byggjast upp. En nú eru merki um að við séum loksins að byrja að fjarlægjast verðhjöðnunargildruna. Verðbólga er enn undir tveimur prósentum í flestum stóru þróuðu hagkerfunum í heiminum, en síðustu tvo mánuði höfum við séð hægfara aukningu bæði á raunverulegri verðbólgu og, það sem meira máli skiptir, í verðbólguvæntingum – sem þýðir að fjárfestar og neytendur gætu verið farnir að halda að seðlabankar geti komið verðbólgunni upp í væntingastig sitt. Mikið af þessu getur reyndar verið heppni og heppnin felst í því að flestir mikilvægustu seðlabankarnir í heiminum – það sem ég kalla peningastórveldin – hafa linað tökin á peningamálastefnunni á þessu ári. Þannig heldur seðlabanki Evrópu áfram með magnbundna íhlutun sína og Brexit-atkvæðagreiðslan í Bretlandi hræddi seðlabanka Englands til að losa um peningastefnu sína, og í Bandaríkjunum hefur seðlabanki Bandaríkjanna, eftir óróann á mörkuðunum í upphafi árs, dregið verulega úr áætlun sinni um að hækka stýrivexti fjórum sinnum á þessu ári. Enn fremur hefur seðlabanki Japans ítrekað loforð sitt um að ná tveggja prósenta verðbólgumarkmiði sínu. Og loks, og það sem er kannski mikilvægast, hefur alþýðubankinn í Kína síðasta árið tekið upp stefnu sem felur í sér „skríðandi gengissig“ renminbi sem hefur greinilega dregið úr verðhjöðnunarþrýstingi í Kína. Sú staðreynd að nú virðist draga úr verðhjöðnunarþrýstingi er sennilega líka ástæðan fyrir því að síðustu vikur höfum við séð ávöxtun skuldabréfa á heimsmarkaði fara hækkandi. Að því sögðu er engin ástæða til að ætla að verðbólga fari úr böndunum á næstunni og við ættum að minnast þess að flestir stóru seðlabankarnir í heiminum eru nú undir verðbólgumarkmiðum sínum og verðbólguvæntingar eru enn mjög lágar í sögulegu samhengi. Þess vegna er það mikilvægt að til dæmis seðlabanki Evrópu og seðlabanki Bandaríkjanna verði ekki of spenntir yfir þessari smávægilegu hækkun á verðbólguvæntingum og grípi ekki til ótímabærra aðgerða til að herða peningamarkaðsskilyrði. Það er því persónuleg skoðun mín að seðlabanki Bandaríkjanna ætti ekki að hækka stýrivexti í desember eins og nú eru merki um. Ótímabær stýrivaxtahækkun gæti vakið verðhjöðnunardrauginn aftur til lífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Lars Christensen Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Síðan heimskreppan skall á 2008 hefur hnattræna hagkerfið í rauninni verið í verðhjöðnunargildru og í mörgum þróuðum hagkerfum höfum við á síðustu tveimur árum séð afdráttarlausa verðhjöðnun og í flestum löndum hefur verðbólgan stöðugt verið undir opinberum verðbólgumarkmiðum (oft 2%). Ég hef verið mjög gagnrýninn á peningamálastefnuna í flestum þróuðum hagkerfum heimsins síðan 2008 og öfugt við algenga gagnrýni á seðlabanka þá tel ég að þeir hafi ekki gert nóg til að draga úr verðhjöðnunarþrýstingi. Seðlabankar og álitsgjafar telja gjarnan að losað hafi verið mikið um peningastefnuna. En þetta er strangt til tekið ekki rétt. Í fyrsta lagi eru vextir mjög slæmur mælikvarði á stefnuviðhorf í peningamálum. Við ættum frekar að hugsa um stefnuviðhorfin með hliðsjón af peningaframboði miðað við peningaeftirspurn. Þótt til dæmis seðlabanki Bandaríkjanna hafi aukið grunnféð þá hefur eftirspurn eftir fé einnig aukist. Þetta stafar af því að neytendur og fjárfestar óttast verðhjöðnun og halda þess vegna meiri peningum í bönkunum en þeir hefðu gert ef þeir hefðu búist við að seðlabankar stæðu við verðbólgumarkmið sín í stað þess að fara undir þau. Auk þess neyða strangar fjármálareglur nú um stundir banka og lífeyrissjóði til að hafa meira handbært fé og svokallaðar öruggar eignir en fyrir kreppuna. Þetta veldur verðhjöðnun þar sem það veldur tilbúinni peningaeftirspurn. Þegar allt kemur til alls hafa peningamarkaðsskilyrði EKKI verið verðbólguvaldandi í heiminum síðan 2008 og þess vegna höfum við séð verðhjöðnunarþrýsting byggjast upp. En nú eru merki um að við séum loksins að byrja að fjarlægjast verðhjöðnunargildruna. Verðbólga er enn undir tveimur prósentum í flestum stóru þróuðu hagkerfunum í heiminum, en síðustu tvo mánuði höfum við séð hægfara aukningu bæði á raunverulegri verðbólgu og, það sem meira máli skiptir, í verðbólguvæntingum – sem þýðir að fjárfestar og neytendur gætu verið farnir að halda að seðlabankar geti komið verðbólgunni upp í væntingastig sitt. Mikið af þessu getur reyndar verið heppni og heppnin felst í því að flestir mikilvægustu seðlabankarnir í heiminum – það sem ég kalla peningastórveldin – hafa linað tökin á peningamálastefnunni á þessu ári. Þannig heldur seðlabanki Evrópu áfram með magnbundna íhlutun sína og Brexit-atkvæðagreiðslan í Bretlandi hræddi seðlabanka Englands til að losa um peningastefnu sína, og í Bandaríkjunum hefur seðlabanki Bandaríkjanna, eftir óróann á mörkuðunum í upphafi árs, dregið verulega úr áætlun sinni um að hækka stýrivexti fjórum sinnum á þessu ári. Enn fremur hefur seðlabanki Japans ítrekað loforð sitt um að ná tveggja prósenta verðbólgumarkmiði sínu. Og loks, og það sem er kannski mikilvægast, hefur alþýðubankinn í Kína síðasta árið tekið upp stefnu sem felur í sér „skríðandi gengissig“ renminbi sem hefur greinilega dregið úr verðhjöðnunarþrýstingi í Kína. Sú staðreynd að nú virðist draga úr verðhjöðnunarþrýstingi er sennilega líka ástæðan fyrir því að síðustu vikur höfum við séð ávöxtun skuldabréfa á heimsmarkaði fara hækkandi. Að því sögðu er engin ástæða til að ætla að verðbólga fari úr böndunum á næstunni og við ættum að minnast þess að flestir stóru seðlabankarnir í heiminum eru nú undir verðbólgumarkmiðum sínum og verðbólguvæntingar eru enn mjög lágar í sögulegu samhengi. Þess vegna er það mikilvægt að til dæmis seðlabanki Evrópu og seðlabanki Bandaríkjanna verði ekki of spenntir yfir þessari smávægilegu hækkun á verðbólguvæntingum og grípi ekki til ótímabærra aðgerða til að herða peningamarkaðsskilyrði. Það er því persónuleg skoðun mín að seðlabanki Bandaríkjanna ætti ekki að hækka stýrivexti í desember eins og nú eru merki um. Ótímabær stýrivaxtahækkun gæti vakið verðhjöðnunardrauginn aftur til lífsins.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun