Viðsnúningur í rekstri Dagur B. Eggertsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Reykjavík er borg í örum vexti. Metár eru framundan í byggingu íbúða, atvinnustig hefur sjaldan verið jafn hátt og atvinnulífið sækir fram á fjölbreyttum sviðum ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og skapandi greina. Undanfarin ár hafa einkennst af umtalsverðum launahækkunum hjá sveitarfélögum en tekjur hafa hækkað hægar. Fjármál borgarinnar hafa því verið í járnum. Með sameiginlegu átaki, aðhaldi og hagræðingu, samhliða ákveðnum tekjuvexti, hefur nú tekist að leggja fram fjárhagsáætlun með afgangi án þess að hækka skatta. Það svigrúm sem hefur orðið til vegna rekstrarbatans verður nýtt til að hefja nýja sókn í skólamálum, fjölga búsetuúrræðum og til að bæta velferðarþjónustu í takt við auknar þjónustukröfur. Þannig er forgangsraðað í þágu grunnþjónustu. Í fjárfestingu ætlar borgin að sækja fram með rúma 14 milljarða til áframhaldandi uppbyggingar í Úlfarsárdal þar sem grunnskóli, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttaaðstaða rís. Skólarnir eru áberandi í fjárfestingaáætluninni þar sem við gerum ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum við viðbyggingar við Klettaskóla og Vesturbæjarskóla auk aukins viðhalds og þess að taka skólalóðirnar í borginni í gegn fyrir um 300 milljónir. Samhliða þessu verður farið í átak í malbikun gatna til að vinna upp niðurskurð Sjálfstæðisflokksins eftir hrun. Uppbygging íbúða í Reykjavík verður sífellt áþreifanlegri og umtalsverðir fjármunir fara í að styðja við þá uppbyggingu og styðja við þá leigjendur sem standa verst með sérstökum húsnæðisstuðningi. Samanlagt eru framlög Reykjavíkurborgar til húsnæðismála 3,6 milljarðar á næsta ári en á næstu fimm árum um 21 milljarður, sem á sér ekki hliðstæðu í sögu borgarinnar. Viðsnúningur í rekstri Reykjavíkurborgar er ekki síst verk öflugs starfsfólks og stjórnenda sem ég vil færa bestu þakkir. Mikilvægt er að starfsemin njóti líka afrakstursins, því víða er kallað eftir auknum fjármunum. Með skipulögðum vinnubrögðum og aga hefur tekist að tryggja traustan rekstur og í honum felast sóknarfæri til vaxtar og uppbyggingar. Borgin mun á næstu árum halda áfram að fjárfesta í menntun, velferð, öflugum innviðum og umfangsmikilli húsnæðisuppbyggingu um leið og ljóst er að áfram þarf að halda vel á spöðunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er borg í örum vexti. Metár eru framundan í byggingu íbúða, atvinnustig hefur sjaldan verið jafn hátt og atvinnulífið sækir fram á fjölbreyttum sviðum ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og skapandi greina. Undanfarin ár hafa einkennst af umtalsverðum launahækkunum hjá sveitarfélögum en tekjur hafa hækkað hægar. Fjármál borgarinnar hafa því verið í járnum. Með sameiginlegu átaki, aðhaldi og hagræðingu, samhliða ákveðnum tekjuvexti, hefur nú tekist að leggja fram fjárhagsáætlun með afgangi án þess að hækka skatta. Það svigrúm sem hefur orðið til vegna rekstrarbatans verður nýtt til að hefja nýja sókn í skólamálum, fjölga búsetuúrræðum og til að bæta velferðarþjónustu í takt við auknar þjónustukröfur. Þannig er forgangsraðað í þágu grunnþjónustu. Í fjárfestingu ætlar borgin að sækja fram með rúma 14 milljarða til áframhaldandi uppbyggingar í Úlfarsárdal þar sem grunnskóli, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttaaðstaða rís. Skólarnir eru áberandi í fjárfestingaáætluninni þar sem við gerum ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum við viðbyggingar við Klettaskóla og Vesturbæjarskóla auk aukins viðhalds og þess að taka skólalóðirnar í borginni í gegn fyrir um 300 milljónir. Samhliða þessu verður farið í átak í malbikun gatna til að vinna upp niðurskurð Sjálfstæðisflokksins eftir hrun. Uppbygging íbúða í Reykjavík verður sífellt áþreifanlegri og umtalsverðir fjármunir fara í að styðja við þá uppbyggingu og styðja við þá leigjendur sem standa verst með sérstökum húsnæðisstuðningi. Samanlagt eru framlög Reykjavíkurborgar til húsnæðismála 3,6 milljarðar á næsta ári en á næstu fimm árum um 21 milljarður, sem á sér ekki hliðstæðu í sögu borgarinnar. Viðsnúningur í rekstri Reykjavíkurborgar er ekki síst verk öflugs starfsfólks og stjórnenda sem ég vil færa bestu þakkir. Mikilvægt er að starfsemin njóti líka afrakstursins, því víða er kallað eftir auknum fjármunum. Með skipulögðum vinnubrögðum og aga hefur tekist að tryggja traustan rekstur og í honum felast sóknarfæri til vaxtar og uppbyggingar. Borgin mun á næstu árum halda áfram að fjárfesta í menntun, velferð, öflugum innviðum og umfangsmikilli húsnæðisuppbyggingu um leið og ljóst er að áfram þarf að halda vel á spöðunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun