Fótbolti

Legia og Real slógu upp keppni í flottum mörkum fyrir framan luktar dyr | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Legia frá Varsjá og Evrópumeistarar Real Madrid skildu jöfn, 3-3, í fjórðu leikviku Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem lauk í gær með átta leikjum. Real er eftir jafntefli í öðru sæti riðilsins með átta stig en Legia á botninum með eitt.

Mörkin í leiknum voru sum hver alveg frábær en fyrsta mark Real Madrid sem Gareth Bale skoraði verður klárlega í baráttunni sem eitt af mörkum Meistaradeildarinnar þetta tímabilið.

Síðasta mark Real Madrid sem jafnaði leikinn eftir að Legia fór úr 0-2 í 3-2 var einnig afskaplega huggulegt en það skoraði Mateo Kovacic eftir frábært samspil Real Madrid.

Legia-menn létu sitt ekki eftir liggja í flottu marka keppninni. Vadis Odijdja skoraði afskaplega fallegt mark á 40. mínútu til að minnka muninn í 2-1 og ekkert var heldur að 3-2 markinu sem Thibault Moulin skoraði.

Hér að ofan má sjá mörkin úr leiknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×