Innherjar í pólitík Einar Páll Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2016 16:26 Við lifum á spennandi tímum. Forsetakosningar standa yfir í Bandaríkjunum, Bretland er á leið út úr Evrópusambandinu eða kannski ekki og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er að reyna að mynda ríkisstjórn. Allir þessir hlutir koma líklega til með að hafa áhrif á fjármálamarkaði, þó á mismunandi stærðargráðu. Hvort Bretland gangi úr Evrópusambandinu og hvaða forseta Bandaríkjamenn kjósa sér mun óneitanlega hafa meiri áhrif alþjóðlega. Þrátt fyrir það mun framvinda mála í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna hafa meiri áhrif á Ísland. Mikil óvissa er um kvótamál, skattamál, framtíð íslensku krónunar og útgjöld ríkissjóðs auk þess er mikil ólga á vinnumarkaði. Hinn margumtalaði stöðuleiki sem við höfum búið við síðustu ár getur horfið með óhóflegum útgjöldum og veikri fjármálastjórn. Því er óumdeilanlegt að niðurstöður í stjórnarmyndaviðræðum Bjarna koma til með að hafa mikil áhrif á efnahag Íslands á næstu árum. Ef horft er á þessi mál frá sjónarhorni fjárfesta á íslenska markaðnum er ljóst að ekki er til staðar jafn aðgangur fjárfesta að upplýsingum. Bjarni Benediktsson og menn í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins, auk annarra stjórnmálamanna sem taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum, búa yfir eða koma til með að búa yfir upplýsingum sem geta haft marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninga ef þær væru opinberar. Hvað þessir aðilar kjósa að gera við þessar upplýsingar er svo annað mál. Setjum upp einfalt dæmi: Stjórnarmyndurnarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eru á lokametrunum, einungis á eftir að ganga frá skiptingu ráðherrastóla. Meðal þess sem getið er um í stjórnarsamningum er að kvótinn verður ekki boðin upp á markaði. Þingmaður Viðreisnar talar við vin sinn Magnús og segir honum frá stöðu mála í trúnaði. Magnús hringir beint í verðbréfamiðlara og kaupir hlut í HB Granda vegna þess að þessar upplýsingar munu líklega koma til með að hækka markaðsverð HB Granda þegar þær verða gerðar opinberar. Ef staðan væri öfug, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt að bjóða upp kvótann þá myndi Magnús selja bréf í HB Granda því að öllum líkindum myndi sú ákvörðun valda lækkun á virði bréfanna . Að eiga viðskipti út frá þessum þessum upplýsingum fellur undir innherjaviðskipti. 120 grein laga um verðbréfaviðskipti segir: „Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagerninga, fjármálagerningana sjálfa eða önnur atriði og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninganna ef opinberar væru...“ Stjórnarmyndunarviðræður búa til innherjaupplýsingar sem geta dreifst víða áður en þær verða opinberar. Þó er engin leið að vita hversu margir hafa aðgang að þessum upplýsingum um framvindu mála í stjórnarmyndunarviðræðum sem almenningur hefur ekki. Það er við vitum ekki hvejrir eru „innherjar“ í þessu máli. Þar sem allir fjárfestar hafa ekki jafnan aðgang að upplýsingum má segja að íslenski markaðurinn sé ekki skilvirkur undir þessum kringumstæðum. Þótt að stjórnmálamenn vilji gjarnan halda spilunum þétt að sér verða þeir að átta sig á því að upplýsingar sem þeir búa yfir geta verið verðmyndandi á markaði og ábyrgð þeirra er mikil. Réttast væri að greint væri opinberlega frá þeim atriðum sem aðilar stjórnarmyndunarviðræðnanna hafa orðið ásáttir um jafnóðum og slík niðurstaða liggur fyrir. Þannig væri hægt að tryggja betra jafnræði milli markaðsaðila. Höfundur er formaður Ungra fjárfesta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á spennandi tímum. Forsetakosningar standa yfir í Bandaríkjunum, Bretland er á leið út úr Evrópusambandinu eða kannski ekki og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er að reyna að mynda ríkisstjórn. Allir þessir hlutir koma líklega til með að hafa áhrif á fjármálamarkaði, þó á mismunandi stærðargráðu. Hvort Bretland gangi úr Evrópusambandinu og hvaða forseta Bandaríkjamenn kjósa sér mun óneitanlega hafa meiri áhrif alþjóðlega. Þrátt fyrir það mun framvinda mála í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna hafa meiri áhrif á Ísland. Mikil óvissa er um kvótamál, skattamál, framtíð íslensku krónunar og útgjöld ríkissjóðs auk þess er mikil ólga á vinnumarkaði. Hinn margumtalaði stöðuleiki sem við höfum búið við síðustu ár getur horfið með óhóflegum útgjöldum og veikri fjármálastjórn. Því er óumdeilanlegt að niðurstöður í stjórnarmyndaviðræðum Bjarna koma til með að hafa mikil áhrif á efnahag Íslands á næstu árum. Ef horft er á þessi mál frá sjónarhorni fjárfesta á íslenska markaðnum er ljóst að ekki er til staðar jafn aðgangur fjárfesta að upplýsingum. Bjarni Benediktsson og menn í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins, auk annarra stjórnmálamanna sem taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum, búa yfir eða koma til með að búa yfir upplýsingum sem geta haft marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninga ef þær væru opinberar. Hvað þessir aðilar kjósa að gera við þessar upplýsingar er svo annað mál. Setjum upp einfalt dæmi: Stjórnarmyndurnarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eru á lokametrunum, einungis á eftir að ganga frá skiptingu ráðherrastóla. Meðal þess sem getið er um í stjórnarsamningum er að kvótinn verður ekki boðin upp á markaði. Þingmaður Viðreisnar talar við vin sinn Magnús og segir honum frá stöðu mála í trúnaði. Magnús hringir beint í verðbréfamiðlara og kaupir hlut í HB Granda vegna þess að þessar upplýsingar munu líklega koma til með að hækka markaðsverð HB Granda þegar þær verða gerðar opinberar. Ef staðan væri öfug, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt að bjóða upp kvótann þá myndi Magnús selja bréf í HB Granda því að öllum líkindum myndi sú ákvörðun valda lækkun á virði bréfanna . Að eiga viðskipti út frá þessum þessum upplýsingum fellur undir innherjaviðskipti. 120 grein laga um verðbréfaviðskipti segir: „Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagerninga, fjármálagerningana sjálfa eða önnur atriði og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninganna ef opinberar væru...“ Stjórnarmyndunarviðræður búa til innherjaupplýsingar sem geta dreifst víða áður en þær verða opinberar. Þó er engin leið að vita hversu margir hafa aðgang að þessum upplýsingum um framvindu mála í stjórnarmyndunarviðræðum sem almenningur hefur ekki. Það er við vitum ekki hvejrir eru „innherjar“ í þessu máli. Þar sem allir fjárfestar hafa ekki jafnan aðgang að upplýsingum má segja að íslenski markaðurinn sé ekki skilvirkur undir þessum kringumstæðum. Þótt að stjórnmálamenn vilji gjarnan halda spilunum þétt að sér verða þeir að átta sig á því að upplýsingar sem þeir búa yfir geta verið verðmyndandi á markaði og ábyrgð þeirra er mikil. Réttast væri að greint væri opinberlega frá þeim atriðum sem aðilar stjórnarmyndunarviðræðnanna hafa orðið ásáttir um jafnóðum og slík niðurstaða liggur fyrir. Þannig væri hægt að tryggja betra jafnræði milli markaðsaðila. Höfundur er formaður Ungra fjárfesta.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar