„Maðurinn er heilabilaður!“ Ívar Halldórsson skrifar 24. október 2016 18:17 Það fer fyrir brjóstið á mér þegar ég heyri orðið „heilabilaður“ notað til að lýsa ástandi einstaklings sem þjáist af einhverri tegund heilaskaða eða heilasjúkdómi. „Maðurinn er heilabilaður“, heyrði ég fréttamann segja í sjónvarpsfréttatíma um daginn, á meðan myndband af manneskju með alvarlegan heilasjúkdóm var látið rúlla á skjánum. Heilabilaður!? Er ekki til nærgætnara og faglegra orð í okkar ágæta orðasafni en þetta; fyrir persónu sem glímir við alvarlegan heilasjúkdóm. "Maðurinn er heilabilaður", er fullyrðing sem maður býst frekar við að heyra frá einhverjum sem kýs að tala niðrandi um náunga sinn, en ekki frá fréttamanni sem er að fjalla faglega um viðkvæma og persónulega frétt í opinberum fjölmiðli. Ég fann alla vega til með aðstandendum þegar orðið var óspart notað í fréttatímanum. Mér fannst upplifunin óþægileg. Bílar og rafmagnstannburstar bila. „Bíllinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á verkstæði“, hljómar eðlilegra en: „Maðurinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á spítala.“ Ekki held ég að læknar spyrji sjúklinga sína hvort þeir séu eitthvað bilaðir. Þeir spyrja kannski hvort þeir séu eitthvað lasnir eða eitthvað meiddir - en ekki bilaðir. Ekki hef ég heyrt fólk segja að manneskja sé hjartabiluð, nýrnabiluð eða ristilsbiluð. Manneskja er með hjartasjúkdóm, ristilssjúkdóm eða nýrnasjúkdóm. Væri þá ekki faglegra, fallegra og einfaldlega eðlilegra að segja að manneskja sé með heilasjúkdóm? Auðvitað er talað um hjartabilun, nýrnabilun og bilun á ýmsum líffærum; þótt mér finnst það reyndar alltaf pínu skrýtið. En það er þó annað finnst mér að tala um bilun á líffæri, en bilun á persónu. Að segja að einhver maður sé heilabilaður finnst mér meira niðurlægjandi, en að segja að heili viðkomandi sé skaðaður vegna sjúkdóms. Þá finnst mér mun óheppilegra að tala um bilaðan heila en bilað hjarta eða bilað nýra. Heilinn tengist gáfum og rökhyggju á meðan önnur líffæri tengjast ekki slíku á sama hátt. Bilun í heila vísar í huga margra ósjálfrátt til skorts á gáfum eða lítillar skynsemi, og er þá þessi orðasamsetning notuð til að gefa til kynna að einhver sé heimskur eða vitlaus. Mér leið alla vega illa og fann ég þarna ósjálfrátt til með fjölskyldu mannsins, þegar fréttaþulurinn sagði manninn fyrir framan myndavélina heilabilaðan í fréttatímanum. Enda ljóst að fjöldi annara og betri orða-leiða stendur til boða, þegar lýsa þarf slæmu líkamlegu ástandi á mannúðlegan máta. Mér finnst að við gætum öll sýnt meiri nærgætni þegar við tölum um fólk sem glímir við alvarlega heilasjúkdóma. Það skiptir fjölskyldur þessara einstaklinga gríðarlega miklu máli að ástvinir þeirra haldi verðskuldaðri reisn opinberlega þótt verið sé að ræða erfitt og óheppilegt ástand þeirra. Að sýna nærgætni og skilning með því að velja orðin vel í viðkvæmum aðstæðum, er að mínu mati heila málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Það fer fyrir brjóstið á mér þegar ég heyri orðið „heilabilaður“ notað til að lýsa ástandi einstaklings sem þjáist af einhverri tegund heilaskaða eða heilasjúkdómi. „Maðurinn er heilabilaður“, heyrði ég fréttamann segja í sjónvarpsfréttatíma um daginn, á meðan myndband af manneskju með alvarlegan heilasjúkdóm var látið rúlla á skjánum. Heilabilaður!? Er ekki til nærgætnara og faglegra orð í okkar ágæta orðasafni en þetta; fyrir persónu sem glímir við alvarlegan heilasjúkdóm. "Maðurinn er heilabilaður", er fullyrðing sem maður býst frekar við að heyra frá einhverjum sem kýs að tala niðrandi um náunga sinn, en ekki frá fréttamanni sem er að fjalla faglega um viðkvæma og persónulega frétt í opinberum fjölmiðli. Ég fann alla vega til með aðstandendum þegar orðið var óspart notað í fréttatímanum. Mér fannst upplifunin óþægileg. Bílar og rafmagnstannburstar bila. „Bíllinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á verkstæði“, hljómar eðlilegra en: „Maðurinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á spítala.“ Ekki held ég að læknar spyrji sjúklinga sína hvort þeir séu eitthvað bilaðir. Þeir spyrja kannski hvort þeir séu eitthvað lasnir eða eitthvað meiddir - en ekki bilaðir. Ekki hef ég heyrt fólk segja að manneskja sé hjartabiluð, nýrnabiluð eða ristilsbiluð. Manneskja er með hjartasjúkdóm, ristilssjúkdóm eða nýrnasjúkdóm. Væri þá ekki faglegra, fallegra og einfaldlega eðlilegra að segja að manneskja sé með heilasjúkdóm? Auðvitað er talað um hjartabilun, nýrnabilun og bilun á ýmsum líffærum; þótt mér finnst það reyndar alltaf pínu skrýtið. En það er þó annað finnst mér að tala um bilun á líffæri, en bilun á persónu. Að segja að einhver maður sé heilabilaður finnst mér meira niðurlægjandi, en að segja að heili viðkomandi sé skaðaður vegna sjúkdóms. Þá finnst mér mun óheppilegra að tala um bilaðan heila en bilað hjarta eða bilað nýra. Heilinn tengist gáfum og rökhyggju á meðan önnur líffæri tengjast ekki slíku á sama hátt. Bilun í heila vísar í huga margra ósjálfrátt til skorts á gáfum eða lítillar skynsemi, og er þá þessi orðasamsetning notuð til að gefa til kynna að einhver sé heimskur eða vitlaus. Mér leið alla vega illa og fann ég þarna ósjálfrátt til með fjölskyldu mannsins, þegar fréttaþulurinn sagði manninn fyrir framan myndavélina heilabilaðan í fréttatímanum. Enda ljóst að fjöldi annara og betri orða-leiða stendur til boða, þegar lýsa þarf slæmu líkamlegu ástandi á mannúðlegan máta. Mér finnst að við gætum öll sýnt meiri nærgætni þegar við tölum um fólk sem glímir við alvarlega heilasjúkdóma. Það skiptir fjölskyldur þessara einstaklinga gríðarlega miklu máli að ástvinir þeirra haldi verðskuldaðri reisn opinberlega þótt verið sé að ræða erfitt og óheppilegt ástand þeirra. Að sýna nærgætni og skilning með því að velja orðin vel í viðkvæmum aðstæðum, er að mínu mati heila málið.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun