Körfubolti

Meistarahringir Lebrons og félaga eru hreinræktaðir hnullungar | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Cleveland Cavaliers hóf titilvörn sína í NBA-deildinni í nótt með góðum heimasigri á New York Knicks.

Fyrir leikinn var hinsvegar mikil hátíð í Quicken Loans Arena þar sem allir leikmenn, þjálfarar og starfsmenn meistaraliðs Cleveland Cavaliers á síðasta tímabili fengu afhenta meistarahringi sína.

Lebron James grét þegar titilinn vannst í júní og tilfinningarnar flæddu líka hjá kappanum í nótt. Það leyndi sér ekkert hversu miklu máli þessi titil skiptir hann.

Þetta voru fyrstu meistarar Cleveland-borgarinnar í 52 ár og fyrsti NBA-meistaratitilinn í sögu Cleveland Cavaliers.

„Án ykkar, tuttugu þúsund stuðningsmanna okkar þá hefði þetta aldrei verið mögulegt. Það mun enginn okkar gleyma þessu kvöldi,“ sagði Lebron James.

Hann bauð síðan upp á þrennu í leiknum, skoraði 19 stig, tók 11 fráköst og gaf 14 stoðsendingar þar sem Cleveland burstaði New York Knicks.

NBA-meistarahringirnir eru engin smásmíði eins og sjá má hér fyrir neðan. Enn neðar er síðan myndband frá kvöldinu í Quicken Loans Arena.

NBA

Tengdar fréttir

LeBron bað um ís og að sjálfsögðu fékk kóngurinn ís

LeBron James er ekki kallaður kóngurinn í NBA-körfuboltanum að ástæðulausu. Það sem kóngurinn vill mun kóngurinn fá. Gott dæmi um það er umgjörðin í kringum fyrsta leik Cleveland Cavaliers liðsins sem NBA-meistari.

Þessi hringur skiptir hann meira máli

Tyronn Lue gerði Cleveland Cavaliers að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í NBA og hringurinn sem hann fær afhentan í nótt skiptir hann miklu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×