Það varð alvarlegt bílslys! Guðlaugur Þór Þórðarson og Vilhjálmur Árnason skrifar 27. október 2016 07:00 Hver kannast ekki við fyrirsögn af þessum toga? Hún vekur ótta og kvíða hjá flestum og fólk veigrar sér við að lesa fréttina sem fylgir af ótta við að þekkja þann eða þá sem hún fjallar um. Váfréttir í þessum dúr eru því miður alltof algengar. Um 200 einstaklingar slasast alvarlega, eða láta lífið, á hverju einasta ári. Þetta eru slys sem skilja eftir sig mikinn harmleik í samfélaginu og skilja oft á tíðum ungt og efnilegt fólk eftir örkumla eða það kveður heiminn langt fyrir aldur fram. Þá leggja svona slys gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið og kosta samfélagið okkar um það bil 50 milljarða á ári. Eftir stendur því stóra spurningin, þarf þetta raunverulega að vera svona?Lausnirnar eru til staðar Við búum svo vel á Íslandi að eiga til mikið af gögnum um slys og ástæður þeirra, ástand vegakerfisins o.s.frv. Þá eru til alþjóðleg kerfi eins og Eurotrap, Vita og fleiri sem vinna með þau gögn sem við eigum. Með því að móta skýra stefnu og setja sér markmið er hægt að nýta þessi gögn til að útrýma umferðarslysum.Stefnum á 5 stjörnur Við eigum því að setja okkur þá stefnu að hér á landi verði 5 stjörnu bílar, 5 stjörnu ökumenn og 5 stjörnu vegakerfi. Öruggari bílar, svokallaðir 5 stjörnu bílar, eru komnir til sögunnar. Koma þeirra á markaðinn hefur orðið til þess að líkurnar á því að ökumenn og farþegar bifreiða lifi af umferðaróhöpp hafa aukist, auk þess sem hættan á að þeir slasist alvarlega hefur minnkað. Orsök rúmlega 90% umferðarslysa má rekja til mannlegra mistaka. Það er hægt að ná góðum árangri í að gera fólk að 5 stjörnu ökumönnum með auknu eftirliti lögreglu og öflugri umferðarfræðslu. Mikilvægt er þó að vegirnir séu einnig 5 stjörnu svo hægt sé draga úr mistökum ökumanna og lágmarka skaðann þegar þau eiga sér stað.Góðar fyrirmyndir Í dag eru þrjú lönd til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Svíþjóð hefur sett sér markmið um að 75% ferða verði á öruggum vegum árið 2020. Holland segir lágmark 3 stjörnur á helstu vegum fyrir 2020 og Nýja-Sjáland vill 4 stjörnur fyrir alla þjóðfélagslega mikilvæga vegi. Þess má geta að Alþjóðabankinn lánar ekki til vegaframkvæmda nema hönnun vegarins uppfylli 3 stjörnu markmið.Fækkum váfréttunum Við leggjum því til að í fyrsta áfanga verði byrjað á að bregðast við á slysamestu og áhættusömustu vegum landsins með nauðsynlegum endurbótum; að stefna verði sett um að allir vegir með umferð upp á 10.000 bíla eða meira á dag verði 5 stjörnu og að vegir með 5 til 10 þúsund bíla verði 4 stjörnu vegir. Þannig myndum við á skömmum tíma fækka alvarlegum umferðarslysum um helming. Leggjum okkar af mörkum til að draga úr váfréttunum og komum Íslandi á rétta leið í umferðaröryggi. Setjum X við D.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við fyrirsögn af þessum toga? Hún vekur ótta og kvíða hjá flestum og fólk veigrar sér við að lesa fréttina sem fylgir af ótta við að þekkja þann eða þá sem hún fjallar um. Váfréttir í þessum dúr eru því miður alltof algengar. Um 200 einstaklingar slasast alvarlega, eða láta lífið, á hverju einasta ári. Þetta eru slys sem skilja eftir sig mikinn harmleik í samfélaginu og skilja oft á tíðum ungt og efnilegt fólk eftir örkumla eða það kveður heiminn langt fyrir aldur fram. Þá leggja svona slys gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið og kosta samfélagið okkar um það bil 50 milljarða á ári. Eftir stendur því stóra spurningin, þarf þetta raunverulega að vera svona?Lausnirnar eru til staðar Við búum svo vel á Íslandi að eiga til mikið af gögnum um slys og ástæður þeirra, ástand vegakerfisins o.s.frv. Þá eru til alþjóðleg kerfi eins og Eurotrap, Vita og fleiri sem vinna með þau gögn sem við eigum. Með því að móta skýra stefnu og setja sér markmið er hægt að nýta þessi gögn til að útrýma umferðarslysum.Stefnum á 5 stjörnur Við eigum því að setja okkur þá stefnu að hér á landi verði 5 stjörnu bílar, 5 stjörnu ökumenn og 5 stjörnu vegakerfi. Öruggari bílar, svokallaðir 5 stjörnu bílar, eru komnir til sögunnar. Koma þeirra á markaðinn hefur orðið til þess að líkurnar á því að ökumenn og farþegar bifreiða lifi af umferðaróhöpp hafa aukist, auk þess sem hættan á að þeir slasist alvarlega hefur minnkað. Orsök rúmlega 90% umferðarslysa má rekja til mannlegra mistaka. Það er hægt að ná góðum árangri í að gera fólk að 5 stjörnu ökumönnum með auknu eftirliti lögreglu og öflugri umferðarfræðslu. Mikilvægt er þó að vegirnir séu einnig 5 stjörnu svo hægt sé draga úr mistökum ökumanna og lágmarka skaðann þegar þau eiga sér stað.Góðar fyrirmyndir Í dag eru þrjú lönd til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Svíþjóð hefur sett sér markmið um að 75% ferða verði á öruggum vegum árið 2020. Holland segir lágmark 3 stjörnur á helstu vegum fyrir 2020 og Nýja-Sjáland vill 4 stjörnur fyrir alla þjóðfélagslega mikilvæga vegi. Þess má geta að Alþjóðabankinn lánar ekki til vegaframkvæmda nema hönnun vegarins uppfylli 3 stjörnu markmið.Fækkum váfréttunum Við leggjum því til að í fyrsta áfanga verði byrjað á að bregðast við á slysamestu og áhættusömustu vegum landsins með nauðsynlegum endurbótum; að stefna verði sett um að allir vegir með umferð upp á 10.000 bíla eða meira á dag verði 5 stjörnu og að vegir með 5 til 10 þúsund bíla verði 4 stjörnu vegir. Þannig myndum við á skömmum tíma fækka alvarlegum umferðarslysum um helming. Leggjum okkar af mörkum til að draga úr váfréttunum og komum Íslandi á rétta leið í umferðaröryggi. Setjum X við D.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun