Tæklum spillinguna Jón Þór Ólafsson skrifar 28. október 2016 07:00 Sem markaðssinni sem mælist til hægri í stjórnmálum er mér ljóst að hægri flokkarnir eru illfærir um að efla virka samkeppni, skattaeftirlit og tækla spillingu vegna hagsmunatengsla. Hagsmunatengslin eru skiljanleg því með því að nota almannavald í þágu sérhagsmuna – sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu – hafa ráðandi flokkar fengið aðstoð sérhagsmunaaðila við atkvæðaveiðar. Píratar eru til af því að Internetið og samfélagsmiðlarnir hafa breytt þessu. Í dag þarf ekki aðstoð sérhagsmunaaðila til að ná til kjósenda. Núna er því tækifæri til að tækla þessa óþarfa spillingu sem skilar aðeins velmegun fyrir mjög fáa á kostnað okkar allra. Fyrrverandi saksóknari, Eva Joly, hefur boðist til að aðstoða Pírata við að stöðva brot í skattaskjólum. Samkeppniseftirlitið segir að bann við stjórnarsetu yfirstjórnenda sem brjóta samkeppnislög og það að auðvelda skaðabótamál gegn lögbrjótunum muni bíta. Það er fámennur hópur sem mannar flestar stjórnir stórfyrirtækja í landinu. Sameinuðu þjóðirnar vilja senda sérfræðinga til að aðstoða okkur við að leiða í lög samninginn gegn spillingu sem Ísland samþykkti fyrir sex árum. Minni spilling og virkari samkeppni þýðir meiri verðmætasköpun og hagkvæmara rekstrarumhverfi fyrir langflesta. Spilling er sóun. Það besta sem gerðist fyrir flest Sjálfstæðisfólk og aðra markaðssinna væri umbótastjórn Pírata svo þegar Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda neyðist forystan til að sinna betur grunnstefnu flokksins í stað sérhagsmunagæslu. Miðju-vinstristjórn sem færir okkur markaðsverð fyrir auðlindirnar og aðrar ríkiseignir, stóreflir heilbrigðisþjónustuna, tæklar spillingu, eykur virka samkeppni og eflir lýðræðið með nýju stjórnarskránni er í dag farsæl fyrir framtíð flestra sem hallast til hægri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sem markaðssinni sem mælist til hægri í stjórnmálum er mér ljóst að hægri flokkarnir eru illfærir um að efla virka samkeppni, skattaeftirlit og tækla spillingu vegna hagsmunatengsla. Hagsmunatengslin eru skiljanleg því með því að nota almannavald í þágu sérhagsmuna – sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu – hafa ráðandi flokkar fengið aðstoð sérhagsmunaaðila við atkvæðaveiðar. Píratar eru til af því að Internetið og samfélagsmiðlarnir hafa breytt þessu. Í dag þarf ekki aðstoð sérhagsmunaaðila til að ná til kjósenda. Núna er því tækifæri til að tækla þessa óþarfa spillingu sem skilar aðeins velmegun fyrir mjög fáa á kostnað okkar allra. Fyrrverandi saksóknari, Eva Joly, hefur boðist til að aðstoða Pírata við að stöðva brot í skattaskjólum. Samkeppniseftirlitið segir að bann við stjórnarsetu yfirstjórnenda sem brjóta samkeppnislög og það að auðvelda skaðabótamál gegn lögbrjótunum muni bíta. Það er fámennur hópur sem mannar flestar stjórnir stórfyrirtækja í landinu. Sameinuðu þjóðirnar vilja senda sérfræðinga til að aðstoða okkur við að leiða í lög samninginn gegn spillingu sem Ísland samþykkti fyrir sex árum. Minni spilling og virkari samkeppni þýðir meiri verðmætasköpun og hagkvæmara rekstrarumhverfi fyrir langflesta. Spilling er sóun. Það besta sem gerðist fyrir flest Sjálfstæðisfólk og aðra markaðssinna væri umbótastjórn Pírata svo þegar Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda neyðist forystan til að sinna betur grunnstefnu flokksins í stað sérhagsmunagæslu. Miðju-vinstristjórn sem færir okkur markaðsverð fyrir auðlindirnar og aðrar ríkiseignir, stóreflir heilbrigðisþjónustuna, tæklar spillingu, eykur virka samkeppni og eflir lýðræðið með nýju stjórnarskránni er í dag farsæl fyrir framtíð flestra sem hallast til hægri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar