Jöfn tækifæri Katrín Jakobsdóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Við kjósum á óvenjulegum tíma. Panama-skjölin opnuðu augu margra fyrir misskiptingu í samfélaginu þar sem fámennur hópur hefur nýtt sér aflandsfélög í skattaskjólum til að geyma eignir sínar og fjármuni og kosið að spila eftir öðrum leikreglum en allur almenningur. Misskipting gæðanna er grundvallaratriði í stjórnmálum samtímans. Efnahagsbatinn undanfarin ár hefur sem betur fer skilað því að margir hafa það betra nú en í kjölfar hrunsins. Því miður hefur tækifærið ekki verið nýtt til að tryggja aukinn jöfnuð í samfélaginu heldur hefur áherslan verið á að létta skattbyrðinni af þeim efnameiri. Því miður eru teikn á lofti um að ójöfnuður aukist á ný. Ríkustu tíu prósentin eiga tvo þriðju alls auðs og ríkasta eina prósentið tekur til sín nær helming fjármagnstekna. Þetta er óheillaþróun. Ekki aðeins vegna þess að jöfnuður er réttlætismál heldur líka vegna þess að þeim samfélögum vegnar best þar sem efnahagsleg hagsæld er mest. Við í Vinstri-grænum höfum að leiðarljósi að það sé hlutverk stjórnmálanna að tryggja öllum jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri þýða að við forgangsröðum því að gera aðgerðaáætlun um loftslagsbreytingar því að við viljum að komandi kynslóðir hafi sömu möguleika og þær sem nú lifa. Umhverfissjónarmið þurfa að vera undirliggjandi við alla ákvarðanatöku hins opinbera og tryggja þannig að hagkerfið verði raunverulega grænt og að við náum árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Jöfn tækifæri þýða að það þarf að gera skattkerfið réttlátara og fara í raunverulegt átak gegn skattaundanskotum og skattsvikum. Jöfn tækifæri þýða líka að það á ekki að skipta máli hvort maður er karl eða kona. Það er með öllu óviðunandi að enn tíðkist óútskýrður launamunur, hvort sem er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Jöfn tækifæri þýða líka að það þarf að bæta kjör þeirra hópa sem hafa setið eftir, eins og aldraðra og öryrkja, og tryggja að launaþróun þessara hópa fylgi almennri launaþróun. Jöfn tækifæri snúast um að enginn á að þurfa að neita sér um læknisþjónustu og lyf og þess vegna þarf að létta gjaldtöku af sjúklingum í áföngum og forgangsraða á göngudeildum sjúkrahúsanna og heilsugæslunni. Jöfn tækifæri snúast líka um að allir geti sótt sér menntun. Því miður hafa framhaldsskólar og háskólar setið eftir í fjárveitingum. Við eigum að blása til sóknar í skólamálum og undirbúa okkur þannig undir framtíðina. Áskoranir framtíðarinnar munu kalla á sjálfstæða og skapandi hugsun og þar munu skólarnir skipta höfuðmáli. Þaðan munu spretta enn fleiri sprotar í þekkingariðnaði og nýsköpun. Við höfum tækifæri á laugardaginn til að hafa áhrif á þróun samfélagsins okkar. Tryggja að langtímahugsun ráði ferð og allar ákvarðanir muni stuðla að auknum jöfnuði, sjálfbærni og réttlæti. Nýtum atkvæðisréttinn og breytum samfélaginu til hins betra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Við kjósum á óvenjulegum tíma. Panama-skjölin opnuðu augu margra fyrir misskiptingu í samfélaginu þar sem fámennur hópur hefur nýtt sér aflandsfélög í skattaskjólum til að geyma eignir sínar og fjármuni og kosið að spila eftir öðrum leikreglum en allur almenningur. Misskipting gæðanna er grundvallaratriði í stjórnmálum samtímans. Efnahagsbatinn undanfarin ár hefur sem betur fer skilað því að margir hafa það betra nú en í kjölfar hrunsins. Því miður hefur tækifærið ekki verið nýtt til að tryggja aukinn jöfnuð í samfélaginu heldur hefur áherslan verið á að létta skattbyrðinni af þeim efnameiri. Því miður eru teikn á lofti um að ójöfnuður aukist á ný. Ríkustu tíu prósentin eiga tvo þriðju alls auðs og ríkasta eina prósentið tekur til sín nær helming fjármagnstekna. Þetta er óheillaþróun. Ekki aðeins vegna þess að jöfnuður er réttlætismál heldur líka vegna þess að þeim samfélögum vegnar best þar sem efnahagsleg hagsæld er mest. Við í Vinstri-grænum höfum að leiðarljósi að það sé hlutverk stjórnmálanna að tryggja öllum jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri þýða að við forgangsröðum því að gera aðgerðaáætlun um loftslagsbreytingar því að við viljum að komandi kynslóðir hafi sömu möguleika og þær sem nú lifa. Umhverfissjónarmið þurfa að vera undirliggjandi við alla ákvarðanatöku hins opinbera og tryggja þannig að hagkerfið verði raunverulega grænt og að við náum árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Jöfn tækifæri þýða að það þarf að gera skattkerfið réttlátara og fara í raunverulegt átak gegn skattaundanskotum og skattsvikum. Jöfn tækifæri þýða líka að það á ekki að skipta máli hvort maður er karl eða kona. Það er með öllu óviðunandi að enn tíðkist óútskýrður launamunur, hvort sem er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Jöfn tækifæri þýða líka að það þarf að bæta kjör þeirra hópa sem hafa setið eftir, eins og aldraðra og öryrkja, og tryggja að launaþróun þessara hópa fylgi almennri launaþróun. Jöfn tækifæri snúast um að enginn á að þurfa að neita sér um læknisþjónustu og lyf og þess vegna þarf að létta gjaldtöku af sjúklingum í áföngum og forgangsraða á göngudeildum sjúkrahúsanna og heilsugæslunni. Jöfn tækifæri snúast líka um að allir geti sótt sér menntun. Því miður hafa framhaldsskólar og háskólar setið eftir í fjárveitingum. Við eigum að blása til sóknar í skólamálum og undirbúa okkur þannig undir framtíðina. Áskoranir framtíðarinnar munu kalla á sjálfstæða og skapandi hugsun og þar munu skólarnir skipta höfuðmáli. Þaðan munu spretta enn fleiri sprotar í þekkingariðnaði og nýsköpun. Við höfum tækifæri á laugardaginn til að hafa áhrif á þróun samfélagsins okkar. Tryggja að langtímahugsun ráði ferð og allar ákvarðanir muni stuðla að auknum jöfnuði, sjálfbærni og réttlæti. Nýtum atkvæðisréttinn og breytum samfélaginu til hins betra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar