Samfylkingin fyrir heilbrigðara samfélag Oddný G. Harðardóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Við viljum skapa samfélag þar við njótum öll sömu tækifæra til að mennta okkur og koma þaki yfir höfuðið. Réttlátt samfélag þar sem auðlindir gagnast öllum, veikir fá ókeypis þjónustu og aldraðir lifa góðu lífi. Samfélag þar sem fólk hjálpast að og stendur saman. Ég gekk til liðs við Samfylkinguna árið 2009 af því að ég taldi mig geta lagt gott til við endurreisn Íslands eftir fjármálakreppuna. Aldrei hefði mig grunað að þremur árum síðar sæti ég í fjármálaráðuneyti Íslands með alla þá ábyrgð sem því fylgir. Sú reynsla var dýrmæt því mér lærðist að það er vissulega hægt að stjórna Íslandi með hjartað á réttum stað. Það er hægt að skila hallalausum ríkissjóði og setja meira í heilbrigðisþjónustuna, meira heldur en hafði verið gert í tíu ár þar á undan. Það er hægt að horfa á fjárlögin út frá sjónarhóli barna, eða út frá kynjasjónarhorni, og breyta til góðs.Þetta er allt hægt Samfylkingin ætlar að fjárfesta í heilbrigðisþjónustunni, stíga örugg skref í átt að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og sækja arðinn af auðlindunum með útboði á aflaheimildum. Við ætlum að setja framsækna atvinnustefnu og hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við ætlum að sýna öldruðum sóma og hækka lífeyri í 300 þúsund krónur á mánuði að lágmarki. Bæta kjör öryrkja, tækifæri þeirra og þjónustu. Við ætlum að fjölga leiguíbúðum og sýna samstöðu með ungu fólki við að eignast heimili og með barnafjölskyldum. Við vitum hvernig mögulegt er að fjármagna öll þessi verkefni og við höfum efni á þeim.Hjartað á réttum stað Samfylkingin hefur útfært stefnumál sín vandlega. Það eru góð stjórnmál og heiðarleg að bjóða kjósendum að hafa skoðun á því hvernig skuli leysa stærstu hagsmunamál almennings. Stefnan gengur upp, því þar setjum við fram hjartans mál okkar jafnaðarmanna og leiðir til að fjármagna þau. Stöðugleikinn, sem ríkisstjórnarflokkarnir hæla sér af, er ekki meiri en svo að sjómenn vilja verkfall og félagar í verkalýðshreyfingunni styrkja verkfallssjóði sína vegna óvissunnar sem skapast hefur á vinnumarkaði síðastliðin þrjú ár. Kökunni er ekki jafnt skipt og nú er það næsta verkefni að koma á félagslegum stöðugleika. Kosningamál Samfylkingarinnar eru í samræmi við áherslur verkalýðshreyfingarinnar og það er okkur mikilvægt að ný ríkisstjórn bæti kjör almennings. Kjarninn í því er taka upp nýjan gjaldmiðil, því þannig losum við okkur undan ofurháum vöxtum. Skýr meirihluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um hvort klára eigi aðildarviðræðurnar við ESB, sá vilji verður að ráða för. Þjóðernishyggja og afturhald geta ekki staðið í veginum.Kjósum Samfylkinguna Það er mikilvægt að kjósa Samfylkinguna, alvöru jafnaðarmannaflokk og kjölfestu sem hefur reynslu, þekkingu og þor til að takast á við framtíðina. Afl sem tekur jafnrétti kynjanna alvarlega og sýnir það í verki. Fólk sem vinnur gegn spillingu og frændhygli. Flokk sem hefur jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Við erum með hjartað á réttum stað. Kjósum heilbrigðara samfélag. Kjósum Samfylkinguna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Við viljum skapa samfélag þar við njótum öll sömu tækifæra til að mennta okkur og koma þaki yfir höfuðið. Réttlátt samfélag þar sem auðlindir gagnast öllum, veikir fá ókeypis þjónustu og aldraðir lifa góðu lífi. Samfélag þar sem fólk hjálpast að og stendur saman. Ég gekk til liðs við Samfylkinguna árið 2009 af því að ég taldi mig geta lagt gott til við endurreisn Íslands eftir fjármálakreppuna. Aldrei hefði mig grunað að þremur árum síðar sæti ég í fjármálaráðuneyti Íslands með alla þá ábyrgð sem því fylgir. Sú reynsla var dýrmæt því mér lærðist að það er vissulega hægt að stjórna Íslandi með hjartað á réttum stað. Það er hægt að skila hallalausum ríkissjóði og setja meira í heilbrigðisþjónustuna, meira heldur en hafði verið gert í tíu ár þar á undan. Það er hægt að horfa á fjárlögin út frá sjónarhóli barna, eða út frá kynjasjónarhorni, og breyta til góðs.Þetta er allt hægt Samfylkingin ætlar að fjárfesta í heilbrigðisþjónustunni, stíga örugg skref í átt að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og sækja arðinn af auðlindunum með útboði á aflaheimildum. Við ætlum að setja framsækna atvinnustefnu og hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við ætlum að sýna öldruðum sóma og hækka lífeyri í 300 þúsund krónur á mánuði að lágmarki. Bæta kjör öryrkja, tækifæri þeirra og þjónustu. Við ætlum að fjölga leiguíbúðum og sýna samstöðu með ungu fólki við að eignast heimili og með barnafjölskyldum. Við vitum hvernig mögulegt er að fjármagna öll þessi verkefni og við höfum efni á þeim.Hjartað á réttum stað Samfylkingin hefur útfært stefnumál sín vandlega. Það eru góð stjórnmál og heiðarleg að bjóða kjósendum að hafa skoðun á því hvernig skuli leysa stærstu hagsmunamál almennings. Stefnan gengur upp, því þar setjum við fram hjartans mál okkar jafnaðarmanna og leiðir til að fjármagna þau. Stöðugleikinn, sem ríkisstjórnarflokkarnir hæla sér af, er ekki meiri en svo að sjómenn vilja verkfall og félagar í verkalýðshreyfingunni styrkja verkfallssjóði sína vegna óvissunnar sem skapast hefur á vinnumarkaði síðastliðin þrjú ár. Kökunni er ekki jafnt skipt og nú er það næsta verkefni að koma á félagslegum stöðugleika. Kosningamál Samfylkingarinnar eru í samræmi við áherslur verkalýðshreyfingarinnar og það er okkur mikilvægt að ný ríkisstjórn bæti kjör almennings. Kjarninn í því er taka upp nýjan gjaldmiðil, því þannig losum við okkur undan ofurháum vöxtum. Skýr meirihluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um hvort klára eigi aðildarviðræðurnar við ESB, sá vilji verður að ráða för. Þjóðernishyggja og afturhald geta ekki staðið í veginum.Kjósum Samfylkinguna Það er mikilvægt að kjósa Samfylkinguna, alvöru jafnaðarmannaflokk og kjölfestu sem hefur reynslu, þekkingu og þor til að takast á við framtíðina. Afl sem tekur jafnrétti kynjanna alvarlega og sýnir það í verki. Fólk sem vinnur gegn spillingu og frændhygli. Flokk sem hefur jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Við erum með hjartað á réttum stað. Kjósum heilbrigðara samfélag. Kjósum Samfylkinguna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar