Stjórnmál náttúrunnar Sigursteinn Másson skrifar 28. október 2016 14:06 Af hverju einkennir rörsýn stjórnmálakerfi heimsins? Öll einblína þau á skammtímahagsmuni einnar dýrategundar. Upphrópanir snúast um það sem stjórnmálamenn telja að fólk vilji heyra í stað þess sem ítarleg og fagleg skoðun leiðir í ljós þegar tillit hefur verið tekið til ólíkra sjónarmiða og hagsmuna. Þetta er viðfangsefni hins franska Bruno Latour sem árið 2004 sendi frá sér bókina Stjórnmál náttúrunnar eða Politics of Nature. Þar greinir hann lýðræðisvillu samtímans og takmarkanir nútímastjórnmála. Bruno sem er heimspekingur, mannfræðingur og félagsfræðingur kemst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til að laga stjórnmálin sé að þjóðþingin fái að borðinu fulltrúa allra þeirra hagsmuna sem um er fjallað en ekki örfárra eins og nú er. Tökum dæmi. Þegar boruð eru göng í gegnum fjall fer framkvæmdin í umhverfismat sem er vissulega skref í þá átt sem Bruno er að tala um en gengur of skammt því Bruno mundi vilja að fjallið sjálft fengi talsmann í gegnum allt ákvörðunarferlið sem verji hagsmuni þess. Einnig fuglarnir sem búa í fjallinu um lengri eða skemmri tíma, refurinn að ógleymdu kjarrinu og læknum og auðvitað íbúarnir sitt hvorum megin við fyrirhuguð göng. Gagnrýnendur Bruno, sem eru fjölmargir, hlæja og segja að það bæti vart starf þjóðþinga að hafa þar fulltrúa hænsnfugla og sófans í umræðum um lagafrumvörp. Þeir mega hlæja en það verður ekki hjá því litið að í núverandi fyrirkomulagi er ekki tekið tillit til heildarhagsmuna af því að of fáir eru við ákvarðanatökuborðið. Flumbrugangur og ófaglegar ákvarðanir einkenna um of störf Alþingis rétt eins og ýmissa annarra þjóðþinga og litast af skammtímahagsmunum tiltekinna hópa mannfólks út frá 4 ára kjörtímabili í stað heildarhagsmuna. Bruno veltir því líka upp af hverju vinstri- og umhverfisverndarflokkar hafi, þar sem þeir hafa komist til valda, oft hneigst að svipuðum kerfisbundnum ákvörðunum og hægri kerfisflokkarnir á undan þeim. Því er til að svara að það er auðvitað hægt að sjá mun á stjórnarháttum vinstri og hægri stjórna í gegnum tíðina á Íslandi en hættan samt sem áður sú að stjórnarflokkar hverju sinni máti sig að kerfinu sem fyrir er í stað þess að ráðast í breytingar á því. En það er líka erfiðara að breyta en sigla lygnan sjó. Á síðasta kjörtímabili sáum við til að mynda hvernig kvótaaðallinn beitti valdi sínu gegn auðlindagjöldum í sjávarútvegi þegar þeir fyrirskipuðu flotanum að sigla í höfn og hvernig Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fóru bókstaflega hamförum gegn frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Það varðar almannahagsmuni, hagsmuni dýra og umhverfis að við náum að breyta stjórnarháttum á Íslandi. Við verðum að byrja að taka fleiri sjónarmið inn í ferli ákvarðana og kalla til fulltrúa fleiri hagsmuna en við höfum hingað til gert. Víkka sjóndeildarhringinn í anda Lögréttu hinnar fornu og freista þess að setja niður deilur. Ákvarðanir verða þá ekki aðeins faglegri, þær munu loks byrja að byggja á náttúrulegum forsendum. Náttúran er nefnilega allt. Sólkerfið, selurinn og síminn. Allt er náttúrulegt í grunninn og aðeins með heildrænni nálgun getum við skapað raunverulegt velferðarsamfélag dýra, manna og umhverfis með réttmæta hagsmuni alls sem er að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sigursteinn Másson Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Af hverju einkennir rörsýn stjórnmálakerfi heimsins? Öll einblína þau á skammtímahagsmuni einnar dýrategundar. Upphrópanir snúast um það sem stjórnmálamenn telja að fólk vilji heyra í stað þess sem ítarleg og fagleg skoðun leiðir í ljós þegar tillit hefur verið tekið til ólíkra sjónarmiða og hagsmuna. Þetta er viðfangsefni hins franska Bruno Latour sem árið 2004 sendi frá sér bókina Stjórnmál náttúrunnar eða Politics of Nature. Þar greinir hann lýðræðisvillu samtímans og takmarkanir nútímastjórnmála. Bruno sem er heimspekingur, mannfræðingur og félagsfræðingur kemst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til að laga stjórnmálin sé að þjóðþingin fái að borðinu fulltrúa allra þeirra hagsmuna sem um er fjallað en ekki örfárra eins og nú er. Tökum dæmi. Þegar boruð eru göng í gegnum fjall fer framkvæmdin í umhverfismat sem er vissulega skref í þá átt sem Bruno er að tala um en gengur of skammt því Bruno mundi vilja að fjallið sjálft fengi talsmann í gegnum allt ákvörðunarferlið sem verji hagsmuni þess. Einnig fuglarnir sem búa í fjallinu um lengri eða skemmri tíma, refurinn að ógleymdu kjarrinu og læknum og auðvitað íbúarnir sitt hvorum megin við fyrirhuguð göng. Gagnrýnendur Bruno, sem eru fjölmargir, hlæja og segja að það bæti vart starf þjóðþinga að hafa þar fulltrúa hænsnfugla og sófans í umræðum um lagafrumvörp. Þeir mega hlæja en það verður ekki hjá því litið að í núverandi fyrirkomulagi er ekki tekið tillit til heildarhagsmuna af því að of fáir eru við ákvarðanatökuborðið. Flumbrugangur og ófaglegar ákvarðanir einkenna um of störf Alþingis rétt eins og ýmissa annarra þjóðþinga og litast af skammtímahagsmunum tiltekinna hópa mannfólks út frá 4 ára kjörtímabili í stað heildarhagsmuna. Bruno veltir því líka upp af hverju vinstri- og umhverfisverndarflokkar hafi, þar sem þeir hafa komist til valda, oft hneigst að svipuðum kerfisbundnum ákvörðunum og hægri kerfisflokkarnir á undan þeim. Því er til að svara að það er auðvitað hægt að sjá mun á stjórnarháttum vinstri og hægri stjórna í gegnum tíðina á Íslandi en hættan samt sem áður sú að stjórnarflokkar hverju sinni máti sig að kerfinu sem fyrir er í stað þess að ráðast í breytingar á því. En það er líka erfiðara að breyta en sigla lygnan sjó. Á síðasta kjörtímabili sáum við til að mynda hvernig kvótaaðallinn beitti valdi sínu gegn auðlindagjöldum í sjávarútvegi þegar þeir fyrirskipuðu flotanum að sigla í höfn og hvernig Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fóru bókstaflega hamförum gegn frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Það varðar almannahagsmuni, hagsmuni dýra og umhverfis að við náum að breyta stjórnarháttum á Íslandi. Við verðum að byrja að taka fleiri sjónarmið inn í ferli ákvarðana og kalla til fulltrúa fleiri hagsmuna en við höfum hingað til gert. Víkka sjóndeildarhringinn í anda Lögréttu hinnar fornu og freista þess að setja niður deilur. Ákvarðanir verða þá ekki aðeins faglegri, þær munu loks byrja að byggja á náttúrulegum forsendum. Náttúran er nefnilega allt. Sólkerfið, selurinn og síminn. Allt er náttúrulegt í grunninn og aðeins með heildrænni nálgun getum við skapað raunverulegt velferðarsamfélag dýra, manna og umhverfis með réttmæta hagsmuni alls sem er að leiðarljósi.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun