Vandratað einstigi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 29. október 2016 07:00 Kosið er til Alþingis í dag. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er fylgi flokkanna á fullri ferð, og raunar ógerningur að spá um það að morgni hvernig kosningarnar fara að kvöldi. Þó virðist sem stjórnarflokkarnir séu að einhverju leyti að ná vopnum sínum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst hærri í nokkurn tíma, og Framsókn gælir við tíu prósentin eftir erfiða daga. Ekki er ólíklegt að það sé útspil stjórnarandstöðuflokkanna að hefja vísi að stjórnarmyndunarviðræðum fyrir kosningar sem valdi hreyfingu á fylgi. Með því eru valkostirnir skýrðir; vinstri eða hægri stjórn. Sennilegt er að óttinn við svo róttækar breytingar sé raunverulegur hjá mörgum kjósendum nú þegar vel hefur gengið í efnahagslegu tilliti. Ekki kæmi á óvart þótt útkoma stjórnarflokkanna yrði enn betri þegar talið verður upp úr kössunum. Eftir sem áður virðist ríkisstjórnin kolfallin. Margt bendir til þess að stjórnarmyndunarviðræðurnar hafi verið afleikur, að minnsta kosti af hálfu Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Fólk getur haft aðra ástæðu en þá að vilja vinstri stjórn til að kjósa þá flokka. Það á sérstaklega við um Bjarta framtíð sem skapað hefur sér sérstöðu um mörg mál, til að mynda í andstöðu við búvörusamningana umdeildu. Framganga þeirra í því máli vakti flokkinn upp frá dauðum. Nú telja margir kjósendur að atkvæði greitt þessum flokkum sé atkvæði með vinstri stjórn. Bæði Samfylkingin og Björt framtíð þurfa víðari skírskotun en svo. Viðreisn einn flokka valdi þann kostinn að hafna boði um þátttöku í viðræðunum, og stendur sterkari eftir. Staðan á pólitíska sviðinu er því flóknari en dæmi eru um á seinni tímum. Viðreisn kann að lenda í lykilstöðu, en hefur þó verið afdráttarlaus um að ekki komi til greina að gerast þriðja hjólið í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Þá er raunar allt opið. Viðreisn getur hallað sér á hvora hliðina sem er. Staðan gæti orðið snúin fyrir nýjan forseta þegar niðurstaða liggur fyrir. Það yrði hans fyrsta stóra verkefni, og mögulega eitt það flóknasta sem forseta hefur verið falið í lýðveldissögunni. Vonandi ferst honum það jafn vel úr hendi og önnur léttvægari embættisverk til þessa. Hver sem niðurstaðan verður er ljóst að núverandi stjórnarflokkar geta ekki bara yppt öxlum og sagst ekki skilja hvernig stjórnin getur fallið við þær góðu efnahagslegu aðstæður sem nú ríkja. Þeir hafa leyst efnahagsleg verkefni, en klúðrað samtalinu við fólkið í landinu. Krafan um breytingar er raunveruleg, en breytingarnar mega ekki hafa í för með sér efnahagslegar kollsteypur. Í því felst hið vandrataða einstigi kjósenda í þessum kosningum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kosið er til Alþingis í dag. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er fylgi flokkanna á fullri ferð, og raunar ógerningur að spá um það að morgni hvernig kosningarnar fara að kvöldi. Þó virðist sem stjórnarflokkarnir séu að einhverju leyti að ná vopnum sínum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst hærri í nokkurn tíma, og Framsókn gælir við tíu prósentin eftir erfiða daga. Ekki er ólíklegt að það sé útspil stjórnarandstöðuflokkanna að hefja vísi að stjórnarmyndunarviðræðum fyrir kosningar sem valdi hreyfingu á fylgi. Með því eru valkostirnir skýrðir; vinstri eða hægri stjórn. Sennilegt er að óttinn við svo róttækar breytingar sé raunverulegur hjá mörgum kjósendum nú þegar vel hefur gengið í efnahagslegu tilliti. Ekki kæmi á óvart þótt útkoma stjórnarflokkanna yrði enn betri þegar talið verður upp úr kössunum. Eftir sem áður virðist ríkisstjórnin kolfallin. Margt bendir til þess að stjórnarmyndunarviðræðurnar hafi verið afleikur, að minnsta kosti af hálfu Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Fólk getur haft aðra ástæðu en þá að vilja vinstri stjórn til að kjósa þá flokka. Það á sérstaklega við um Bjarta framtíð sem skapað hefur sér sérstöðu um mörg mál, til að mynda í andstöðu við búvörusamningana umdeildu. Framganga þeirra í því máli vakti flokkinn upp frá dauðum. Nú telja margir kjósendur að atkvæði greitt þessum flokkum sé atkvæði með vinstri stjórn. Bæði Samfylkingin og Björt framtíð þurfa víðari skírskotun en svo. Viðreisn einn flokka valdi þann kostinn að hafna boði um þátttöku í viðræðunum, og stendur sterkari eftir. Staðan á pólitíska sviðinu er því flóknari en dæmi eru um á seinni tímum. Viðreisn kann að lenda í lykilstöðu, en hefur þó verið afdráttarlaus um að ekki komi til greina að gerast þriðja hjólið í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Þá er raunar allt opið. Viðreisn getur hallað sér á hvora hliðina sem er. Staðan gæti orðið snúin fyrir nýjan forseta þegar niðurstaða liggur fyrir. Það yrði hans fyrsta stóra verkefni, og mögulega eitt það flóknasta sem forseta hefur verið falið í lýðveldissögunni. Vonandi ferst honum það jafn vel úr hendi og önnur léttvægari embættisverk til þessa. Hver sem niðurstaðan verður er ljóst að núverandi stjórnarflokkar geta ekki bara yppt öxlum og sagst ekki skilja hvernig stjórnin getur fallið við þær góðu efnahagslegu aðstæður sem nú ríkja. Þeir hafa leyst efnahagsleg verkefni, en klúðrað samtalinu við fólkið í landinu. Krafan um breytingar er raunveruleg, en breytingarnar mega ekki hafa í för með sér efnahagslegar kollsteypur. Í því felst hið vandrataða einstigi kjósenda í þessum kosningum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun