Af hverju Samfylkingin? Árni Páll Árnason skrifar 12. október 2016 07:00 Ég hef hitt fjölmarga undanfarna daga sem eru sammála Samfylkingunni um höfuðstefnuna, en eru samt efins um hvort þeir eigi að kjósa okkur. Í boði eru fjölmargir flokkar sem segja mjög svipaða hluti og Samfylkingin og í sumum kosningaprófum er vart að sjá mun á flokkunum. En það er munur.Ekki bara fyrir kosningar Fyrir það fyrsta þarf að muna að það skiptir ekki mestu máli hvað menn segja fyrir kosningar, heldur hvað menn gera. Það er vissulega áhugavert að sjá ýmsa Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn spretta nú upp og lofa 300 þúsund króna lágmarksgreiðslum til lífeyrisþega. Við fluttum hins vegar um það tillögu, ekki einu sinni heldur þrisvar. Og þeir felldu þær tillögur, ekki einu sinni heldur þrisvar. Á kjörtímabilinu höfum við líka barist gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að loka bóknámsdeildum framhaldsskólanna fyrir fólki yfir 25 ára aldri og gegn endurteknum lækkunum veiðigjalda, á sama tíma og stórútgerðin skilar methagnaði.Við höfum reynslu Það má margt segja um Samfylkinguna en þjóðin veit hvar hjarta hennar slær. Okkar fyrsta verk í ríkisstjórn var að hækka lægstu lífeyrisgreiðslur um 42% og að þeirri hækkun bjuggu lífeyrisþegar í hruninu. Í niðurskurði hrunsáranna skertum við lægstu lífeyrisgreiðslur ekki um eina krónu og hækkuðum lífeyri langt umfram lagaskyldu strax árið 2011. Við vörðum sem kostur er útgjöld til velferðarmála og náðum að auka við framlög til Landspítalans síðasta ríkisstjórnarárið okkar og það var í fyrsta sinn frá aldamótum sem raunaukning varð í framlögum þangað. Við réðumst í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og hófum byggingu 400 rýma vítt og breitt um landið. Á öllum þessum sviðum varð stórastopp eftir að ný ríkisstjórn komst til valda. Við gerbreyttum reglum um skuldamál einstaklinga með styttingu fyrningartíma gjaldþrota, greiðsluaðlögun og öðrum greiðsluúrræðum. Fyrir vikið komust þúsundir heimila í gegnum þessa kreppu án þess að missa íbúðarhúsnæði sitt og án þess að dragnast með skuldahala með sér áratugum saman, eins og alltaf hefur áður gerst í niðursveiflu á Íslandi.Við höfum metnað Við létum ekki duga að verja velferðina. Við réðumst í breytingar á sjávarútvegskerfinu og náðum því fram að alvöru veiðigjöld voru lögð á útgerðina í fyrsta sinn. Við eigum eftir að ná fram fyrningu aflaheimilda og uppboði lausra aflaheimilda, til að hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Við sóttum um aðild að Evrópusambandinu og fyrir harðfylgi okkar í stjórnarandstöðu á þjóðin þann möguleika að taka þann þráð upp að nýju. Og við hófum gríðarlega metnaðarfullt endurskoðunarferli stjórnarskrár, sem leiða þarf til lykta á nýju kjörtímabili.Verkefnin fram undan Á nýju kjörtímabili þarf metnaðarfulla atvinnustefnu sem tryggir okkur betur launuð störf, svo okkur haldist á fólkinu okkar í vaxandi samkeppni við önnur lönd. Við þurfum fjölbreytta menntun til að standa undir þeim störfum. Til þess þarf mikla aukningu í framlögum til háskóla og átak í verk- og tæknimenntun. Velferð hér verður að standast samjöfnuð við velferð í nágrannalöndunum og til þess eru nú öll tækifæri. Við þurfum líka að leysa úr brýnum velferðarvanda. Ný kynslóð kemst ekki í öruggt, ódýrt húsnæði. Við viljum veita henni forskot, með því að heimila fyrirframgreiðslu vaxtabóta fyrstu fimm áranna, til að auðvelda fólki að kaupa fyrstu íbúð. Aldraðir njóta ekki jafnstöðu við aðra og hár húsnæðiskostnaður leikur marga úr þeim hópi grátt. Við viljum hækka lífeyrisgreiðslur í 300 þúsund með sama hætti og lágmarkslaun og það þarf að grípa til sérstakra aðgerða til að mæta háum húsnæðiskostnaði lífeyrisþega.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Ég hef hitt fjölmarga undanfarna daga sem eru sammála Samfylkingunni um höfuðstefnuna, en eru samt efins um hvort þeir eigi að kjósa okkur. Í boði eru fjölmargir flokkar sem segja mjög svipaða hluti og Samfylkingin og í sumum kosningaprófum er vart að sjá mun á flokkunum. En það er munur.Ekki bara fyrir kosningar Fyrir það fyrsta þarf að muna að það skiptir ekki mestu máli hvað menn segja fyrir kosningar, heldur hvað menn gera. Það er vissulega áhugavert að sjá ýmsa Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn spretta nú upp og lofa 300 þúsund króna lágmarksgreiðslum til lífeyrisþega. Við fluttum hins vegar um það tillögu, ekki einu sinni heldur þrisvar. Og þeir felldu þær tillögur, ekki einu sinni heldur þrisvar. Á kjörtímabilinu höfum við líka barist gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að loka bóknámsdeildum framhaldsskólanna fyrir fólki yfir 25 ára aldri og gegn endurteknum lækkunum veiðigjalda, á sama tíma og stórútgerðin skilar methagnaði.Við höfum reynslu Það má margt segja um Samfylkinguna en þjóðin veit hvar hjarta hennar slær. Okkar fyrsta verk í ríkisstjórn var að hækka lægstu lífeyrisgreiðslur um 42% og að þeirri hækkun bjuggu lífeyrisþegar í hruninu. Í niðurskurði hrunsáranna skertum við lægstu lífeyrisgreiðslur ekki um eina krónu og hækkuðum lífeyri langt umfram lagaskyldu strax árið 2011. Við vörðum sem kostur er útgjöld til velferðarmála og náðum að auka við framlög til Landspítalans síðasta ríkisstjórnarárið okkar og það var í fyrsta sinn frá aldamótum sem raunaukning varð í framlögum þangað. Við réðumst í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og hófum byggingu 400 rýma vítt og breitt um landið. Á öllum þessum sviðum varð stórastopp eftir að ný ríkisstjórn komst til valda. Við gerbreyttum reglum um skuldamál einstaklinga með styttingu fyrningartíma gjaldþrota, greiðsluaðlögun og öðrum greiðsluúrræðum. Fyrir vikið komust þúsundir heimila í gegnum þessa kreppu án þess að missa íbúðarhúsnæði sitt og án þess að dragnast með skuldahala með sér áratugum saman, eins og alltaf hefur áður gerst í niðursveiflu á Íslandi.Við höfum metnað Við létum ekki duga að verja velferðina. Við réðumst í breytingar á sjávarútvegskerfinu og náðum því fram að alvöru veiðigjöld voru lögð á útgerðina í fyrsta sinn. Við eigum eftir að ná fram fyrningu aflaheimilda og uppboði lausra aflaheimilda, til að hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Við sóttum um aðild að Evrópusambandinu og fyrir harðfylgi okkar í stjórnarandstöðu á þjóðin þann möguleika að taka þann þráð upp að nýju. Og við hófum gríðarlega metnaðarfullt endurskoðunarferli stjórnarskrár, sem leiða þarf til lykta á nýju kjörtímabili.Verkefnin fram undan Á nýju kjörtímabili þarf metnaðarfulla atvinnustefnu sem tryggir okkur betur launuð störf, svo okkur haldist á fólkinu okkar í vaxandi samkeppni við önnur lönd. Við þurfum fjölbreytta menntun til að standa undir þeim störfum. Til þess þarf mikla aukningu í framlögum til háskóla og átak í verk- og tæknimenntun. Velferð hér verður að standast samjöfnuð við velferð í nágrannalöndunum og til þess eru nú öll tækifæri. Við þurfum líka að leysa úr brýnum velferðarvanda. Ný kynslóð kemst ekki í öruggt, ódýrt húsnæði. Við viljum veita henni forskot, með því að heimila fyrirframgreiðslu vaxtabóta fyrstu fimm áranna, til að auðvelda fólki að kaupa fyrstu íbúð. Aldraðir njóta ekki jafnstöðu við aðra og hár húsnæðiskostnaður leikur marga úr þeim hópi grátt. Við viljum hækka lífeyrisgreiðslur í 300 þúsund með sama hætti og lágmarkslaun og það þarf að grípa til sérstakra aðgerða til að mæta háum húsnæðiskostnaði lífeyrisþega.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun