Af hverju Samfylkingin? Árni Páll Árnason skrifar 12. október 2016 07:00 Ég hef hitt fjölmarga undanfarna daga sem eru sammála Samfylkingunni um höfuðstefnuna, en eru samt efins um hvort þeir eigi að kjósa okkur. Í boði eru fjölmargir flokkar sem segja mjög svipaða hluti og Samfylkingin og í sumum kosningaprófum er vart að sjá mun á flokkunum. En það er munur.Ekki bara fyrir kosningar Fyrir það fyrsta þarf að muna að það skiptir ekki mestu máli hvað menn segja fyrir kosningar, heldur hvað menn gera. Það er vissulega áhugavert að sjá ýmsa Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn spretta nú upp og lofa 300 þúsund króna lágmarksgreiðslum til lífeyrisþega. Við fluttum hins vegar um það tillögu, ekki einu sinni heldur þrisvar. Og þeir felldu þær tillögur, ekki einu sinni heldur þrisvar. Á kjörtímabilinu höfum við líka barist gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að loka bóknámsdeildum framhaldsskólanna fyrir fólki yfir 25 ára aldri og gegn endurteknum lækkunum veiðigjalda, á sama tíma og stórútgerðin skilar methagnaði.Við höfum reynslu Það má margt segja um Samfylkinguna en þjóðin veit hvar hjarta hennar slær. Okkar fyrsta verk í ríkisstjórn var að hækka lægstu lífeyrisgreiðslur um 42% og að þeirri hækkun bjuggu lífeyrisþegar í hruninu. Í niðurskurði hrunsáranna skertum við lægstu lífeyrisgreiðslur ekki um eina krónu og hækkuðum lífeyri langt umfram lagaskyldu strax árið 2011. Við vörðum sem kostur er útgjöld til velferðarmála og náðum að auka við framlög til Landspítalans síðasta ríkisstjórnarárið okkar og það var í fyrsta sinn frá aldamótum sem raunaukning varð í framlögum þangað. Við réðumst í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og hófum byggingu 400 rýma vítt og breitt um landið. Á öllum þessum sviðum varð stórastopp eftir að ný ríkisstjórn komst til valda. Við gerbreyttum reglum um skuldamál einstaklinga með styttingu fyrningartíma gjaldþrota, greiðsluaðlögun og öðrum greiðsluúrræðum. Fyrir vikið komust þúsundir heimila í gegnum þessa kreppu án þess að missa íbúðarhúsnæði sitt og án þess að dragnast með skuldahala með sér áratugum saman, eins og alltaf hefur áður gerst í niðursveiflu á Íslandi.Við höfum metnað Við létum ekki duga að verja velferðina. Við réðumst í breytingar á sjávarútvegskerfinu og náðum því fram að alvöru veiðigjöld voru lögð á útgerðina í fyrsta sinn. Við eigum eftir að ná fram fyrningu aflaheimilda og uppboði lausra aflaheimilda, til að hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Við sóttum um aðild að Evrópusambandinu og fyrir harðfylgi okkar í stjórnarandstöðu á þjóðin þann möguleika að taka þann þráð upp að nýju. Og við hófum gríðarlega metnaðarfullt endurskoðunarferli stjórnarskrár, sem leiða þarf til lykta á nýju kjörtímabili.Verkefnin fram undan Á nýju kjörtímabili þarf metnaðarfulla atvinnustefnu sem tryggir okkur betur launuð störf, svo okkur haldist á fólkinu okkar í vaxandi samkeppni við önnur lönd. Við þurfum fjölbreytta menntun til að standa undir þeim störfum. Til þess þarf mikla aukningu í framlögum til háskóla og átak í verk- og tæknimenntun. Velferð hér verður að standast samjöfnuð við velferð í nágrannalöndunum og til þess eru nú öll tækifæri. Við þurfum líka að leysa úr brýnum velferðarvanda. Ný kynslóð kemst ekki í öruggt, ódýrt húsnæði. Við viljum veita henni forskot, með því að heimila fyrirframgreiðslu vaxtabóta fyrstu fimm áranna, til að auðvelda fólki að kaupa fyrstu íbúð. Aldraðir njóta ekki jafnstöðu við aðra og hár húsnæðiskostnaður leikur marga úr þeim hópi grátt. Við viljum hækka lífeyrisgreiðslur í 300 þúsund með sama hætti og lágmarkslaun og það þarf að grípa til sérstakra aðgerða til að mæta háum húsnæðiskostnaði lífeyrisþega.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef hitt fjölmarga undanfarna daga sem eru sammála Samfylkingunni um höfuðstefnuna, en eru samt efins um hvort þeir eigi að kjósa okkur. Í boði eru fjölmargir flokkar sem segja mjög svipaða hluti og Samfylkingin og í sumum kosningaprófum er vart að sjá mun á flokkunum. En það er munur.Ekki bara fyrir kosningar Fyrir það fyrsta þarf að muna að það skiptir ekki mestu máli hvað menn segja fyrir kosningar, heldur hvað menn gera. Það er vissulega áhugavert að sjá ýmsa Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn spretta nú upp og lofa 300 þúsund króna lágmarksgreiðslum til lífeyrisþega. Við fluttum hins vegar um það tillögu, ekki einu sinni heldur þrisvar. Og þeir felldu þær tillögur, ekki einu sinni heldur þrisvar. Á kjörtímabilinu höfum við líka barist gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að loka bóknámsdeildum framhaldsskólanna fyrir fólki yfir 25 ára aldri og gegn endurteknum lækkunum veiðigjalda, á sama tíma og stórútgerðin skilar methagnaði.Við höfum reynslu Það má margt segja um Samfylkinguna en þjóðin veit hvar hjarta hennar slær. Okkar fyrsta verk í ríkisstjórn var að hækka lægstu lífeyrisgreiðslur um 42% og að þeirri hækkun bjuggu lífeyrisþegar í hruninu. Í niðurskurði hrunsáranna skertum við lægstu lífeyrisgreiðslur ekki um eina krónu og hækkuðum lífeyri langt umfram lagaskyldu strax árið 2011. Við vörðum sem kostur er útgjöld til velferðarmála og náðum að auka við framlög til Landspítalans síðasta ríkisstjórnarárið okkar og það var í fyrsta sinn frá aldamótum sem raunaukning varð í framlögum þangað. Við réðumst í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og hófum byggingu 400 rýma vítt og breitt um landið. Á öllum þessum sviðum varð stórastopp eftir að ný ríkisstjórn komst til valda. Við gerbreyttum reglum um skuldamál einstaklinga með styttingu fyrningartíma gjaldþrota, greiðsluaðlögun og öðrum greiðsluúrræðum. Fyrir vikið komust þúsundir heimila í gegnum þessa kreppu án þess að missa íbúðarhúsnæði sitt og án þess að dragnast með skuldahala með sér áratugum saman, eins og alltaf hefur áður gerst í niðursveiflu á Íslandi.Við höfum metnað Við létum ekki duga að verja velferðina. Við réðumst í breytingar á sjávarútvegskerfinu og náðum því fram að alvöru veiðigjöld voru lögð á útgerðina í fyrsta sinn. Við eigum eftir að ná fram fyrningu aflaheimilda og uppboði lausra aflaheimilda, til að hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Við sóttum um aðild að Evrópusambandinu og fyrir harðfylgi okkar í stjórnarandstöðu á þjóðin þann möguleika að taka þann þráð upp að nýju. Og við hófum gríðarlega metnaðarfullt endurskoðunarferli stjórnarskrár, sem leiða þarf til lykta á nýju kjörtímabili.Verkefnin fram undan Á nýju kjörtímabili þarf metnaðarfulla atvinnustefnu sem tryggir okkur betur launuð störf, svo okkur haldist á fólkinu okkar í vaxandi samkeppni við önnur lönd. Við þurfum fjölbreytta menntun til að standa undir þeim störfum. Til þess þarf mikla aukningu í framlögum til háskóla og átak í verk- og tæknimenntun. Velferð hér verður að standast samjöfnuð við velferð í nágrannalöndunum og til þess eru nú öll tækifæri. Við þurfum líka að leysa úr brýnum velferðarvanda. Ný kynslóð kemst ekki í öruggt, ódýrt húsnæði. Við viljum veita henni forskot, með því að heimila fyrirframgreiðslu vaxtabóta fyrstu fimm áranna, til að auðvelda fólki að kaupa fyrstu íbúð. Aldraðir njóta ekki jafnstöðu við aðra og hár húsnæðiskostnaður leikur marga úr þeim hópi grátt. Við viljum hækka lífeyrisgreiðslur í 300 þúsund með sama hætti og lágmarkslaun og það þarf að grípa til sérstakra aðgerða til að mæta háum húsnæðiskostnaði lífeyrisþega.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun