„Almenningsvæðing“, Bjarni? Vésteinn Valgarðsson skrifar 13. október 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nefndi þá hugmynd á dögunum, að það ætti að „almenningsvæða“ Landsbanka Íslands. Það er gaman að sjá að boðskapur Alþýðufylkingarinnar um félagsvæðingu hafi náð svo langt, að hann sé farinn að bergmála úr herbúðum íhaldsins. Þaðan kemur hann þó svo skældur að þörf er á leiðréttingu. „Almenningsvæðing“ Bjarna er algerlega á forsendum markaðshyggjunnar. Það á ekkert skylt við félagsvæðingu, að afhenda einhver 10-20% bankans „beint til almennings“, hvort sem það er gegn gjaldi eður ei, dreift í öreindum eða stórum stykkjum, framseljanlegt eða óframseljanlegt. Bankinn er áfram rekinn í gróðaskyni og heldur áfram að draga sér fé frá fólkinu í landinu. Félagsvæðing er aftur á móti allt annað. Hún snýst aðallega um tilgang rekstrarins. Tilgangur félagslegs banka er að veita fólki hagstæða fjármálaþjónustu. Það á ekki að vera neinn annar tilgangur. Eða réttara: annar tilgangur er andfélagslegur. Fjármálakerfið á ekki að vera rekið í gróðaskyni; gróðinn á að koma fram í betri lífskjörum í landinu vegna þess að fólk þarf ekki lengur að borga okurvexti af lánum. Sumir stjórnmálaflokkar tala fyrir „samfélagsbanka“. Við í Alþýðufylkingunni viljum að allt fjármálakerfið sé félagslega rekið, ekki bara bankarnir heldur líka lífeyrissjóðir og tryggingafélög. Bjarni Benediktsson er ólíklegur til að samsinna því og enn ólíklegri til að framkvæma það. Ef fólk vill að fjármálakerfið í landinu þjóni fólkinu en ekki auðvaldinu, þá á hvorki að þiggja dúsu Bjarna né hálfkákið sem fólk kallar „samfélagsbanka“ – það á að félagsvæða fjármálakerfið, hvorki meira né minna, og útrýma andfélagslegri okurlánastarfsemi úr landinu. Fyrsta skrefið til þess að er kjósa Alþýðufylkinguna í Alþingiskosningunum í haust.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nefndi þá hugmynd á dögunum, að það ætti að „almenningsvæða“ Landsbanka Íslands. Það er gaman að sjá að boðskapur Alþýðufylkingarinnar um félagsvæðingu hafi náð svo langt, að hann sé farinn að bergmála úr herbúðum íhaldsins. Þaðan kemur hann þó svo skældur að þörf er á leiðréttingu. „Almenningsvæðing“ Bjarna er algerlega á forsendum markaðshyggjunnar. Það á ekkert skylt við félagsvæðingu, að afhenda einhver 10-20% bankans „beint til almennings“, hvort sem það er gegn gjaldi eður ei, dreift í öreindum eða stórum stykkjum, framseljanlegt eða óframseljanlegt. Bankinn er áfram rekinn í gróðaskyni og heldur áfram að draga sér fé frá fólkinu í landinu. Félagsvæðing er aftur á móti allt annað. Hún snýst aðallega um tilgang rekstrarins. Tilgangur félagslegs banka er að veita fólki hagstæða fjármálaþjónustu. Það á ekki að vera neinn annar tilgangur. Eða réttara: annar tilgangur er andfélagslegur. Fjármálakerfið á ekki að vera rekið í gróðaskyni; gróðinn á að koma fram í betri lífskjörum í landinu vegna þess að fólk þarf ekki lengur að borga okurvexti af lánum. Sumir stjórnmálaflokkar tala fyrir „samfélagsbanka“. Við í Alþýðufylkingunni viljum að allt fjármálakerfið sé félagslega rekið, ekki bara bankarnir heldur líka lífeyrissjóðir og tryggingafélög. Bjarni Benediktsson er ólíklegur til að samsinna því og enn ólíklegri til að framkvæma það. Ef fólk vill að fjármálakerfið í landinu þjóni fólkinu en ekki auðvaldinu, þá á hvorki að þiggja dúsu Bjarna né hálfkákið sem fólk kallar „samfélagsbanka“ – það á að félagsvæða fjármálakerfið, hvorki meira né minna, og útrýma andfélagslegri okurlánastarfsemi úr landinu. Fyrsta skrefið til þess að er kjósa Alþýðufylkinguna í Alþingiskosningunum í haust.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun