Stórt skref stigið í baráttunni við loftlagsbreytingar Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2016 09:39 John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og , Shri Anil Madhav Dave, umhverfisráðherra Indlands á fundinum. Vísir/Getty Tilkynnt var á ráðstefnu í Rúanda í morgun að 197 ríki og svæði hefðu náð samkomulagi um að draga stórlega úr notkun gróðurhúsalofttegunda í ísskápum og loftkælikerfum. Þetta er talið stórt skref í baráttunni á móti skaðlegum loftlagsbreytingum á jörðinni. Tvö stærstu hagkerfi heims, Bandaríkin og Kína eru hluti af samkomulaginu. Samkvæmt því verða ríki flokkuð í þrjá flokka varðandi niðurskurð á notkun tækja sem nota hydroflúorkarbón, vetnisflúorkolefni, sem eru aðallega ísskápar og loftkælikerfi. En þetta efni er talið geta valdið tíu þúsund sinnum meiri skaða á andrúmsloftinu en koltvísýringur. Vincent Biruta ráðherra náttúruauðlinda í Rúanda greindi frá samkomulaginu við sólarupprás þar í morgun og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar ljóst var að samkomulag hefði náðst. Þróuð ríki í Evrópu og Norður-Ameríku munu draga úr notkun hinna skaðlegu efna um tíu prósent fyrir árið 2019 og um 85 prósent fyrir árið 2036. Önnur lönd munu stöðva aukningu á notkun þessara efna ýmist fyrir 2024 eða 2028 og eftir það draga úr notkuninni í skrefum. Þróunarlöndin fá rýmri tíma en þróuð ríki þar sem millistéttin vex hratt í mörgum þeirra sem og vegna heitara loftlags en á norðurslóðum. Þá óttast Indverjar að ströng skilyrði í þessum efnum gætu dregið úr hröðum vexti efnahagslífsins hjá þeim. Þetta er annað stóra skrefið sem stigið er á stuttum tíma í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum, en í síðustu viku varð Parísar-samkomulagið í loftlagsmálum bindandi fyrir ríki heims eftir að Indland, Kanada og Evrópuþingið staðfestu það. Loftslagsmál Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Tilkynnt var á ráðstefnu í Rúanda í morgun að 197 ríki og svæði hefðu náð samkomulagi um að draga stórlega úr notkun gróðurhúsalofttegunda í ísskápum og loftkælikerfum. Þetta er talið stórt skref í baráttunni á móti skaðlegum loftlagsbreytingum á jörðinni. Tvö stærstu hagkerfi heims, Bandaríkin og Kína eru hluti af samkomulaginu. Samkvæmt því verða ríki flokkuð í þrjá flokka varðandi niðurskurð á notkun tækja sem nota hydroflúorkarbón, vetnisflúorkolefni, sem eru aðallega ísskápar og loftkælikerfi. En þetta efni er talið geta valdið tíu þúsund sinnum meiri skaða á andrúmsloftinu en koltvísýringur. Vincent Biruta ráðherra náttúruauðlinda í Rúanda greindi frá samkomulaginu við sólarupprás þar í morgun og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar ljóst var að samkomulag hefði náðst. Þróuð ríki í Evrópu og Norður-Ameríku munu draga úr notkun hinna skaðlegu efna um tíu prósent fyrir árið 2019 og um 85 prósent fyrir árið 2036. Önnur lönd munu stöðva aukningu á notkun þessara efna ýmist fyrir 2024 eða 2028 og eftir það draga úr notkuninni í skrefum. Þróunarlöndin fá rýmri tíma en þróuð ríki þar sem millistéttin vex hratt í mörgum þeirra sem og vegna heitara loftlags en á norðurslóðum. Þá óttast Indverjar að ströng skilyrði í þessum efnum gætu dregið úr hröðum vexti efnahagslífsins hjá þeim. Þetta er annað stóra skrefið sem stigið er á stuttum tíma í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum, en í síðustu viku varð Parísar-samkomulagið í loftlagsmálum bindandi fyrir ríki heims eftir að Indland, Kanada og Evrópuþingið staðfestu það.
Loftslagsmál Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira