Stórt skref stigið í baráttunni við loftlagsbreytingar Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2016 09:39 John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og , Shri Anil Madhav Dave, umhverfisráðherra Indlands á fundinum. Vísir/Getty Tilkynnt var á ráðstefnu í Rúanda í morgun að 197 ríki og svæði hefðu náð samkomulagi um að draga stórlega úr notkun gróðurhúsalofttegunda í ísskápum og loftkælikerfum. Þetta er talið stórt skref í baráttunni á móti skaðlegum loftlagsbreytingum á jörðinni. Tvö stærstu hagkerfi heims, Bandaríkin og Kína eru hluti af samkomulaginu. Samkvæmt því verða ríki flokkuð í þrjá flokka varðandi niðurskurð á notkun tækja sem nota hydroflúorkarbón, vetnisflúorkolefni, sem eru aðallega ísskápar og loftkælikerfi. En þetta efni er talið geta valdið tíu þúsund sinnum meiri skaða á andrúmsloftinu en koltvísýringur. Vincent Biruta ráðherra náttúruauðlinda í Rúanda greindi frá samkomulaginu við sólarupprás þar í morgun og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar ljóst var að samkomulag hefði náðst. Þróuð ríki í Evrópu og Norður-Ameríku munu draga úr notkun hinna skaðlegu efna um tíu prósent fyrir árið 2019 og um 85 prósent fyrir árið 2036. Önnur lönd munu stöðva aukningu á notkun þessara efna ýmist fyrir 2024 eða 2028 og eftir það draga úr notkuninni í skrefum. Þróunarlöndin fá rýmri tíma en þróuð ríki þar sem millistéttin vex hratt í mörgum þeirra sem og vegna heitara loftlags en á norðurslóðum. Þá óttast Indverjar að ströng skilyrði í þessum efnum gætu dregið úr hröðum vexti efnahagslífsins hjá þeim. Þetta er annað stóra skrefið sem stigið er á stuttum tíma í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum, en í síðustu viku varð Parísar-samkomulagið í loftlagsmálum bindandi fyrir ríki heims eftir að Indland, Kanada og Evrópuþingið staðfestu það. Loftslagsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Tilkynnt var á ráðstefnu í Rúanda í morgun að 197 ríki og svæði hefðu náð samkomulagi um að draga stórlega úr notkun gróðurhúsalofttegunda í ísskápum og loftkælikerfum. Þetta er talið stórt skref í baráttunni á móti skaðlegum loftlagsbreytingum á jörðinni. Tvö stærstu hagkerfi heims, Bandaríkin og Kína eru hluti af samkomulaginu. Samkvæmt því verða ríki flokkuð í þrjá flokka varðandi niðurskurð á notkun tækja sem nota hydroflúorkarbón, vetnisflúorkolefni, sem eru aðallega ísskápar og loftkælikerfi. En þetta efni er talið geta valdið tíu þúsund sinnum meiri skaða á andrúmsloftinu en koltvísýringur. Vincent Biruta ráðherra náttúruauðlinda í Rúanda greindi frá samkomulaginu við sólarupprás þar í morgun og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar ljóst var að samkomulag hefði náðst. Þróuð ríki í Evrópu og Norður-Ameríku munu draga úr notkun hinna skaðlegu efna um tíu prósent fyrir árið 2019 og um 85 prósent fyrir árið 2036. Önnur lönd munu stöðva aukningu á notkun þessara efna ýmist fyrir 2024 eða 2028 og eftir það draga úr notkuninni í skrefum. Þróunarlöndin fá rýmri tíma en þróuð ríki þar sem millistéttin vex hratt í mörgum þeirra sem og vegna heitara loftlags en á norðurslóðum. Þá óttast Indverjar að ströng skilyrði í þessum efnum gætu dregið úr hröðum vexti efnahagslífsins hjá þeim. Þetta er annað stóra skrefið sem stigið er á stuttum tíma í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum, en í síðustu viku varð Parísar-samkomulagið í loftlagsmálum bindandi fyrir ríki heims eftir að Indland, Kanada og Evrópuþingið staðfestu það.
Loftslagsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira