Teitur er tilbúinn Aron Leví Beck skrifar 17. október 2016 16:20 Neytendasamtökin kjósa sér nýjan formann um næstu helgi eða laugardaginn 22. október. Þá kemur í ljós hver fær það mikilvæga hlutverk að vera talsmaður neytenda í landinu. Það er ferlega mikilvægt verkefni því þó við séum öll neytendur – og þannig stærsti hagsmunahópur í landinu – þá erum neytendur oft dreifðir og óskipulagðir. Neytendasamtökin þurfa því að vera öflug og formaður þeirra duglegur, drífandi og óragur við að taka slaginn. Formaðurinn gefur nefnilega tóninn fyrir allt starf samtakanna og ef hann er sterkur – þá eru samtökin sterk. Það er af þessari ástæðu sem ég styð Teit Atlason sem næsta formann. Teitur hefur sýnt það og sannað sem varaformaður Neytendasamtakana síðustu ár að hann er rétti maðurinn til að vera talsmaður neytenda á Íslandi. Í hverju málinu af öðru hefur hann stigið fram og varið hagsmuni almennings, spurt óþægilegra en nauðsynlegra spurninga, veitt fyrirtækjum eðlilegt aðhald og barist gegn okri og svindli hvar sem það birtist. Teitur talar um málin eins og þau eru og er ekkert að sykurhúða hlutina þegar þeir eru ekki í lagi. Mér fannst til dæmis frábært hvernig hann beitti sér í Borgunarmálinu og um málefni Auðkennis, í umræðunni um umhverfisvænar merkingar (sem voru hvorki fugl né fiskur) og nú síðast hvernig erlendir ferðamenn eru stundum snuðaðir, sem bitnar á endanum á okkur öllum. Í öllum þessu málum sýndi Teitur frumkvæði, baráttuþrek og síðast en ekki síst djörfung því það er ekki allra að skora voldug öfl og fjársterk fyrirtæki á hólm. En talsmaður neytenda má aldrei vera hræddur – ef eitthvað er þá eiga þeir sem eru að svína á neytendum að vera hræddir við hann! Í öllum þessum málum og mörgum fleirum hefur Teitur sýnt að hann er rétti maðurinn í starfið. Og ég held að Neytendasamtökin séu líka tilbúin til að stíga betur upp og berjast enn betur fyrir málefnum neytenda. Þau þurfa að gera það því það víða er pottur brotinn og það þarf alltaf að vera á verði og sækja fram með hagsmuni neytenda. Það gerir það enginn nema við sjálf. Núverandi formaður og allur sá fjöldi fólks sem hefur starfað í neytendamálum á undanförnum árum og áratugum hefur staðið sig vel og margir sigrar hafa unnist. En það má og þarf að gera enn betur. Nýir samskiptamiðlar fela í sér alls konar tækifæri til þess, en það er ekki nóg að hafa tæki og tól, það þarf líka að beita þeim. Til þess þurfum við líka ferska og kjarkaða forystumenn, með góða dómgreind og skýra rödd. Teitur er tilbúinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Neytendasamtökin kjósa sér nýjan formann um næstu helgi eða laugardaginn 22. október. Þá kemur í ljós hver fær það mikilvæga hlutverk að vera talsmaður neytenda í landinu. Það er ferlega mikilvægt verkefni því þó við séum öll neytendur – og þannig stærsti hagsmunahópur í landinu – þá erum neytendur oft dreifðir og óskipulagðir. Neytendasamtökin þurfa því að vera öflug og formaður þeirra duglegur, drífandi og óragur við að taka slaginn. Formaðurinn gefur nefnilega tóninn fyrir allt starf samtakanna og ef hann er sterkur – þá eru samtökin sterk. Það er af þessari ástæðu sem ég styð Teit Atlason sem næsta formann. Teitur hefur sýnt það og sannað sem varaformaður Neytendasamtakana síðustu ár að hann er rétti maðurinn til að vera talsmaður neytenda á Íslandi. Í hverju málinu af öðru hefur hann stigið fram og varið hagsmuni almennings, spurt óþægilegra en nauðsynlegra spurninga, veitt fyrirtækjum eðlilegt aðhald og barist gegn okri og svindli hvar sem það birtist. Teitur talar um málin eins og þau eru og er ekkert að sykurhúða hlutina þegar þeir eru ekki í lagi. Mér fannst til dæmis frábært hvernig hann beitti sér í Borgunarmálinu og um málefni Auðkennis, í umræðunni um umhverfisvænar merkingar (sem voru hvorki fugl né fiskur) og nú síðast hvernig erlendir ferðamenn eru stundum snuðaðir, sem bitnar á endanum á okkur öllum. Í öllum þessu málum sýndi Teitur frumkvæði, baráttuþrek og síðast en ekki síst djörfung því það er ekki allra að skora voldug öfl og fjársterk fyrirtæki á hólm. En talsmaður neytenda má aldrei vera hræddur – ef eitthvað er þá eiga þeir sem eru að svína á neytendum að vera hræddir við hann! Í öllum þessum málum og mörgum fleirum hefur Teitur sýnt að hann er rétti maðurinn í starfið. Og ég held að Neytendasamtökin séu líka tilbúin til að stíga betur upp og berjast enn betur fyrir málefnum neytenda. Þau þurfa að gera það því það víða er pottur brotinn og það þarf alltaf að vera á verði og sækja fram með hagsmuni neytenda. Það gerir það enginn nema við sjálf. Núverandi formaður og allur sá fjöldi fólks sem hefur starfað í neytendamálum á undanförnum árum og áratugum hefur staðið sig vel og margir sigrar hafa unnist. En það má og þarf að gera enn betur. Nýir samskiptamiðlar fela í sér alls konar tækifæri til þess, en það er ekki nóg að hafa tæki og tól, það þarf líka að beita þeim. Til þess þurfum við líka ferska og kjarkaða forystumenn, með góða dómgreind og skýra rödd. Teitur er tilbúinn.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar