Skapandi greinar - hugrekki eða heimska? Birna Hafstein skrifar 18. október 2016 15:45 Nú, í aðdraganda kosninga, er ég oft spurð af kollegum mínum í skapandi greinum hvað Viðreisn ætli að gera fyrir listir og menningu? Ég tek þessari spurningu fagnandi því við hjá Viðreisn ætlum ekki að láta okkar eftir liggja þegar kemur að menningu og listum eða, í stærra samhengi, að skapandi greinum. Nýlega sagði ég við nokkra félaga mína í leikhúsinu að við hjá Viðreisn ætluðum að sýna það hugrekki í verki að standa með skapandi greinum. Eftir á fannst mér skrítið að nota orðið hugrekki í þessu samhengi. Er það ekki öllu fremur bara heimska að standa ekki með skapandi greinum? Skapandi greinar eru hluti af atvinnulífinu! Áhrif þeirra eru ótvíræð í samfélaginu. Sköpun er samofin öllu mannlegu lífi. Fyrir utan þau hugvíkkandi áhrif sem menning og listir hafa á okkur, þá eru hagræn áhrif skapandi greina orðin slík að það kann að koma einhverjum á óvart. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar eru um 20 þúsund störf innan skapandi greina. 20 þúsund! Það er svipaður fjöldi og starfar í landbúnaði og sjávarútvegi samanlagt og ekki langt frá þeim fjölda sem starfar við ferðaþjónustu sem er orðin ein stærsta atvinnugrein landsins. Menning og listir eru líka ein helsta ástæða fyrir komu erlendra ferðamanna hingað til lands á eftir náttúrunni. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu voru um 370 milljarðar á síðasta ári og þar skiptir menningartengd starfsemi sköpum. Það stefnir í að árið 2017 verði tekjurnar hærri en af sjávarútvegi og stóriðju til samans. Við búum í samfélagi þar sem ríkið styður við atvinnulífið. Milljarðar af ríkisfé fara t.d. í rannsóknir á sjávarútvegi, ferðaþjónustu og landbúnaði eins og öllum ætti að vera ljóst eftir umfjöllun um nýsamþykktan búvörusamning. Skapandi greinar eru ekki undanskildar í þessum stuðningi ríkisins og er þetta fjárfesting ríkisins í blómstrandi atvinnulífi. Á undanförnum árum hefur málefnum skapandi greina verið dreift á of mörg ráðuneyti og heildstæð stefna ekki til staðar. Mín skoðun er sú að málefni skapandi greina ættu að vera sameinuð undir einn hatt og vera í sífelldri endurskoðun. Það þarf að sjá til þess að til staðar sé skýr langtímastefna í þessum málum og innviðir styrktir. Skapandi greinar eru einn helsti vaxtabroddur nýsköpunar og ein helsta vaxtargrein atvinnuveganna til framtíðar. Ég vil standa vörð um skapandi greinar, styrkja þær og efla bæði á hagrænum forsendum en ekki síður fyrir okkur öll, fólkið sem byggjum þetta land. Þetta er pólitísk afstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Nú, í aðdraganda kosninga, er ég oft spurð af kollegum mínum í skapandi greinum hvað Viðreisn ætli að gera fyrir listir og menningu? Ég tek þessari spurningu fagnandi því við hjá Viðreisn ætlum ekki að láta okkar eftir liggja þegar kemur að menningu og listum eða, í stærra samhengi, að skapandi greinum. Nýlega sagði ég við nokkra félaga mína í leikhúsinu að við hjá Viðreisn ætluðum að sýna það hugrekki í verki að standa með skapandi greinum. Eftir á fannst mér skrítið að nota orðið hugrekki í þessu samhengi. Er það ekki öllu fremur bara heimska að standa ekki með skapandi greinum? Skapandi greinar eru hluti af atvinnulífinu! Áhrif þeirra eru ótvíræð í samfélaginu. Sköpun er samofin öllu mannlegu lífi. Fyrir utan þau hugvíkkandi áhrif sem menning og listir hafa á okkur, þá eru hagræn áhrif skapandi greina orðin slík að það kann að koma einhverjum á óvart. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar eru um 20 þúsund störf innan skapandi greina. 20 þúsund! Það er svipaður fjöldi og starfar í landbúnaði og sjávarútvegi samanlagt og ekki langt frá þeim fjölda sem starfar við ferðaþjónustu sem er orðin ein stærsta atvinnugrein landsins. Menning og listir eru líka ein helsta ástæða fyrir komu erlendra ferðamanna hingað til lands á eftir náttúrunni. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu voru um 370 milljarðar á síðasta ári og þar skiptir menningartengd starfsemi sköpum. Það stefnir í að árið 2017 verði tekjurnar hærri en af sjávarútvegi og stóriðju til samans. Við búum í samfélagi þar sem ríkið styður við atvinnulífið. Milljarðar af ríkisfé fara t.d. í rannsóknir á sjávarútvegi, ferðaþjónustu og landbúnaði eins og öllum ætti að vera ljóst eftir umfjöllun um nýsamþykktan búvörusamning. Skapandi greinar eru ekki undanskildar í þessum stuðningi ríkisins og er þetta fjárfesting ríkisins í blómstrandi atvinnulífi. Á undanförnum árum hefur málefnum skapandi greina verið dreift á of mörg ráðuneyti og heildstæð stefna ekki til staðar. Mín skoðun er sú að málefni skapandi greina ættu að vera sameinuð undir einn hatt og vera í sífelldri endurskoðun. Það þarf að sjá til þess að til staðar sé skýr langtímastefna í þessum málum og innviðir styrktir. Skapandi greinar eru einn helsti vaxtabroddur nýsköpunar og ein helsta vaxtargrein atvinnuveganna til framtíðar. Ég vil standa vörð um skapandi greinar, styrkja þær og efla bæði á hagrænum forsendum en ekki síður fyrir okkur öll, fólkið sem byggjum þetta land. Þetta er pólitísk afstaða.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun