SHÍ – „Sex á móti ellefu“ Kristófer Már Maronsson skrifar 21. október 2016 09:00 Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Menntun þróast með okkur. Ef við erum dugleg að sinna henni þá blómstrar hún eins og hófsóley við lygnan læk. Ef við leyfum námsbókunum að safna ryki þá nær þekkingin aldrei að festa rætur sínar. Menntun okkar hrörnar. Einn daginn sitjum við eldhúsborðið, og ætlum að ræða um nám okkar, en munum einungis eftir því að við lærðum það. Ekkert er eftir nema minningin um gleymda þekkingu. Það gengur ekki að skilja menntun eftir í hirðuleysi. Hún þróast, svo lengi sem hlúð er að henni og fólk menntar sig. Sú menntun sem við hljótum er síðan m.a. undirstaða heilbrigðiskerfisins, nýsköpunar, tækniþróunar og verðmætasköpunar í samfélaginu. Góð menntun einstaklinga er grunnforsenda fyrir hagsæld og það þekkingarsamfélag sem við búum við i dag. En til þess að hægt sé að mennta fólk þarf að fjárfesta í menntun. Það þarf öfluga háskóla sem styðja og fræða öfluga nemendur. Skólarnir eru til staðar, en þeir þurfa að kljást við mikla undirfjármögnun. Þeir eru að bogna, en við viljum ekki að þeir bresti. Lítum nánar á vandann. Ríkið borgar misháar fjárhæðir fyrir mismunandi tegundir af menntun, sem er mjög eðlilegt. Sum menntun þarfnast meiri búnaðar og vettvangsreynslu en annað nám. Staðan er samt orðin virkilega slæm. Meðalframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla er tæplega 1,3 milljónir króna. Ísland er þar langt á eftir nágrannaþjóðum sínum því framlagið nemur rúmlega 2,2 milljónum að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum. Reikniflokkarnir svokölluðu sem eru notaðir til þess að borga háskólunum fyrir nám eru snargallaðir og þá verður að endurskoða strax. Á myndinni má sjá reikniflokkana - hversu mikið er borgað fyrir hvern ársnema (hverjar 60 ECTS einingar). Benda má á að sálfræði er t.d. flokkuð í nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað hliðstætt nám. Sálfræði á auðvitað að vera í sama flokki og hjúkrunarnám og hliðstætt nám sem felst m.a. í þjálfun við meðhöndlun sjúklinga, líkt og sálfræðin er á norðurlöndunum. Til að útskýra mismunandi fjárhæðir á einfaldan máta þá má segja að því lægri sem fjárhæðirnar eru, því stærri kennsluhópum er gert ráð fyrir á hvern kennara, mismunandi tækjabúnaði og kennsluaðferðum. Sem dæmi, á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og sambærilegs náms þá er gert ráð fyrir um 24 nemendum á hvern kennara. Það er þó ekki raunin en flestir kennarar eru með mun stærri hópa, allt að 500 manns. Hvernig á kennari að kenna 500 manns öðruvísi en með einföldum fyrirlestri? Fyrirlestraformið er barn síns tíma og í dag er kennsla við bestu háskóla heims á þann hátt að nemendur taka mun meiri þátt í kennslustundinni. Reikniflokkarnir eru ekki eingöngu snargallaðir, heldur eru þeir að hamla kennsluþróun og samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs er markmiðið að styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal annarra norrænna ríkja árið 2020. Ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 sýnir hins vegar að engan veginn er komið til móts við ofangreint markmið. Að meðaltali þurfa tveir nemendur á Íslandi að sætta sig við að vera jafngildir einum nemanda á norðurlöndunum. Við viljum standa öðrum norrænum þjóðum jafnfætis, en erum einungis hálfdrættingar þeirra. Hvert væri gengi íslenskrar knattspyrnu ef hún stæði í sömu sporum og íslenskt háskólakerfi. Við myndum heyja við norðurlöndin 90 mínútna orrustu á knattspyrnuvellinum, sex á móti ellefu - hvernig færi sá leikur? Ef fram fer sem horfir þá mun Ísland halda áfram að dragast aftur úr. Ef við miðum við stöðu mála í dag, þá eru meiri líkur á að þrír eða fjórir íslenskir leikmenn keppi gegn fullmönnuðu liði norðurlanda, heldur en að það bætist í. Kannski endar markmaðurinn einn eftir. Það er spurning hversu mikils er hægt að ætlast til af Hannesi einum. Ef þú telur að háskólanemendur á Íslandi eigi ekki að sitja eftir. Ef þú telur að við eigum ekki að vera hálfdrættingur annarra norðurlanda. Ef þú vilt láta verkin tala þá bendi ég þér á að skrifa undir á haskolarnir.is og skora á verðandi alþingismenn að bregðast við strax. Uppfyllum þau markmið sem sett hafa verið og setjum framtíð Íslands á oddinn. Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Tengdar fréttir LHÍ - "Feitur þeytingur“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 19. október 2016 09:00 SFHR - „Fjárfestum í menntun“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 20. október 2016 09:00 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Menntun þróast með okkur. Ef við erum dugleg að sinna henni þá blómstrar hún eins og hófsóley við lygnan læk. Ef við leyfum námsbókunum að safna ryki þá nær þekkingin aldrei að festa rætur sínar. Menntun okkar hrörnar. Einn daginn sitjum við eldhúsborðið, og ætlum að ræða um nám okkar, en munum einungis eftir því að við lærðum það. Ekkert er eftir nema minningin um gleymda þekkingu. Það gengur ekki að skilja menntun eftir í hirðuleysi. Hún þróast, svo lengi sem hlúð er að henni og fólk menntar sig. Sú menntun sem við hljótum er síðan m.a. undirstaða heilbrigðiskerfisins, nýsköpunar, tækniþróunar og verðmætasköpunar í samfélaginu. Góð menntun einstaklinga er grunnforsenda fyrir hagsæld og það þekkingarsamfélag sem við búum við i dag. En til þess að hægt sé að mennta fólk þarf að fjárfesta í menntun. Það þarf öfluga háskóla sem styðja og fræða öfluga nemendur. Skólarnir eru til staðar, en þeir þurfa að kljást við mikla undirfjármögnun. Þeir eru að bogna, en við viljum ekki að þeir bresti. Lítum nánar á vandann. Ríkið borgar misháar fjárhæðir fyrir mismunandi tegundir af menntun, sem er mjög eðlilegt. Sum menntun þarfnast meiri búnaðar og vettvangsreynslu en annað nám. Staðan er samt orðin virkilega slæm. Meðalframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla er tæplega 1,3 milljónir króna. Ísland er þar langt á eftir nágrannaþjóðum sínum því framlagið nemur rúmlega 2,2 milljónum að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum. Reikniflokkarnir svokölluðu sem eru notaðir til þess að borga háskólunum fyrir nám eru snargallaðir og þá verður að endurskoða strax. Á myndinni má sjá reikniflokkana - hversu mikið er borgað fyrir hvern ársnema (hverjar 60 ECTS einingar). Benda má á að sálfræði er t.d. flokkuð í nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað hliðstætt nám. Sálfræði á auðvitað að vera í sama flokki og hjúkrunarnám og hliðstætt nám sem felst m.a. í þjálfun við meðhöndlun sjúklinga, líkt og sálfræðin er á norðurlöndunum. Til að útskýra mismunandi fjárhæðir á einfaldan máta þá má segja að því lægri sem fjárhæðirnar eru, því stærri kennsluhópum er gert ráð fyrir á hvern kennara, mismunandi tækjabúnaði og kennsluaðferðum. Sem dæmi, á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og sambærilegs náms þá er gert ráð fyrir um 24 nemendum á hvern kennara. Það er þó ekki raunin en flestir kennarar eru með mun stærri hópa, allt að 500 manns. Hvernig á kennari að kenna 500 manns öðruvísi en með einföldum fyrirlestri? Fyrirlestraformið er barn síns tíma og í dag er kennsla við bestu háskóla heims á þann hátt að nemendur taka mun meiri þátt í kennslustundinni. Reikniflokkarnir eru ekki eingöngu snargallaðir, heldur eru þeir að hamla kennsluþróun og samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs er markmiðið að styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal annarra norrænna ríkja árið 2020. Ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 sýnir hins vegar að engan veginn er komið til móts við ofangreint markmið. Að meðaltali þurfa tveir nemendur á Íslandi að sætta sig við að vera jafngildir einum nemanda á norðurlöndunum. Við viljum standa öðrum norrænum þjóðum jafnfætis, en erum einungis hálfdrættingar þeirra. Hvert væri gengi íslenskrar knattspyrnu ef hún stæði í sömu sporum og íslenskt háskólakerfi. Við myndum heyja við norðurlöndin 90 mínútna orrustu á knattspyrnuvellinum, sex á móti ellefu - hvernig færi sá leikur? Ef fram fer sem horfir þá mun Ísland halda áfram að dragast aftur úr. Ef við miðum við stöðu mála í dag, þá eru meiri líkur á að þrír eða fjórir íslenskir leikmenn keppi gegn fullmönnuðu liði norðurlanda, heldur en að það bætist í. Kannski endar markmaðurinn einn eftir. Það er spurning hversu mikils er hægt að ætlast til af Hannesi einum. Ef þú telur að háskólanemendur á Íslandi eigi ekki að sitja eftir. Ef þú telur að við eigum ekki að vera hálfdrættingur annarra norðurlanda. Ef þú vilt láta verkin tala þá bendi ég þér á að skrifa undir á haskolarnir.is og skora á verðandi alþingismenn að bregðast við strax. Uppfyllum þau markmið sem sett hafa verið og setjum framtíð Íslands á oddinn. Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture
LHÍ - "Feitur þeytingur“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 19. október 2016 09:00
SFHR - „Fjárfestum í menntun“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 20. október 2016 09:00
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun