Lausnir eða lýðskrum í lífeyrismálum Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 19. október 2016 00:00 Flokkur fólksins fer mikinn í þessum málum og það er ekki furða. Formaðurinn Inga Sæland er innblásin og flugmælsk og hrífur marga með málflutningi sínum. Það er líka hárrétt sem hún segir, að fátækt meðal íslenskra barna er ólíðandi og það er svo sannarlega skylda samfélagsins að tryggja öllum börnum mannsæmandi viðurværi, eins og reyndar öllum öðrum sem ekki geta gert það sjálfir. En það eru hnökrar á málflutningnum sem er nauðsyn – já, skylda – að gagnrýna. Spurt er: Hvernig á að fjármagna bætt kjör aldraðra og öryrkja? Þau hafa svarað: með afturvirkri skattlagningu á lífeyrissjóðina; einhvers konar afnámi skattleysisins á inngreiðslur, sem hefur verið við lýði í tæp 30 ár. Þetta er ekki hægt. Skatturinn, sem vísað er til, liggur ekki og ávaxtar sig í lífeyrissjóðunum. Hann var aldrei borgaður. Hann varð eftir hjá sjóðsfélögunum vegna frádráttar frá skattstofni. Þessir peningar eru peningarnir sem fólkið hélt eftir og er búið að eyða fyrir löngu síðan. Auk þess gengur ekki upp að ætla að taka hundruð milljarða af lífeyrissjóðunum, en ætla þeim jafnframt áfram hlutverk sem ein af meginstoðum velferðarkerfisins. Ef þetta væri allt tekið af þeim, þyrftu þeir að skerða lífeyrinn mjög mikið, til viðbótar öllum þeim skerðingum sem eru þegar orðnar. Er það það sem Flokkur fólksins vill? Mundi það gagnast lífeyrisþegum?Betri lausn Til allrar hamingju er til betri lausn á þessu dæmi. Ríkið á bara að yfirtaka eignir og skuldbindingar lífeyrissjóðanna og tryggja öllum mannsæmandi lífeyri. Það á að gera séreignarsjóðina upp og borga þá út. Sameignarsjóðina á að leysa upp og jafna lífeyri í landinu, þannig að allir, sem ekki geta unnið fyrir sér sjálfir, eigi rétt á sama lífeyrinum, án þess að þurfa fyrst að kaupa sér þann rétt. Ef sama gengur yfir alla, er líka auðveldara að standa saman um að upphæðin sé mannsæmandi, heldur en ef mismunandi reikniformúlur eru notaðar fyrir öryrkja, aldraða, atvinnulausa, fólk í fæðingarorlofi, o.s.frv. Þessi leið heitir félagsvæðing lífeyriskerfisins og er hluti af almennri félagsvæðingu fjármálakerfisins, sem Alþýðufylkingin boðar, ein flokka. Sú almenna leið felur líka í sér lausn á öðru vandamáli: Ef alþýðan hefur aðgang að félagslegri fjármálaþjónustu, þar sem vextir eru ekki teknir af hóflegum lánum, þarf hún ekki framar að margborga húsnæðisverðið vegna hárra vaxta. Vextirnir sliga heimilin í dag, sliga þau sum í drep eða gjaldþrot. Þeir vextir standa undir ávöxtun lífeyrissjóðanna. Félagslegt fjármálakerfi og velferðarkerfi er því lausnin á hvoru tveggja: Tryggir öllum rétt til mannsæmandi framfærslu, og leysir fólk um leið undan drápsklyfjum vaxta af húsnæðislánum. Eru þetta ekki hagsmunir 95% landsmanna? Ölmusa er ekki farsæl pólitík fyrir alþýðuna og það heitir lýðskrum þegar fólk reynir að vinna fjöldans hylli með rangfærslum. En ef fólk vill slá tvær flugur í einu höggi, með félagsvæðingu fjármálakerfisins og velferðarkerfisins, vísar Alþýðufylkingin leiðina: leið samstöðu og leið baráttu, leiðina úr út greipum fjármálakapítalisma. Einu leiðina til jafnaðar og félagslegs réttlætis í landinu. Hollvinir íslenskrar alþýðu eiga að styðja Alþýðufylkinguna vegna þess að Alþýðufylkingin styður alþýðuna í landinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins fer mikinn í þessum málum og það er ekki furða. Formaðurinn Inga Sæland er innblásin og flugmælsk og hrífur marga með málflutningi sínum. Það er líka hárrétt sem hún segir, að fátækt meðal íslenskra barna er ólíðandi og það er svo sannarlega skylda samfélagsins að tryggja öllum börnum mannsæmandi viðurværi, eins og reyndar öllum öðrum sem ekki geta gert það sjálfir. En það eru hnökrar á málflutningnum sem er nauðsyn – já, skylda – að gagnrýna. Spurt er: Hvernig á að fjármagna bætt kjör aldraðra og öryrkja? Þau hafa svarað: með afturvirkri skattlagningu á lífeyrissjóðina; einhvers konar afnámi skattleysisins á inngreiðslur, sem hefur verið við lýði í tæp 30 ár. Þetta er ekki hægt. Skatturinn, sem vísað er til, liggur ekki og ávaxtar sig í lífeyrissjóðunum. Hann var aldrei borgaður. Hann varð eftir hjá sjóðsfélögunum vegna frádráttar frá skattstofni. Þessir peningar eru peningarnir sem fólkið hélt eftir og er búið að eyða fyrir löngu síðan. Auk þess gengur ekki upp að ætla að taka hundruð milljarða af lífeyrissjóðunum, en ætla þeim jafnframt áfram hlutverk sem ein af meginstoðum velferðarkerfisins. Ef þetta væri allt tekið af þeim, þyrftu þeir að skerða lífeyrinn mjög mikið, til viðbótar öllum þeim skerðingum sem eru þegar orðnar. Er það það sem Flokkur fólksins vill? Mundi það gagnast lífeyrisþegum?Betri lausn Til allrar hamingju er til betri lausn á þessu dæmi. Ríkið á bara að yfirtaka eignir og skuldbindingar lífeyrissjóðanna og tryggja öllum mannsæmandi lífeyri. Það á að gera séreignarsjóðina upp og borga þá út. Sameignarsjóðina á að leysa upp og jafna lífeyri í landinu, þannig að allir, sem ekki geta unnið fyrir sér sjálfir, eigi rétt á sama lífeyrinum, án þess að þurfa fyrst að kaupa sér þann rétt. Ef sama gengur yfir alla, er líka auðveldara að standa saman um að upphæðin sé mannsæmandi, heldur en ef mismunandi reikniformúlur eru notaðar fyrir öryrkja, aldraða, atvinnulausa, fólk í fæðingarorlofi, o.s.frv. Þessi leið heitir félagsvæðing lífeyriskerfisins og er hluti af almennri félagsvæðingu fjármálakerfisins, sem Alþýðufylkingin boðar, ein flokka. Sú almenna leið felur líka í sér lausn á öðru vandamáli: Ef alþýðan hefur aðgang að félagslegri fjármálaþjónustu, þar sem vextir eru ekki teknir af hóflegum lánum, þarf hún ekki framar að margborga húsnæðisverðið vegna hárra vaxta. Vextirnir sliga heimilin í dag, sliga þau sum í drep eða gjaldþrot. Þeir vextir standa undir ávöxtun lífeyrissjóðanna. Félagslegt fjármálakerfi og velferðarkerfi er því lausnin á hvoru tveggja: Tryggir öllum rétt til mannsæmandi framfærslu, og leysir fólk um leið undan drápsklyfjum vaxta af húsnæðislánum. Eru þetta ekki hagsmunir 95% landsmanna? Ölmusa er ekki farsæl pólitík fyrir alþýðuna og það heitir lýðskrum þegar fólk reynir að vinna fjöldans hylli með rangfærslum. En ef fólk vill slá tvær flugur í einu höggi, með félagsvæðingu fjármálakerfisins og velferðarkerfisins, vísar Alþýðufylkingin leiðina: leið samstöðu og leið baráttu, leiðina úr út greipum fjármálakapítalisma. Einu leiðina til jafnaðar og félagslegs réttlætis í landinu. Hollvinir íslenskrar alþýðu eiga að styðja Alþýðufylkinguna vegna þess að Alþýðufylkingin styður alþýðuna í landinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun