Lausnir eða lýðskrum í lífeyrismálum Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 19. október 2016 00:00 Flokkur fólksins fer mikinn í þessum málum og það er ekki furða. Formaðurinn Inga Sæland er innblásin og flugmælsk og hrífur marga með málflutningi sínum. Það er líka hárrétt sem hún segir, að fátækt meðal íslenskra barna er ólíðandi og það er svo sannarlega skylda samfélagsins að tryggja öllum börnum mannsæmandi viðurværi, eins og reyndar öllum öðrum sem ekki geta gert það sjálfir. En það eru hnökrar á málflutningnum sem er nauðsyn – já, skylda – að gagnrýna. Spurt er: Hvernig á að fjármagna bætt kjör aldraðra og öryrkja? Þau hafa svarað: með afturvirkri skattlagningu á lífeyrissjóðina; einhvers konar afnámi skattleysisins á inngreiðslur, sem hefur verið við lýði í tæp 30 ár. Þetta er ekki hægt. Skatturinn, sem vísað er til, liggur ekki og ávaxtar sig í lífeyrissjóðunum. Hann var aldrei borgaður. Hann varð eftir hjá sjóðsfélögunum vegna frádráttar frá skattstofni. Þessir peningar eru peningarnir sem fólkið hélt eftir og er búið að eyða fyrir löngu síðan. Auk þess gengur ekki upp að ætla að taka hundruð milljarða af lífeyrissjóðunum, en ætla þeim jafnframt áfram hlutverk sem ein af meginstoðum velferðarkerfisins. Ef þetta væri allt tekið af þeim, þyrftu þeir að skerða lífeyrinn mjög mikið, til viðbótar öllum þeim skerðingum sem eru þegar orðnar. Er það það sem Flokkur fólksins vill? Mundi það gagnast lífeyrisþegum?Betri lausn Til allrar hamingju er til betri lausn á þessu dæmi. Ríkið á bara að yfirtaka eignir og skuldbindingar lífeyrissjóðanna og tryggja öllum mannsæmandi lífeyri. Það á að gera séreignarsjóðina upp og borga þá út. Sameignarsjóðina á að leysa upp og jafna lífeyri í landinu, þannig að allir, sem ekki geta unnið fyrir sér sjálfir, eigi rétt á sama lífeyrinum, án þess að þurfa fyrst að kaupa sér þann rétt. Ef sama gengur yfir alla, er líka auðveldara að standa saman um að upphæðin sé mannsæmandi, heldur en ef mismunandi reikniformúlur eru notaðar fyrir öryrkja, aldraða, atvinnulausa, fólk í fæðingarorlofi, o.s.frv. Þessi leið heitir félagsvæðing lífeyriskerfisins og er hluti af almennri félagsvæðingu fjármálakerfisins, sem Alþýðufylkingin boðar, ein flokka. Sú almenna leið felur líka í sér lausn á öðru vandamáli: Ef alþýðan hefur aðgang að félagslegri fjármálaþjónustu, þar sem vextir eru ekki teknir af hóflegum lánum, þarf hún ekki framar að margborga húsnæðisverðið vegna hárra vaxta. Vextirnir sliga heimilin í dag, sliga þau sum í drep eða gjaldþrot. Þeir vextir standa undir ávöxtun lífeyrissjóðanna. Félagslegt fjármálakerfi og velferðarkerfi er því lausnin á hvoru tveggja: Tryggir öllum rétt til mannsæmandi framfærslu, og leysir fólk um leið undan drápsklyfjum vaxta af húsnæðislánum. Eru þetta ekki hagsmunir 95% landsmanna? Ölmusa er ekki farsæl pólitík fyrir alþýðuna og það heitir lýðskrum þegar fólk reynir að vinna fjöldans hylli með rangfærslum. En ef fólk vill slá tvær flugur í einu höggi, með félagsvæðingu fjármálakerfisins og velferðarkerfisins, vísar Alþýðufylkingin leiðina: leið samstöðu og leið baráttu, leiðina úr út greipum fjármálakapítalisma. Einu leiðina til jafnaðar og félagslegs réttlætis í landinu. Hollvinir íslenskrar alþýðu eiga að styðja Alþýðufylkinguna vegna þess að Alþýðufylkingin styður alþýðuna í landinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins fer mikinn í þessum málum og það er ekki furða. Formaðurinn Inga Sæland er innblásin og flugmælsk og hrífur marga með málflutningi sínum. Það er líka hárrétt sem hún segir, að fátækt meðal íslenskra barna er ólíðandi og það er svo sannarlega skylda samfélagsins að tryggja öllum börnum mannsæmandi viðurværi, eins og reyndar öllum öðrum sem ekki geta gert það sjálfir. En það eru hnökrar á málflutningnum sem er nauðsyn – já, skylda – að gagnrýna. Spurt er: Hvernig á að fjármagna bætt kjör aldraðra og öryrkja? Þau hafa svarað: með afturvirkri skattlagningu á lífeyrissjóðina; einhvers konar afnámi skattleysisins á inngreiðslur, sem hefur verið við lýði í tæp 30 ár. Þetta er ekki hægt. Skatturinn, sem vísað er til, liggur ekki og ávaxtar sig í lífeyrissjóðunum. Hann var aldrei borgaður. Hann varð eftir hjá sjóðsfélögunum vegna frádráttar frá skattstofni. Þessir peningar eru peningarnir sem fólkið hélt eftir og er búið að eyða fyrir löngu síðan. Auk þess gengur ekki upp að ætla að taka hundruð milljarða af lífeyrissjóðunum, en ætla þeim jafnframt áfram hlutverk sem ein af meginstoðum velferðarkerfisins. Ef þetta væri allt tekið af þeim, þyrftu þeir að skerða lífeyrinn mjög mikið, til viðbótar öllum þeim skerðingum sem eru þegar orðnar. Er það það sem Flokkur fólksins vill? Mundi það gagnast lífeyrisþegum?Betri lausn Til allrar hamingju er til betri lausn á þessu dæmi. Ríkið á bara að yfirtaka eignir og skuldbindingar lífeyrissjóðanna og tryggja öllum mannsæmandi lífeyri. Það á að gera séreignarsjóðina upp og borga þá út. Sameignarsjóðina á að leysa upp og jafna lífeyri í landinu, þannig að allir, sem ekki geta unnið fyrir sér sjálfir, eigi rétt á sama lífeyrinum, án þess að þurfa fyrst að kaupa sér þann rétt. Ef sama gengur yfir alla, er líka auðveldara að standa saman um að upphæðin sé mannsæmandi, heldur en ef mismunandi reikniformúlur eru notaðar fyrir öryrkja, aldraða, atvinnulausa, fólk í fæðingarorlofi, o.s.frv. Þessi leið heitir félagsvæðing lífeyriskerfisins og er hluti af almennri félagsvæðingu fjármálakerfisins, sem Alþýðufylkingin boðar, ein flokka. Sú almenna leið felur líka í sér lausn á öðru vandamáli: Ef alþýðan hefur aðgang að félagslegri fjármálaþjónustu, þar sem vextir eru ekki teknir af hóflegum lánum, þarf hún ekki framar að margborga húsnæðisverðið vegna hárra vaxta. Vextirnir sliga heimilin í dag, sliga þau sum í drep eða gjaldþrot. Þeir vextir standa undir ávöxtun lífeyrissjóðanna. Félagslegt fjármálakerfi og velferðarkerfi er því lausnin á hvoru tveggja: Tryggir öllum rétt til mannsæmandi framfærslu, og leysir fólk um leið undan drápsklyfjum vaxta af húsnæðislánum. Eru þetta ekki hagsmunir 95% landsmanna? Ölmusa er ekki farsæl pólitík fyrir alþýðuna og það heitir lýðskrum þegar fólk reynir að vinna fjöldans hylli með rangfærslum. En ef fólk vill slá tvær flugur í einu höggi, með félagsvæðingu fjármálakerfisins og velferðarkerfisins, vísar Alþýðufylkingin leiðina: leið samstöðu og leið baráttu, leiðina úr út greipum fjármálakapítalisma. Einu leiðina til jafnaðar og félagslegs réttlætis í landinu. Hollvinir íslenskrar alþýðu eiga að styðja Alþýðufylkinguna vegna þess að Alþýðufylkingin styður alþýðuna í landinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun