Hríðfallandi pund Lars Christensen skrifar 19. október 2016 09:00 Undanfarið hef ég fengið margar spurningar um mikið gengisfall breska pundsins í kjölfar Brexit-atkvæðagreiðslunnar 23. júní. Síðan þá hefur pundið virst vera í nánast frjálsu falli og eðlilegt að spurt sé hve lengi það muni halda áfram. Það er alkunna að erfitt er að spá fyrir um þróun gengis og ég ætla ekki að reyna að koma með spá um þróun pundsins (að minnsta kosti ekki hér). En við getum reynt að meta hvað veldur falli pundsins og spyrja hversu veikt pundið verður áfram.Ódýr breskur Big MacHagfræðingar vilja hugsa um verðgildi gjaldmiðils með hliðsjón af því sem við köllum kaupmáttarjöfnuð (PPP) eða það sem þekkist sem vinsælli útgáfa, svokölluð Big Mac-vísitala. Samkvæmt PPP-kenningunni ætti verðgildi gengis, til dæmis punds gagnvart evru, að endurspegla hlutfallslegt verð vöru í löndunum tveim. Eða hvað Big Mac varðar ætti verðið á Big Mac að vera það sama í London og Berlín ef við mælum það í sama gjaldmiðli. Ef við notum þetta viðmið – en í víðara samhengi fleiri vörur en bara Big Mac – þá gefa útreikningar mínir til kynna að pundið sé vissulega orðið „ódýrt“ viðvíkjandi PPP. Þannig er pundið sennilega 15% vanmetið gagnvart evrunni og 25% vanmetið gagnvart dollarnum. Þetta er reyndar mjög nálægt því sem hin einfalda Big Mac-vísitala í tímaritinu Economist sýnir.Pundið er ekki ódýrt að ástæðulausuEn sú staðreynd að pundið er nokkuð vanmetið gagnvart kaupmáttarjöfnuðinum gefur ekki sjálfkrafa til kynna að pundið ætti að styrkjast – að minnsta kosti ekki á næstunni. Með öðrum orðum: Það er ástæða fyrir því að pundið er ódýrt, eða reyndar nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er auðvitað niðurstaðan í Brexit-kosningunni ein og sér býsna mikill hnykkur sem hefur valdið verulegri óvissu, sérstaklega varðandi stöðu London sem alþjóðlegrar (og evrópskrar) fjármálamiðstöðvar þar sem spurningar vakna um hvort bankar með höfuðstöðvar í London geti haldið svokölluðum fjármálavegabréfum. Ef ekki, gæti það neytt bankana til að flytjast frá London til borga í ESB. Þetta yrði augljóslega meiri háttar áfall fyrir breska hagkerfið. Í öðru lagi hefur niðurstaða Brexit valdið því að Englandsbanki hefur aukið lausatök í peningamálum allverulega og gefið sterk merki til markaðanna um að hann muni gera hvað sem þarf til að vega upp á móti áhrifum Brexit á hagvöxt og verðbólgu. Þetta virðist virka og breskar hagtölur eru enn nokkuð öflugar og verðbólguvæntingar hafa hækkað í kjölfar aðgerða Englandsbanka. En þessi lausatök á peningamálunum munu augljóslega veikja pundið. Í þriðja lagi þarf Bretland enn að berjast við mikinn viðskiptahalla, eða 5-6% af vergri landsframleiðslu, sem ætti einnig undir venjulegum kringumstæðum að leiða til veikari gjaldmiðils. Svo að þegar öllu er á botninn hvolft er pundið vissulega „ódýrt“ en það eru góðar ástæður fyrir því. Að því sögðu þá gæti ástandið breyst þegar fram í sækir, sérstaklega þar sem líklegt er að óvissan um stöðu London sem fjármálamiðstöðvar muni minnka – á einhverjum tímapunkti – og ef breskar hagtölur halda áfram að þróast á tiltölulega jákvæðan hátt í framtíðinni þá ættu markaðirnir að byrja að vænta minni lausataka á peningamálastefnunni þegar fram í sækir. Báðir þessir þættir gætu hjálpað pundinu að braggast – einhvern tímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Lars Christensen Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hef ég fengið margar spurningar um mikið gengisfall breska pundsins í kjölfar Brexit-atkvæðagreiðslunnar 23. júní. Síðan þá hefur pundið virst vera í nánast frjálsu falli og eðlilegt að spurt sé hve lengi það muni halda áfram. Það er alkunna að erfitt er að spá fyrir um þróun gengis og ég ætla ekki að reyna að koma með spá um þróun pundsins (að minnsta kosti ekki hér). En við getum reynt að meta hvað veldur falli pundsins og spyrja hversu veikt pundið verður áfram.Ódýr breskur Big MacHagfræðingar vilja hugsa um verðgildi gjaldmiðils með hliðsjón af því sem við köllum kaupmáttarjöfnuð (PPP) eða það sem þekkist sem vinsælli útgáfa, svokölluð Big Mac-vísitala. Samkvæmt PPP-kenningunni ætti verðgildi gengis, til dæmis punds gagnvart evru, að endurspegla hlutfallslegt verð vöru í löndunum tveim. Eða hvað Big Mac varðar ætti verðið á Big Mac að vera það sama í London og Berlín ef við mælum það í sama gjaldmiðli. Ef við notum þetta viðmið – en í víðara samhengi fleiri vörur en bara Big Mac – þá gefa útreikningar mínir til kynna að pundið sé vissulega orðið „ódýrt“ viðvíkjandi PPP. Þannig er pundið sennilega 15% vanmetið gagnvart evrunni og 25% vanmetið gagnvart dollarnum. Þetta er reyndar mjög nálægt því sem hin einfalda Big Mac-vísitala í tímaritinu Economist sýnir.Pundið er ekki ódýrt að ástæðulausuEn sú staðreynd að pundið er nokkuð vanmetið gagnvart kaupmáttarjöfnuðinum gefur ekki sjálfkrafa til kynna að pundið ætti að styrkjast – að minnsta kosti ekki á næstunni. Með öðrum orðum: Það er ástæða fyrir því að pundið er ódýrt, eða reyndar nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er auðvitað niðurstaðan í Brexit-kosningunni ein og sér býsna mikill hnykkur sem hefur valdið verulegri óvissu, sérstaklega varðandi stöðu London sem alþjóðlegrar (og evrópskrar) fjármálamiðstöðvar þar sem spurningar vakna um hvort bankar með höfuðstöðvar í London geti haldið svokölluðum fjármálavegabréfum. Ef ekki, gæti það neytt bankana til að flytjast frá London til borga í ESB. Þetta yrði augljóslega meiri háttar áfall fyrir breska hagkerfið. Í öðru lagi hefur niðurstaða Brexit valdið því að Englandsbanki hefur aukið lausatök í peningamálum allverulega og gefið sterk merki til markaðanna um að hann muni gera hvað sem þarf til að vega upp á móti áhrifum Brexit á hagvöxt og verðbólgu. Þetta virðist virka og breskar hagtölur eru enn nokkuð öflugar og verðbólguvæntingar hafa hækkað í kjölfar aðgerða Englandsbanka. En þessi lausatök á peningamálunum munu augljóslega veikja pundið. Í þriðja lagi þarf Bretland enn að berjast við mikinn viðskiptahalla, eða 5-6% af vergri landsframleiðslu, sem ætti einnig undir venjulegum kringumstæðum að leiða til veikari gjaldmiðils. Svo að þegar öllu er á botninn hvolft er pundið vissulega „ódýrt“ en það eru góðar ástæður fyrir því. Að því sögðu þá gæti ástandið breyst þegar fram í sækir, sérstaklega þar sem líklegt er að óvissan um stöðu London sem fjármálamiðstöðvar muni minnka – á einhverjum tímapunkti – og ef breskar hagtölur halda áfram að þróast á tiltölulega jákvæðan hátt í framtíðinni þá ættu markaðirnir að byrja að vænta minni lausataka á peningamálastefnunni þegar fram í sækir. Báðir þessir þættir gætu hjálpað pundinu að braggast – einhvern tímann.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun