Hríðfallandi pund Lars Christensen skrifar 19. október 2016 09:00 Undanfarið hef ég fengið margar spurningar um mikið gengisfall breska pundsins í kjölfar Brexit-atkvæðagreiðslunnar 23. júní. Síðan þá hefur pundið virst vera í nánast frjálsu falli og eðlilegt að spurt sé hve lengi það muni halda áfram. Það er alkunna að erfitt er að spá fyrir um þróun gengis og ég ætla ekki að reyna að koma með spá um þróun pundsins (að minnsta kosti ekki hér). En við getum reynt að meta hvað veldur falli pundsins og spyrja hversu veikt pundið verður áfram.Ódýr breskur Big MacHagfræðingar vilja hugsa um verðgildi gjaldmiðils með hliðsjón af því sem við köllum kaupmáttarjöfnuð (PPP) eða það sem þekkist sem vinsælli útgáfa, svokölluð Big Mac-vísitala. Samkvæmt PPP-kenningunni ætti verðgildi gengis, til dæmis punds gagnvart evru, að endurspegla hlutfallslegt verð vöru í löndunum tveim. Eða hvað Big Mac varðar ætti verðið á Big Mac að vera það sama í London og Berlín ef við mælum það í sama gjaldmiðli. Ef við notum þetta viðmið – en í víðara samhengi fleiri vörur en bara Big Mac – þá gefa útreikningar mínir til kynna að pundið sé vissulega orðið „ódýrt“ viðvíkjandi PPP. Þannig er pundið sennilega 15% vanmetið gagnvart evrunni og 25% vanmetið gagnvart dollarnum. Þetta er reyndar mjög nálægt því sem hin einfalda Big Mac-vísitala í tímaritinu Economist sýnir.Pundið er ekki ódýrt að ástæðulausuEn sú staðreynd að pundið er nokkuð vanmetið gagnvart kaupmáttarjöfnuðinum gefur ekki sjálfkrafa til kynna að pundið ætti að styrkjast – að minnsta kosti ekki á næstunni. Með öðrum orðum: Það er ástæða fyrir því að pundið er ódýrt, eða reyndar nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er auðvitað niðurstaðan í Brexit-kosningunni ein og sér býsna mikill hnykkur sem hefur valdið verulegri óvissu, sérstaklega varðandi stöðu London sem alþjóðlegrar (og evrópskrar) fjármálamiðstöðvar þar sem spurningar vakna um hvort bankar með höfuðstöðvar í London geti haldið svokölluðum fjármálavegabréfum. Ef ekki, gæti það neytt bankana til að flytjast frá London til borga í ESB. Þetta yrði augljóslega meiri háttar áfall fyrir breska hagkerfið. Í öðru lagi hefur niðurstaða Brexit valdið því að Englandsbanki hefur aukið lausatök í peningamálum allverulega og gefið sterk merki til markaðanna um að hann muni gera hvað sem þarf til að vega upp á móti áhrifum Brexit á hagvöxt og verðbólgu. Þetta virðist virka og breskar hagtölur eru enn nokkuð öflugar og verðbólguvæntingar hafa hækkað í kjölfar aðgerða Englandsbanka. En þessi lausatök á peningamálunum munu augljóslega veikja pundið. Í þriðja lagi þarf Bretland enn að berjast við mikinn viðskiptahalla, eða 5-6% af vergri landsframleiðslu, sem ætti einnig undir venjulegum kringumstæðum að leiða til veikari gjaldmiðils. Svo að þegar öllu er á botninn hvolft er pundið vissulega „ódýrt“ en það eru góðar ástæður fyrir því. Að því sögðu þá gæti ástandið breyst þegar fram í sækir, sérstaklega þar sem líklegt er að óvissan um stöðu London sem fjármálamiðstöðvar muni minnka – á einhverjum tímapunkti – og ef breskar hagtölur halda áfram að þróast á tiltölulega jákvæðan hátt í framtíðinni þá ættu markaðirnir að byrja að vænta minni lausataka á peningamálastefnunni þegar fram í sækir. Báðir þessir þættir gætu hjálpað pundinu að braggast – einhvern tímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Lars Christensen Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Undanfarið hef ég fengið margar spurningar um mikið gengisfall breska pundsins í kjölfar Brexit-atkvæðagreiðslunnar 23. júní. Síðan þá hefur pundið virst vera í nánast frjálsu falli og eðlilegt að spurt sé hve lengi það muni halda áfram. Það er alkunna að erfitt er að spá fyrir um þróun gengis og ég ætla ekki að reyna að koma með spá um þróun pundsins (að minnsta kosti ekki hér). En við getum reynt að meta hvað veldur falli pundsins og spyrja hversu veikt pundið verður áfram.Ódýr breskur Big MacHagfræðingar vilja hugsa um verðgildi gjaldmiðils með hliðsjón af því sem við köllum kaupmáttarjöfnuð (PPP) eða það sem þekkist sem vinsælli útgáfa, svokölluð Big Mac-vísitala. Samkvæmt PPP-kenningunni ætti verðgildi gengis, til dæmis punds gagnvart evru, að endurspegla hlutfallslegt verð vöru í löndunum tveim. Eða hvað Big Mac varðar ætti verðið á Big Mac að vera það sama í London og Berlín ef við mælum það í sama gjaldmiðli. Ef við notum þetta viðmið – en í víðara samhengi fleiri vörur en bara Big Mac – þá gefa útreikningar mínir til kynna að pundið sé vissulega orðið „ódýrt“ viðvíkjandi PPP. Þannig er pundið sennilega 15% vanmetið gagnvart evrunni og 25% vanmetið gagnvart dollarnum. Þetta er reyndar mjög nálægt því sem hin einfalda Big Mac-vísitala í tímaritinu Economist sýnir.Pundið er ekki ódýrt að ástæðulausuEn sú staðreynd að pundið er nokkuð vanmetið gagnvart kaupmáttarjöfnuðinum gefur ekki sjálfkrafa til kynna að pundið ætti að styrkjast – að minnsta kosti ekki á næstunni. Með öðrum orðum: Það er ástæða fyrir því að pundið er ódýrt, eða reyndar nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er auðvitað niðurstaðan í Brexit-kosningunni ein og sér býsna mikill hnykkur sem hefur valdið verulegri óvissu, sérstaklega varðandi stöðu London sem alþjóðlegrar (og evrópskrar) fjármálamiðstöðvar þar sem spurningar vakna um hvort bankar með höfuðstöðvar í London geti haldið svokölluðum fjármálavegabréfum. Ef ekki, gæti það neytt bankana til að flytjast frá London til borga í ESB. Þetta yrði augljóslega meiri háttar áfall fyrir breska hagkerfið. Í öðru lagi hefur niðurstaða Brexit valdið því að Englandsbanki hefur aukið lausatök í peningamálum allverulega og gefið sterk merki til markaðanna um að hann muni gera hvað sem þarf til að vega upp á móti áhrifum Brexit á hagvöxt og verðbólgu. Þetta virðist virka og breskar hagtölur eru enn nokkuð öflugar og verðbólguvæntingar hafa hækkað í kjölfar aðgerða Englandsbanka. En þessi lausatök á peningamálunum munu augljóslega veikja pundið. Í þriðja lagi þarf Bretland enn að berjast við mikinn viðskiptahalla, eða 5-6% af vergri landsframleiðslu, sem ætti einnig undir venjulegum kringumstæðum að leiða til veikari gjaldmiðils. Svo að þegar öllu er á botninn hvolft er pundið vissulega „ódýrt“ en það eru góðar ástæður fyrir því. Að því sögðu þá gæti ástandið breyst þegar fram í sækir, sérstaklega þar sem líklegt er að óvissan um stöðu London sem fjármálamiðstöðvar muni minnka – á einhverjum tímapunkti – og ef breskar hagtölur halda áfram að þróast á tiltölulega jákvæðan hátt í framtíðinni þá ættu markaðirnir að byrja að vænta minni lausataka á peningamálastefnunni þegar fram í sækir. Báðir þessir þættir gætu hjálpað pundinu að braggast – einhvern tímann.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun