Íslendingar fljúga í Karíbahafi Þorgeir Helgason skrifar 5. október 2016 07:00 Garðar Foberg Flugfélag í eigu Íslendinga hefur hafið flug á milli Dómíniska lýðveldisins til Bandaríkjanna. Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum. „Við erum mjög ánægðir með þennan áfanga enda er það flókið ferli að fá leyfi til þess að fljúga til Bandaríkjanna. Auk þess hafa bandarísk flugfélög einokað þessa flugleið árum saman,“ sagði Garðar Forberg, stjórnarmaður og hluthafi hjá flugfélaginu. Dominican Wings er því eina dóminíska flugfélagið sem flýgur til Bandaríkjanna en innan skamms mun annað innlent flugfélag PAWA Dominicana, hefja flugferðir til Bandaríkjanna. Flugfélagið, Dominican Wings, var stofnað árið 2015 og fékk flugrekstrarleyfi síðar sama ár. Flotinn telur eina Airbus 320-200 vél en stefnt er að því að fjölga flugvélum bráðlega. Hingað til hefur flugfélagið að meginstefnu flogið til Argentínu og Trínidads og Tóbagós. Flugrekstrarleyfi Dominican Wings til Bandaríkjanna opnar á nýja möguleika í framtíðinni. Móðurfélag Dominican Wings er Avion Express en félagið var stofnað árið 2005. Árið 2009 stofnuðu Davíð Másson, Garðar Forberg og Halldór Hafliðason félagið ACP sem að festi kaup á 50% hlut í Avion Express. Félagið á nú 11 flugvélar og leigði meðal annars WOW Air fyrstu vélar félagsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Flugfélag í eigu Íslendinga hefur hafið flug á milli Dómíniska lýðveldisins til Bandaríkjanna. Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum. „Við erum mjög ánægðir með þennan áfanga enda er það flókið ferli að fá leyfi til þess að fljúga til Bandaríkjanna. Auk þess hafa bandarísk flugfélög einokað þessa flugleið árum saman,“ sagði Garðar Forberg, stjórnarmaður og hluthafi hjá flugfélaginu. Dominican Wings er því eina dóminíska flugfélagið sem flýgur til Bandaríkjanna en innan skamms mun annað innlent flugfélag PAWA Dominicana, hefja flugferðir til Bandaríkjanna. Flugfélagið, Dominican Wings, var stofnað árið 2015 og fékk flugrekstrarleyfi síðar sama ár. Flotinn telur eina Airbus 320-200 vél en stefnt er að því að fjölga flugvélum bráðlega. Hingað til hefur flugfélagið að meginstefnu flogið til Argentínu og Trínidads og Tóbagós. Flugrekstrarleyfi Dominican Wings til Bandaríkjanna opnar á nýja möguleika í framtíðinni. Móðurfélag Dominican Wings er Avion Express en félagið var stofnað árið 2005. Árið 2009 stofnuðu Davíð Másson, Garðar Forberg og Halldór Hafliðason félagið ACP sem að festi kaup á 50% hlut í Avion Express. Félagið á nú 11 flugvélar og leigði meðal annars WOW Air fyrstu vélar félagsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira