Styrking heilsugæslunnar? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 5. október 2016 00:00 Um næstu áramót verða tvær nýjar heilsugæslustöðvar teknar í notkun á höfuðborgarsvæðinu. Allajafnan er það fagnaðarefni að heilsugæslustöðvum fjölgi en framkvæmdin er einstaklega klúðursleg og því er spurning hvort tilefni sé til að fagna. Ástæðan er sú að ekkert nýtt fé fylgir þessari fjölgun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu, heldur á að taka hluta af því fé sem rennur í dag til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að fjármagna rekstur þessara nýju stöðva. Það kostar um 300 milljónir að reka eina heilsugæslustöð á ári á höfuðborgarsvæðinu og því mun það kosta um 600 milljónir að reka þessar tvær stöðvar. Þessar 600 milljónir er um 10% af útgjöldum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og því mun stofnunin hafa um 10% minna fé til að reka þær 15 heilsugæslustöðvar sem stofnunin rekur á næsta ári. Ljóst er að tilkoma þessara nýju heilsugæslustöðva veikir rekstur þeirra fimmtán sem fyrir eru nema að viðbótarfjármagn komi til. Því má spyrja hver sé tilgangur með þessari aðgerð. Tilkoma þessara stöðva gengur gegn þeirri viðleitni að styrkja heilsugæsluna á SV-horni landsins á þann hátt að hún geti orðið fyrsti viðkomustaður einstaklinga í heilbrigðiskerfinu. Í umræðunni undanfarið hefur komið fram að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (sem þjónar um 200 þúsund íbúum og þá eru erlendir ferðamenn ekki taldir með) vantar um 600 milljónir í rekstur til vera með sambærilegt rekstrarfé og stofnunin hafði árið 2008. Síðan þá hefur íbúum í umdæmi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fjölgað um 17 þúsund. Enn undarlegri er sú staðreynd að velferðarráðuneytið gerir ekkert í því að sameina alla heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt þar sem ráðuneytið viðheldur sérstökum samningi við Læknavakt um vaktþjónustu lækna eftir lokun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta veldur óhagræði hjá notendum (fleiri þjónustuaðilar) og gerir rekstur heilsugæslu dýrari en þarf að vera (hærri leigu- og stjórnunarkostnaður). Óhægræðið kostar tugi milljóna sem hægt væri að nota í betri þjónustu við notendur. Óhægræði notenda felst m.a. í að staðsetning Læknavaktar er ekki miðlæg á höfuðborgarsvæðinu og er erfitt að komast þangað með almenningssamgöngum. Ég hvet alla ábyrga aðila til að gera heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu miðlæga, sameina þjónustur og veita meira fé til rekstrar þannig að heilsugæslan geti starfað sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Um næstu áramót verða tvær nýjar heilsugæslustöðvar teknar í notkun á höfuðborgarsvæðinu. Allajafnan er það fagnaðarefni að heilsugæslustöðvum fjölgi en framkvæmdin er einstaklega klúðursleg og því er spurning hvort tilefni sé til að fagna. Ástæðan er sú að ekkert nýtt fé fylgir þessari fjölgun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu, heldur á að taka hluta af því fé sem rennur í dag til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að fjármagna rekstur þessara nýju stöðva. Það kostar um 300 milljónir að reka eina heilsugæslustöð á ári á höfuðborgarsvæðinu og því mun það kosta um 600 milljónir að reka þessar tvær stöðvar. Þessar 600 milljónir er um 10% af útgjöldum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og því mun stofnunin hafa um 10% minna fé til að reka þær 15 heilsugæslustöðvar sem stofnunin rekur á næsta ári. Ljóst er að tilkoma þessara nýju heilsugæslustöðva veikir rekstur þeirra fimmtán sem fyrir eru nema að viðbótarfjármagn komi til. Því má spyrja hver sé tilgangur með þessari aðgerð. Tilkoma þessara stöðva gengur gegn þeirri viðleitni að styrkja heilsugæsluna á SV-horni landsins á þann hátt að hún geti orðið fyrsti viðkomustaður einstaklinga í heilbrigðiskerfinu. Í umræðunni undanfarið hefur komið fram að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (sem þjónar um 200 þúsund íbúum og þá eru erlendir ferðamenn ekki taldir með) vantar um 600 milljónir í rekstur til vera með sambærilegt rekstrarfé og stofnunin hafði árið 2008. Síðan þá hefur íbúum í umdæmi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fjölgað um 17 þúsund. Enn undarlegri er sú staðreynd að velferðarráðuneytið gerir ekkert í því að sameina alla heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt þar sem ráðuneytið viðheldur sérstökum samningi við Læknavakt um vaktþjónustu lækna eftir lokun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta veldur óhagræði hjá notendum (fleiri þjónustuaðilar) og gerir rekstur heilsugæslu dýrari en þarf að vera (hærri leigu- og stjórnunarkostnaður). Óhægræðið kostar tugi milljóna sem hægt væri að nota í betri þjónustu við notendur. Óhægræði notenda felst m.a. í að staðsetning Læknavaktar er ekki miðlæg á höfuðborgarsvæðinu og er erfitt að komast þangað með almenningssamgöngum. Ég hvet alla ábyrga aðila til að gera heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu miðlæga, sameina þjónustur og veita meira fé til rekstrar þannig að heilsugæslan geti starfað sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun